Miklar gleðifréttir ...

Frábært! Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fjölga dagrýmum aldraðra um 75. Það eru miklar gleðifréttir sérstaklega er þörfin feikna knýjandi fyrir heilbilaða og aðra Alzheimerssjúka, og ráðherra reiknar með að mest fari þangað eða 44 rými ekki veitir af. FRIDUHUS_UppiDagdvöl heilabilaðra er einnig kölluð dagþjálfun og er mikil stoð fyrir alla, bæði einstaklingana sjálfa, fjölskyldur þeirra og heilbrigðiskerfi þegar þannig Alzheimerssjúkir og heilabilaðir fá þá örvun og þann stuðning sem þarf til að geta búið heima sem lengst við alvöru líf og tilveru. Dagdvalarhúsin eins og Hlíðabær og Fríðuhús hafa reynst feiknavel og aukið lífsgæði sjúklinga og aðstandenda gríðalega, en jafnframt stytt mikið og létt þann tíma sem heilbrigðiskerfið annars hefði þurft að annast sjúklingana af fullum þunga.
mbl.is Fjölga á dagvistarrýmum aldraða um 75
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Betra er seint en aldrei! Fara þá síðustu Krónurnar í Framkvædasjóði aldraðra til þeirra sem þær voru ætlaðar. Það er gott að sjóðurinn tæmdist ekki í menningarsnobb ráðherrans og sérhagsmunapot! En nú er Ríkisendurskoðun víst loksins farin athuga afdrif þess fjár sem áttu að stuðla að betra lífi aldraðra, en voru notaðir í annað. M.a. 3 milljarðar í sýndartekjuafgang ríkissjóðs!

Auðun Gíslason, 23.3.2007 kl. 14:56

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hún er þó að beina þessum hluta fjárins í réttan farveg.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.3.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband