Gæti komið ICELANDAIR á kaldan klakann

Flugvel,Jokull og KirkjanNú væri betra ef við værum komin í ESB.

Nýi flugmálasamningur ESB og USA merkir auðvitað gjörbreytingu í samkeppnisumhverfi Icelandair. Í stað þess að Ísland hafi miklu betri og frjálsari samning við USA fyrir hönd sinna flugfélaga eins og verið hefur um áratugi, er ESB nú með með frjálsari samning en Ísland t.d. mega nú hvaða flugfélög ESB sem er ekki aðeins fljúga til hvaða borgar sem er í USA á hvaða skilmálum sem þau vilja heldur líka á milli hvaða borga sem er í USA þ.e. stunda innanlandsflug þar.

Fyrirhyggjuleysi okkar að sækja ekki um ESB aðild er algjört og á örugglega eftir að koma fram í stærri málum en þessu á næstu árum.


mbl.is Flugsamkomulag milli Bandaríkjanna og ESB tekst á loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Hef ekki áhyggjur af Icelandair en hef áhyggjur af Íslandi því Icelandair getur tekið sig upp á morgun og flutt til Danmerkur t.d. Það að við erum ekki í ESB er vandi fátæka mannsins og landsbyggðarinnar, en síður vandi ríka mannsins og Reykjavíkur.

Pétur Björgvin, 22.3.2007 kl. 20:32

2 identicon

Vitleysa Pétur, kynntu þér málið betur.

Gísli (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 22:12

3 Smámynd: Pétur Björgvin

Dæmi um kost fyrir landsbyggðina handa Gísla:

Stuðningur við byggðaþróun, samfélög og atvinnusköpun á landsbyggðinni (svonefndir "grænir“ styrkir). Þessi stuðningur beinist ekki aðeins að landbúnaði, heldur fremur að búháttabreytingum, framleiðniaukandi verkefnum og annarri atvinnusköpun á landsbyggðinni.

Úr skýrslu Evrópunefndar Forsætisráðuneytisins, bls. 106). En auðvitað er málið ekki alveg svona einfalt. (-:

Pétur Björgvin, 23.3.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband