Fultrúalýðræði eða beint lýðræði?

Í raun kristallast í þessum tveimur aðferðum sem í gegnum tíðina hafa verið notaðar til að velja lögin í Evrópukeppninni munurinn á annarsvegar fulltrúalýðræði þ.e. með dómnefndum, og svo hinsvegar beinu lýðræði undanfarin ár með símakosningum.

Ísland er eins og lítið þorp í stóru kjördæmi í prófkjöri þar sem bæjarígurinn leiðir til þess að stóru sveitarfélögin fá alla fulltrúa. Ísland á engan séns í þessari keppni á meðan Austur-Evrópubúar og Tyrkir eru tugmilljónum saman í vinnu um öll lönd Vestur-Evrópu og setjast allir sem einn uppbólgnir af  þjóðernisrembing við símann og kjósa sína landa -sama hvað. Líklega gerum við svo það sama þegar við búum erlendis en erum bara svo fá að það hefur engin áhrif.

Þrátt fyrir allt eru ákveðnar hættur sem fylgja báðum aðferðum beinu lýðræði og fulltrúalýðræði. Annarleg sjónarmið geta tekið völdin og ráðið ferð og hafa augljóslega gert það hér. Trúlega gæti verið ráð að láta dómnefndir ráða fyrri umferðini en símakosningu seinni.

esc2007eov

Skýringakort stolið frá Erling af http://erling.blog.is/


mbl.is Ísland komst ekki í úrslit Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband