Margt mótsagnakennt við varnir á flugvöllum

Það er margt undarlegt og mótsagnakennt við gríðlegar varnir á flugvöllum til að hindra hryðjuverk og oft virðist einfaldlega heilbrigða skynsemi hafa skort í uppskriftina.

Sterk rök má færa fyrir því að í raun séu allar þessar varnir tafir og óþægindi eingögnu til að verja farþega fyrsta farrýmis. Þ.e. hinir safnast nú vegna tafnna í miklu stærri hópum en áður í innritunarsölum, þar sem einfaldast væri, að bera inn ferðtöskur fullar af sprengiefni og ganga út, ef tilgangurinn væri að valda usla í flugi og drepa vesturlandabúa, eins og á að hafa verið tilgangur bretanna sem eiga að hafa ætlað að sprengja flugvélar yir Atlantshafi, nema óþarft væri að deyja sjálfir.

Til að ná sama tilgangi þarf ekki annað en komast í innritunarisalinn á flugstöð. - Þar stoppa hinsvegar Sagaklass-farþegar ekki nema augnablik, því þeir fá forgang við innritun. Þannig er það allstaðar í heiminum. Hertu varnirnar duga þeim því vel en gera almenna farþega varnarlausari þar sem þeir safnast saman enn fleiri og lengur en áður fyrir framan alla vopna- og sprengjuleit. - Ef slíkt gerðist í stórri flugstöð myndi það valda gríðalegri ringulreið, töfum í öllu flugi og ótta.

- Á sama tíma ganga lestir án allra varna eða vopnaleitar, en Sagaklass-farþegar heimsins eru líklega heldur ekki þar á ferð.


mbl.is Flugmaður í of miklu uppnámi til að fljúga eftir þras við öryggisvörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband