Tímamót í íbúalýðræði því kjörsókn mun verða mikil

DSC_6951Það er ljóst að hvernig sem kosningarnar fara á morgun verða tímamót á Íslandi. Allar líkur eru á mikilli kjörsókn og þó læra megi eitt og annað af framkvæmdinni þá er það einmitt það, eitthvað til að læra af. - Þessi kosning er afar mikilvægt sem slík og vonandi aðeins upphaf þess sem koma skal.
Kosningabaráttan er upplýsandi ferli sem ekki hefði verið farið annars. Það tryggir upplýstara samfélaga en annars væri og  ábyrgð er færð til fólksins.
Hafnfirðingar eru aðeins að kjósa um það hvort ef á annað borð á að auka álbræðslu á Íslandi og framleiða orku til hennar, þeir fallist á að hún verði sett upp í Straumsvík, með þeim hætti sem gerð hefur verið tillaga um.
Virkjana- og orkustefna landsins er allt annað mál sem faktístk þessi kosning fjallar ekki um, það verður gert í þingkosningunum.


mbl.is 1.195 hafa kosið utankjörfundar í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband