Þegar lygnt er í veðri á nóttunni leggst mengunin yfir landið í kring eins og sést vel á þessum myndum. Ætli fólk geri sér grein fyrir að álverið mengar stundum miklu meira en að jafnaði, og að það gerist oft á nóttunni þegar fáir veita því athygli, en fólk sefur rólegt undir opnum svefnherbergisgluggum í nýju húsum í hverfunum sem risið hafa síðustu ár samkvæmt skipulagi sem grundvallað er á að mengunarvarnir álversins séu alltaf á? Staðreyndin er hinsvegar sú að við og við er slökkt á lofthreinsibúnaðinum vegna viðhalds og viðgerða, - og næturvaktin virðist henta vel til þess.
Þessa sumarnótt þegar ég tók þessar ljósmyndir lagðist mökkurinn þéttur frá álverinu yfir svæðin sem verið verið að byggja og þaðan langt upp til fjalla. Ekki veit ég hvað var að gerast hjá álverinu en þeir sem fylgjast með vita að stundum leggur mikla og þétta mengun frá álverinu þó oftast sé hún ekki svona sýnileg.
Á þessu súluríti af vef Sól í Straumi kemur fram með grænum lit mengun álversins 2005, bláu súlurnar sýna hvað álverið og Hafnarfjarðarbæ langar til að stefnt sé að eftir stækkun, en rauðu súlurnar sýna hvað ALCAN raunverulega má menga eftir stækkun, þ.e. hina formlegu mengunar-heimild Alcan samkvæmt starfsleyfi sem gildir til 2020.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 26. mars 2007 (breytt kl. 21:57) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.