Þar sem við erum ekki vön að reikna kostnað á 50 ára grunni er slík framsetning villandi eins og tölurnar eru settar fram samkvæmt frétt Mbl.is (sjá næsta blogg hér fyrir neðan). Fáa grunar t.d. að tvær litlar kók á dag í 50 ár kosti 6.205.000 kr. þ.e. yfir sex milljónir króna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 19. mars 2007 (breytt kl. 21:38) | Facebook
Athugasemdir
Sammála, en um leið mikilvægt að reyna að draga upp einhverja heildarmynd, þar ætti að vera hentugt að setja það í eitthvað samhengi, til dæmis að árlegar tekjur af álveri í Hafnarfirði myndi að gefnu a,b.c ...what ever... dugi fyrir útgjöld bæjarins vegna reksturs íþróttahúsa við skóla bæjarins miðað við mannfjöldaspá ...
En auðvitað er það heljar stúdía þar til að einhver hefur þær tölur í höndunum.
Pétur Björgvin, 19.3.2007 kl. 21:43
Einmitt, eitthvað sem gerir tölurnar merkingabærar t.d. sem hlutfall af rekstri skóla eða í hlutfalli við heildar tekjur, nú eða skuldir bæjarins, eitthvað sem hjálpar til að tölurnar verði skiljanlegar.
Helgi Jóhann Hauksson, 19.3.2007 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.