Skyldi hún setja upp slæðu?

Það virðist ótrúlegur dugur og kraftur í Nancy Pelosi, reyndar er hún að því mér skilst á ferð með nokkrum þingmönnum úr báðum flokkum, þó Bush gagnrýni hana eina fyrir að fara þessa ferð. - En það er ekki að sjá að hún setji upp slæðu þarna  þar sem hún hittir ráðamenn Sádí Arabíu, en skyldi hún gera það áður en hún mætir þeim formlega í opinberum byggingum stjórnvalda eins og íslenska þingkvenna-nefndin gerði?
mbl.is Nancy Pelosi komin til Sádí-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún setti upp slæðu á tímabili í Sýrlandi.

Svo er spurning hvort að vesturlandabúar séu að bera meiri virðingu fyrir islamskri menningu heldur en öfugt (kannski vegna þess að hún er viðkvæmari). Myndi t.d. einhver voga sér að fara öfugt að á vesturlöndum og biðja kvennkyns fulltrúa að taka af sér slæðuna á meðan heimsóknin stendur yfir?

Það er víst algeng beiðni sendiherra frá þessum heimshluta að svínakjöt og áfengi sé ekki á boðstólum þar sem fundað er á vesturlöndum. 

Geiri (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband