.
Til hamingju Hafnarfjörður
Hafnfirðingar hafa sýnt einstakan karakter og styrk í öllu þessu máli og ber margfaldar hamingjuóskir. - Og þær hefði þeim líka borið þó 45 atkvæði hefðu breyst úr nei í já, og já-ið þannig sigrað, því þeir hafa einfaldlega staðið sig með miklum sóma í þessu máli og veitt lýðræðinu og Hafnarfirði sigurinn.
Líklega réð Davíð Oddsson úrslitum
Það er merkileg staðreynd að Davíð Oddsson seðlabankastjóri lagði andstæðingum álversstækkunarinnar í Straumsvík mikilvægt lið á nýafstöðnum aðalfundi Seðalbankans, þar sem hann sýndi fram á að með álversframkvæmdum yrðu vextir áfram háir og hvatti stjórnvöld til hægja á sér. - Sumir sem sögðu nei vitna nú til orða hans. Hvort það munar þeim 45 atkvæðum sem þurftu að flytjast milli fylkinga svo nei breyttist í já veit enginn fyrir víst, - en orð hans voru í fréttum sjónvarps kvöldið fyrir kosningar og í dagblöðunum að morgni kjördags. Telja verður að áhrif Davíðs séu enn veruleg þegar orð hans styrkja sterk sjónarmið sem þegar eru uppi, og að ekki sé órvarlegt þegar svo litlu munar að ætla að þau hafi ráðið úrslitum. Það verður í það minnsta að teljast óvenjulegt að seðlabankastjóri gagnrýni stjórnvöld eins og Davíð gerði svo stuttu fyrir tvennar mikilvægar kosningar. -Nú vænkast þó hagur Árna Sigfússonar bæjarstjóra Reykjanesbæjar því nú eru miklu meiri líkur en áður á að álver rísi við Helguvík, þó aðvörunarorð seðlabankastjóra hafi mögulega hreyfti við nógu mörgum Hafnfirðingum til að skipta sköpum, er líklegra en ekki að þau breyti engu um orku- og álbræðslustefnu stjórnvalda og að nýtt álver rísi í staðin í Helguvík.
Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 31. mars 2007 (breytt 1.4.2007 kl. 03:04) | Facebook
Athugasemdir
Íbúalýðræði er fínt, en ég er ekki sammála ferlinu í þessu tilfelli. Stjórnmálamenn í bæjarfélaginu neita að lýsa skoðunum sínum opinberlega osfrv. Því er ég ósammála. Ég tel það vera mikilvægt fyrir lýðræðið að kjörnir fulltrúar lýsi skoðunum sínum, og þá sérstaklega í svona mikilvægum málum. Eins og þú segir á blogginu mínu: "alveg sama hver niðurstaðan er, ferlið sjálft er upplýsandi og óendanlega mikilvægt." Sammála. En það er líka mikilvægt fyrir næstu bæjarstjórnakosningar að kjósendur fá að mæta þar á kjörstað vel upplýstir hvað varðar skoðnir frambjóðenda og flokkanna sem ætla sér að stjórna bæjarfélaginu.
Reynir Jóhannesson, 1.4.2007 kl. 01:39
Margt rétt sem þú sagðir en það verður að vera skýrt að bæjarbúar í Hanfnarfirði hafa gegnið til tvennra bæjarstjórnarkosninga síðan 2001 þegar Samfylkingin lagði til að tekið yrði upp í samþykktum bæjarins að kjósa almennri kosningu um stærri mál og bæjarbúar hafa kosið flokkinn sem lofaði þeim að fá að kjósa hreinum meirihluta tvisvar síðan. Skýrara gæti það ekki verið.
Helgi Jóhann Hauksson, 1.4.2007 kl. 01:49
Auðvitað er Davíð Oddsson löngu búinn að sjá hvernig þetta hömlulausa þjóðfélag er farið úr böndunum á flestum sviðum. En það hefur skiljanlega ekki verið auðvelt fyrir hann að viðurkenna slíkt, hvað þá að vera uppi með viðvaranir, vegna þess að hann og ríkisstjórn hans var þarna mesti áhrifavaldurinn.
Þórir Kjartansson, 1.4.2007 kl. 08:36
Hann nefndi orðið öfugmælavísu um þenslu og ruðningsáhrif í janúar 2003.
Pétur Þorleifsson , 1.4.2007 kl. 11:09
Þetta er líklega í fyrsta skifti sem íbúar kjósa atvinnutækifæri burt úr sveitarfélaginu. Alcan mun örugglega í framhaldi af þessu leita hófanna um að reisa álver á landsbyggðinni. Þá mun fólk á norðurlandi taka þeim fagnandi og þiggja það sem Hafnfirðingar vildu ekki. Það er barnalegt að halda það að hér hafi orðið einhver vatnaskil.
Golli (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 14:03
Og ég sem hélt að þeir sem skiluðu auðu hefðu ráðið úrslitum, en ekki Davíð. Kannski það sé þá eitt og hið sama?
Auðun Gíslason, 1.4.2007 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.