Það má vel vera að seinna eigi eftir að koma í ljós að hlýnun lofthjúps Jarðar nú hafi einfaldlega stafað af eðlilegum sveiflum í varmageislun sólar, en þegar um það er verulegur vafi og raunverulegur möguleiki að við mennirnir séum að eyðileggja jafnvægið í lofthjúpnum sem stjórnar loftslaginu í lífhvelinu þ.e. þar sem allt líf þrífst sem við vitum um að er til í alheiminum, þá höfum ekki efni á að okkur skjátalst um það en ríku þjóðir heims svo ekki sé talað um USA hafa vel efni á að rifa seglin og vernda lofthjúpin þó svo kæmi í ljós seinna að það hefði verið óþarft.
Deilt um innihald skýrslu um afleiðingar loftslagshlýnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 5. apríl 2007 (breytt kl. 16:50) | Facebook
Athugasemdir
Finnst einmitt flest benda til þess að hlýnun jarðar sé að mestu náttúruleg. Mainstream vísindamenn sem starfa t.d. fyrir Sameinuðu Þjóðanna fá styrki fyrir "rétta" útkomu. Sá sem spáir fjölda hörmunga af mannavöldum er frekar öruggur með að fá styrki til frekari áróðurs. Í raun er þetta ekkert annað en sósíalisminn að gera aðra tilraun undir nýjum nöfnum, vissar pólitískar hreyfingar styðja við gróðurhúsar-áróðurinn fyrst og fremst vegna þess að það á að vera afsökun fyrir yfirvöld til þess stækka og auka völd sín yfir einstaklingum og fyrirtækjum. Kemur ekki á óvart að kommúnistar eins og Vinstri Grænir séu leiðandi í að styðja svona áróður.
Náttúrulegar sveiflur hafa verið margfalt stærri löngu fyrir iðnbyltinguna. Svo má ekki gleyma því að fyrir nokkrum áratugum var það mainstream í fjölmiðlum að næsta ísöld væri handan við hornið. Finnst að Íslendingar ættu að segja sig úr Kyoto vitleysunni eins fljótt og hægt er. Finnst frekar sorglegt að flestir fjölmiðlar og flestir pólitíkusar fylgi þessari pólitísku rétthugsun í blindni, væri til í að sjá fleiri efasemdismenn. Góð byrjun væri að sýna heimildarmyndina "The Global Warming Swindle" í íslensku sjónvarpi.
Geiri (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 17:44
Ágæt grein, hehau.
En svar Geira er í fyrsta skipti sem ég heyri að vísindamennirnir séu að vinna fyrir Sameinuðu þJóðirnar og selji sínar útkomur eins og sumir vísindamenn gera fyrir Exxon og síðast fyrir sígarettufyrirtækin meðan þau græddu á dauða milljóna manna.
En ég hef meiri trú á hinum almenna vísindamanni en svo að ég haldi að hann selji sig fyrir svona lagað. Það er staðreynd að nær allir þeirra sem kallast bestu vísindamennirnir í loftslags- og tengdum fræðum eru á því að við erum í stóru hættuspili. Þeir telja líkurnar á að maðurinn sé að spilla lofthjúpnum vera um 90% -sem á vísindamáli kallast eiginlega staðreynd. Þetta eru sömu aðilar og eru að safna saman upplýsingunum sem sýna hita, og efnafræðilega uppbyggingu lofthjúps langt aftur í tímann.
Ég hef ekki fylgst með þessu öllu en sé að virt vísindatímarit taka þátt í þessari upplýsingamiðlun og einhvern veginn efast um að þeir fari að bíta svo stórt að naga fætur trausts undan sjálfum sér.
En hvað veit ég svo sem.
Ólafur Þórðarson, 6.4.2007 kl. 02:28
Þakka þér fyrir Kristinn. Ég prófa að senda þér nokkarar seinna í dag - Myndasafnið mitt er mesta allt í annarri tölvu þetta er kjöltutölva sem ég kíki oftast í til að blogga, en "alvöru tölva" við skrifborð geymir myndasafnið.
Helgi Jóhann Hauksson, 6.4.2007 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.