í öllu talinu um stórkostlegan hagvöxt á Íslandi kemur á óvart hér að samkvæmt þessari frétt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) fyrir árið 2008 náum við rétt góðum þriðjungi af meðal hagvexti heimsins sem er 4,9% þar sem gert er ráð fyrir aðeins 1,9% hagvexti á Íslandi, en 12% viðskiptahalla bæði í ár og 2008 - sem er svakalegt. -Samt er innflutningi vegna framkvæmdanna fyrir austan að ljúka og útflutningur að hefjast, við erum í góðærinu miðju samkvæmt kosningaáróðri ríkisstjórnarflokkanna og aldrei haft það betra, -en náum ekki heimsmeðaltali.
Hinu hræðilega Evrusvæði er spáð 2,3% hagvexti eða talsvert meiri hagvexti en okkur; 2,3% í Japan og 2,2% í Bandaríkjunum. Þ.e. við náum ekki því sem helstu viðskiptaheildir heims hafa og draga okkur gjarnan sjálfkrafa með sér vegna mikilla viðskipta okkar við þær. - Það er nú allt og sumt -árið sem Alcoa fer að flytja út ál með fullum afköstum.
Mesta hagvaxtarskeiðið í rúma þrjá áratugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 11. apríl 2007 (breytt kl. 23:42) | Facebook
Athugasemdir
Þegar maður er á toppnum þá er frekar erfitt að komast hærra.
Þegar Kína verður næsta heimsveldið þá mun hagvöxtur örugglega verða minni en hann er í dag.
Geiri (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 03:39
En væri ekki allt í lagi að gera kröfu um að við fylgdum Evru-svæðinu í hagvexti eða jafnvel bara USA, sem merkilegt nokk miðað við allan spunann í Fox og Hannesi Hólmstein ætti að vera langtum hærri en ESB sem þeir kalla sósíalsíska, en er með minni hagvöxt en Evru-svæðið.
Helgi Jóhann Hauksson, 12.4.2007 kl. 14:50
Samanburður einstakra ára er ekki marktækur. Skoða þarf 10 ára meðaltal, hið minnsta. Þess utan hefur íslenska hagkerfið ekki sveiflast í takt við ESB eða USA í sögulegu samhengi. Fylgnin er mest við Bretland, hvernig svo sem stendur á því.
Dagur (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 15:50
Hagvöxtur hér á heimili mínu var hvorki meira né minna en 50% síðustu 6 mánuði.
Þá er spurningin hvað það hafi með Jón og Stínu að gera, hvað segja þessar tölur í raun? Eru þær eins og stokkmarkaðurinn, þar sem smávægileg (í raun marklaus) hækkun og lækkun fær fólk til að súpa hveljur? Að í lok vikunnar hafi einfaldlega ekkert breyst?
Hver er raunveruleg meining þessara talna?
Ólafur Þórðarson, 12.4.2007 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.