Loksins tækifæri til að kjósa almennilegan harmonikkuleikara á þing

Harmonikkuleikari á þing 1Loksins er tækifæri til að kjósa almennilegan harmonikkuleikara á þing. Guðmundur Steingrímsson sem er í 5. sæti Samfylkingarinnar í Kraganum, harmonikkuleikari og sonur Steingríms Hermannssonar fv forsætisráðherra og afabarn Hermanns Jónassonar sem einnig var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur nú góða möguleika á að verða virkur varaþingmaður fjögurra þingmanna Samfylkingar í því kjördæmi ef Samfylkingin slagar upp í sama fylgi og síðast og gæti verið kosinn fullgildur þingmaður ef Samfylking næði sama og síðast eða rétt rúmlega það, þar sem nú fjölgar þingmönnum Kragans um einn.

Ekki er verra að stórsöngvarinn og lögfræðingurinn Árni Páll Árnason, bróðir Þórólfs Árnasonar fv borgarstjóra og sonur Árna Pálssonar fv prests í Kópavogskirkju er maðurinn sem skipar 4. sætið.

Reyndar fannst mér Guðmundur bera með sér glæsileika forsætisráðherra þegar hann talaði á prófkjörsfundunum í haust þó svo stíll hans væri yfirlætislaus og húmorískur , en ég þyrði ekki að veðja á hvenær það gæti gerst. -Hver veit nema þátttaka Guðmundar í Samfylkingunni leiði til þess að  Samfylking og Framsóknarflokkur líti fremur hver til annars en þeir hafa gert.

 - En ekki veitir af góðri nikku á þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband