Auk þeirra sem nú munu hverfa úr sölum Alþingis fóru óvenju margir á kjörtímabilinu, ef svo kosningar breyta svona miklu í hlutfalli milli flokkanna eins og skoðanakannanir nú benda til verða alger umskipti og jafnvel aðeins fáir þingmenn með umtalsverða reynslu.
Meðal þeirra sem ég mun sakna er hægláti þingmaðurinn og fyrrverandi ráðherrann Jón Kristjánsson. Ég lærði vel að meta hann þegar ég þurfti oft að sækja ráðstefnur og viðburði á heilbrigðissviði og hann var alltaf mættur til að hlusta á fólk, og þegar hann svo var kominn í félagsmálaráðuneytið og ég var viðstadur afmæli Fjölsmiðjunnar í Kópavogi þá var Jón Kristjánsson aftur mættur þar til að hlusta og hitta venjulegt fólk á sínu sviði. - Ég veit af sömu ástæðu að ekki eru allir ráðherrar svo duglegir að koma og hitta og hlusta á sitt fólk.
Ég mun líka sakna mikið þeirra Rannveigar Guðmundsdóttur og Margrétar Frímannsdóttur, en einnig Halldórs Blöndal þrátt fyrir að vera oft ósammála sjónarmiðum hans þá virðist hann hreinskiptinn og ekki víla fyrir sér að láta vita af því þegar hann er ekki sammála félögum sínum. - Sem stjórnmálamaður hafði hann því þekktar skoðanir en ekki bara flokk.
Formið sem verið hefur á prófkjörum hefur smá saman valið skoðanalaust fólk á listana því til að ná árangri í prófkjörum þar sem hver kjósandi greiðir mörgum frambjóðendum atkvæði þurfa frambjóðendur að hafa gætt þess að fá enga hópa upp á móti sér. Því vinnur frægt fólk sem ekki hefur frægar skoðanir í prófkjörum. Viðkunnanlegir vinna en þeir sem hafa skoðanir eru rægðir og fá því ekki þann breiða stuðning sem hver maður þarf til að ná árangri í svona prófkjöri. - Því sakna ég strax Halldórs Blöndal, hann á þekktar skoðanir.
Annars er Ögmundur Jónasson einn sá þingmaður sem ég hef hvað mestar mætur á þó er ég algerlega ósammála honum um nokkur grundvallaratriði eins og aðild að ESB og fleiri mál. Merkilegt nokk þá virðast einnig 40% stuðningsmanna VG vera ósammála VG um ESB stefnuna. - Það afsannar að fólk hafi farið frá Samfylkingunni vegna ESB stefnu hennar. En Ögmundur á þekktar skoðanir og verður vonandi áfram á þingi þó svo hann og Steingrímur J megi gjarnan skipta um skoðun á ESB.
Fundum Alþingis frestað fram á sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 18. mars 2007 (breytt 25.3.2007 kl. 16:05) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.