Þegar og þar sem refsidómar eru algengir fyrir hinar minnstu yfirsjónir hættir allur almenningur að óttast refsingar því álitshnekkur samfélagsins er oftast versti dómurinn. Þegar hann er farinn og hefur jafnvel snúist við vegna þess hve refsigleðin er rík og dómar algengir hverfa fælingaáhrif refsilaga. - Þannig virðist ástandið vera orðið í USA og ætti að vera öllum siðmenntuðum ríkjum víti til varnaðar.
í USA er ótrúlega hátt hlutfall íbúa í fangelsum á hverjum tíma - þó ég muni reyndar ekki fyrir víst hver prósentan er. Séu einstök samfélög þar skoðuð er ljóst að með stórum hópum þeirra er það álíka mikilvægt að lenda í fangelsi til að teljast meðal manna eins og okkur finnst að fermast.
Hugsanlegt að Hilton stoppi stutt við í steininum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 10. maí 2007 (breytt 20.10.2011 kl. 03:38) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.