Björgólfur Guðmundsson er ótrúlegur höfðingi

Björgólfur1Það frábærasta við að vera virkur þátttakandi og starfa á vettvangi samtaka öryrkja og sjúklinga er að uppgötva og kynnast öllu því fólki sem af ósérhlífni og óeigingirni er þrátt fyrir allt tilbúið að leggja þeim lið sem á þurfa að halda. Auðvitað er misjafnt hvað hver og einn getur lagt að mörkum af tíma og fé, og eins og með fátæku ekkjuna í dæmisögu Krists eru sumir þeirra sem leggja smátt til, samt að gefa allt sitt, með það í huga að margt smátt verður eitt stórt.

Af öðrum höfðingjum ólöstöðum er samt vart nokkur annar eins höfðingi og Björgólfur Guðmundsson. Þegar aðrir skemmta sér við að kaupa klukkutíma af Elton John fyrir 75 milljónir eða hálftíma af Tom Jones fyrir 20, þá boðar Björgólfur 75 líknarsamtök á sinn fund og gefur hverju 1 milljón króna eða alls 75 milljónir króna og hrindir af stokkunum sérstakri þjónustu bankans síns undir kjörorðunum "legðu góðu máli lið" til að allir þeir sem hafa smávegis fram að færa geti gert það með greiðum og einföldum hætti beint af reikningum sínum án neins kostnaðar, með það í huga að margt smátt geri eitt stórt.

Í morgun var ég við móttöku Björgólfs og Landsbankans að þessu tilefni. Svo í dag nýt ég þess að dáðst að Björgólfi Guðmundssyni, karakter hans og höfðingsskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já tek undir að það verður maður að virða að Björgólfur eyðir af peningum til góðra mála frekar en eyða þeim í prívat popptónleika. Þetta ber merki um persónuþroska.

Ólafur Þórðarson, 11.4.2007 kl. 19:17

2 Smámynd: Skafti Elíasson

Já þetta er flott hjá karli.. ps þú átt fallega fjölskyldu

Skafti Elíasson, 11.4.2007 kl. 19:40

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Björgólfur er einfaldlega glæsimenni....yst sem innst og virðist afar fundvís á góða hluti.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.4.2007 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband