Á 50 árum eftir lagabreytingu sem ekki fór í gegn

Keilir og AlcanHér eru settar fram í frétt Moggans (sjá neðst) heildar tekjur Hafnfirðinga næstu 50 ár af álverinu og þessir útreikningar byggja á lagabreytingum sem ekki urðu. Einnig undarlegum forsendum eins og yfir 560 milljón kr sparnaði á landi vegna þess að háspennulínur yrðu settar í jörðu, en vel að merkja þá þarf þess ekki ef álverið fer, og svo er tekið fram að tjón af mengun er ekki áætlað og því ekki tekið með í dæmið á móti.

Hafnarfjörður hefur fram til þess borið skarðan hlut frá borði því þegar ÍSAL var reist sá þjóðin svo miklum ofsjónum yfir mögulegum gróða Hafnarfjarðar af álverinu að sett voru sérstök lög til að ríkið en ekki Hafnarfjörður nyti mest allra skattteknanna af Ísal. Því hafa það aldrei verið nema smápeningar sem Hafnarfjörður hefur haft í tekjur af álverinu og álverið átti höfnina fyrstu 25 árin og því engar tekjur þaðan.

Af sömu ástæðu var lögð sérstök áhersla á að allt höfðuborgarsvæði nyti atvinnutækifæranna í álverinu og því var frá upphafi sett á öflugt rútukerfi til að sækja starfsmenn ef öllu höfuðborgarsvæðinu til að starfa þar. Einstaka verktakar hafa svo orðið feikna ríkir af viðskiptum við álverið og haslað sér völl í öðrum stórviðskiptum í framhaldinu, - það eru ekki Hafnfirðingar eftir því sem ég kemst næst þó svo ég véfengi ekki að hafnfirsk fyrirtæki hafi umtalsverð viðskipti við álverið.

Punkturinn er þó sá að Hafnarfjörður hefur ekki notið sem skyldi arðs af álverinu sem þó mengar loftið þeirra brennisteini og flúor alla daga. Heldur hefur arðurinn skipulega verið fluttur framhjá Hafnarfirði. Ef álverið færi eða fengi ekki að stækka er enginn vafi á að annað álver fengi að rísa í staðin t.d. fyrir utan Keflavík til að nota þá orku sem losnaði, og þau fyrirtæki sem hafa reynslu af að þjónusta álver fengju örugglega sitt þar ef þau vildu.


mbl.is Tekjuauki Hafnfirðinga af stækkun álvers 3,4-4,7 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband