Ekkert er eðlilegra en að einhverjir gangi rökslegar til flutnings lögheimilis þegar líður að svona kosningum en annars væri. Fólk sem hvort sem er þarf að flytja lögheimili og hefur skoðun á málinu drífur sig að ganga frá pappírum til að fá að kjósa - ekkert er eðlilegra en það. Til að fá að kjósa þurfti samt að eiga lögheimili í Hafnarfirði fyrir 10. mars 2007 eða þremur vikum fyrir kjördag (ekki allan mars eins og skilja má af féttinni). Svo þeir sem hafa drifið sig eftir það hafa ekki kosið í þessum kosningum. Það er hins vegar í það minnsta jafn líklegt að stuðningsmenn sem andstæðingar álversins sem hugðu á flutning til Hafnarfjarðar hafi flýtt lögheimilsflutningi. - Ekkert bendir til annars auk þess sem í mesta lagi er verið að tala um að alls hafi nokkrir tugir flutt lögheimli sitt fyrstu 10 daga mars, þ.e. þar til kjörskrá var lokað.
Hagur Hafnarfjarðar kærir ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 5. apríl 2007 (breytt kl. 01:01) | Facebook
Athugasemdir
en verður gaman að sjá hvort sama þróun verður áfram hér, fólk hlykkist hér í fjörðin, hér er atvinnan og höfum ekkert við svona stór fyrirtæki eins og alcan að gera, höfum fullt af sprotafyrirtækjum sem munu veita hafnfirðingum nóg að gera næstu 50 árin, er þetta það sem hafnfirðingar halda? held það sé of mikið af listafólki hér í hafnarfirði sem sækir vinnuna í reykjavík
Haukur Kristinsson, 5.4.2007 kl. 03:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.