Fyrir utan það að karlhormónið rekur karla til áhættusækni og oft úr hófi fram, þá held ég að enn sé eitthvað í menningu okkar og uppeldi sem beinlínis letur stelpur og ungar konur til að taka ,,eðlilega" áhættu. Þetta segi ég eftir að hafa fylgst með af hliðarlínunni þeim krökkum sem eru að keppa í stærðfræði- og eðlisfræðikeppnum framhaldsskólanna á landsvísu til að vinna sér rétt til þátttöku í alþjóðlegum mótum svo sem Olympíukeppnum. All nokkur dæmi get ég nefnt um stelpur sem höfðu alla burði til að komast í hóp þeirra fremstu en hafa kosið að draga sig til baka á miðri leið og láta ekki á það reyna til fulls. Á sama tíma eru stelpur jafnan með hærri meðaleinkunn í samræmdum prófum í stærðfræði og líklegri til að vera með hæstu einkunn en strákar en sjást sv varla í þessum keppnum. - Það er ekki alveg eðllegt er það?
Reyndar veitir svo sumum strákum ekki af að læra að takmarka áhættu sína, og ekki má gleyma að margir eru líka í þeirra hópi sem þora vart að rísa undir sjálfum sér þar sem þeir hafa þó hæfileika og burði til, svo líklega veitir ekki af að kenna báðum kynjum að meta áhættu og taka hana þegar eðlilegt er að láta reyna á hvað maður getur.
Fáar konur en margir ómenntaðir taka þátt í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 26. mars 2007 (breytt kl. 14:22) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.