Ætti að vera afdráttarlausari

Stórhættulegir útleningar1Það er full ástæða til að gera Frjálslynda flokknum skýra grein fyrir að með því að taka upp stefnu sem beinlínis elur á útlendingahræðslu og fordómum svo ekki sé talað um sleggjudómum í garð trúarhópa, kynþátta og þjóða, marka þeir sér stað í litrófi stjórnmálannna þar sem öðrum flokkum er ógerlegt að starfa með þeim, og skrifa þannig undir fordómanna. Það er engin tilviljun að í mannréttindasáttmála Evrópu sem byggður er á mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er ríkjum skylt að tryggja málfrelsi en jafnframt skylt að setja tvennskonar höft á það frelsi þ.e. að ríki skulu setja í lög að bannað sé stunda stríðsæsingaáróður og bannað skuli að lítilsvirða hópa á grundvelli þjóðernis, kynþáttar og trúarbragða. Ástæða þess er ekkert minni en að mestu fjöldamorð mannkynssögunnar og hverskyns aðrar sjálfskapaðar hörmungar mannsins hafa grundvallast á slíkum áróðri sem ef eitthvað bjátar á reynist jafnan auðvelt að glæða og kynnda undir.
mbl.is Telur skoðanir oddvita frjálslyndra ekki góðan grundvöll til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég held persónulega að meðal Frjálslyndra séu bæði raddir sem eingöngu byggja á heilbrigðri skynsemi og réttmætum kröfum um boðlegan aðbúnað fyrir innflytjendur og að fyritækin misnoti þá ekki, -og svo einnig raddir sem vilja spila á fordómana og óttann sem blundar í hjörtum okkar við það sem er ókunnugt og framandi, og á þeim grunni ætli sumir að fiska atkvæði og brautargengi til þingsetu. Þegar byrjað er að gefa þennan tón sækja þeir svo í flokkinn sem finna sterkt til óttans við útlendinga og frá ótta til fordóma og svo haturs er afar stutt.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.3.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband