Það má merkja af skoðanakönnunum að lausafylgið er á mikilli ferð, nú staldrar það við hjá Sjálfstæðisflokknum.
Reyndar verður Samfylkingin að gefa kjósendum góða ástæðu til að koma til sín ef Sjálfstæðisflokkur á ekki eftir að fá að vaxa enn þegar allir flokkar taka að höggva í VG á næstunni því þaðan verður mest að hafa í kosningabaráttunni eins og staðan hefur verið undanfarið.
Back to the Basics eða aftur til upphafsins ætti að vera þema Samfylkingarinnar við kosningaundirbúning sinn og mótun kosninagstefnuskrár. Þar sem Samfylkingin einfaldlega leggur fyrir sig og kjósendur grundvalalratriði jafnaðarstefnunnar, aftur í grunninn, og rifjar upp grundvallaratriði velferðakerfisins og afhverju Samfylkinin er best til þess fallin að endurreisa velferðarkerfið. - Það yrði útkalla til allra sem hafa stutt velferðarkerfið og hugmyndir jafnaðarmanna. Jafnvel Steingrímur J vísar nú til norræna módelsins sem leiðarljóss þegar í raun það er Samfylkingin sem flokkur íslenskra jafnðarmanna sem alla tíð hefur barist fyrir því, með systurflokkum sínum á Norðurlöndum. - Það væri laust við tækifærismennsku og minniti á stöðugleika grunnstefnu Samfylkingarinnar því umræðan og málefninn byggðu á grundvallaratriðum jafnðarstefnunnar, og full þörf er augljóslega á því.
Íslendingar vilja vera öfgalausir jafnaðarmenn þegar til kastanna kemur og þekkja alvöru réttlæti og velferðakerfi þegar þeir sjá það. - Ef Samfylkingin tjáir ekki afl, yfirvegun og skýra stefnu um grundvallaratriði í anda jafnaðarstefnunnar mun fylgið aðeins flytjast frá VG til Sjálfstæðisflokksins og til Framsóknarflokksins þegar tekið verður að keppa um atkvæðin af fullum þunga. - Og ríkisstjórnin mun halda velli.
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið frá síðustu könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 16. mars 2007 (breytt 26.3.2007 kl. 05:40) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.