Þegar maður les reglur Ríksendurskoðanda um reiknishald stjórnmálaflokka, hnýtur maður óhjákvæmileg um eitt og annað sem ljóst má vera að verður flokkum og fólki erfitt í raun. T.d. ef það er lagt saman að meta þarf alla aðstöðu, afslætti og ívilnanir til markaðsvirðis og einnig að þakið 300 þúsund gildi sameiginlega um alla tengda aðila, og því um t.d. fjölskyldur og skyldfólk allt sem þær eiga og jafnframt er notað til annarrar atvinnutengdrar starfsemi sem og allan rekstur sem þær tengjast.
Hrein sjálfboðaliðavinna er undanskilin og það sem sjálboðaliðar leggja til og er ekki í annan tíma notað í tengslum við atvinnu, en allt sem flokksmenn með rekstur eða atvinnutengd tól eða aðstöðu og vildu nýta í þágu flokksins í kosningum verður að meta á markaðsverði sem styrk og leggja við framlög annarra skyldra aðila sem samtals mega ekki fara yfir 300 þúsund.
T.d. ekki viss hvort þetta bannar Mogga í reynd að gefa stjórnmálflokkum meiri afslátt af auglýsingum en í öðrum viðskiptum umfram alls 300 þúsund á hvern, - hræddur um að svo sé. - Og svo verða þeir sem eiga Moggann að fá að vita til hve mikils styrkjar afslættir hans eru metnir því þeir mega hvorki persónulega, fjölskylda þeirra né aðrir tengdir þeim eða rekstur sem þeir ráða styrkja flokk að meðtöldum afslætti Mogans yfir 300 þúsundin alls. -Þannig má í það minnsta skilja reglurnar.
Reglur gefnar út um reikningshald stjórnmálaflokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 23. mars 2007 (breytt kl. 17:23) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.