Þeir sem eru í sókn gærða á minni kjörsókn

Landsfundur Samfylkingarinnar 38Ég geri fastlega ráð fyrir að þeir aðilar sem hafa verið að skapa eldmóð í sínu liði og eru í sókn græði á minni kjörsókn en þeir sem heima sitja séu þeir sem eru leiðir á öllu saman og því síður liðsmenn þeirra sem hafa verið að kveikja eldmóð síðustu dagana.- Formannaþátturinn í gærkvöldi gæti líka ráðið allnokkru um það hver er að græða og hver er að tapa á mismunandi kjörsókn. - En ef kjörsókn verður í raun markvert minni en síðast þá geri ég ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkur tapi mestu á því og svo Framsókn.

Annars er að mínu viti ljóst að nú verða merk tímamót í íslenskum stjórnmálum og ný ríkisstjórn verður mynduð eftir kosningar. Aðeins á eftir að sjá hvor það verður Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur sem verður utan næstu ríkisstjórnar en annarhvor verður það örugglega. - Framsókn hefur ekki efni á áframhaldandi stjórnasamstarfi með Sjálfstæðisflokki því ekkert bendir til að Framsókn fái þau 15% sem ég held hann þurfi að lámarki til að vera áfram með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn.


mbl.is Minni kjörsókn í Reykjavík en í síðustu kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Er það ekki oft þannig að meðan þú ert sáttur við þitt og (of) öruggur um stöðu þína vantar þig baráttumóðinn sem sá hefur sem telur á sér brotið. Þetta er spennandi kosningakvöld.

Pétur Björgvin, 12.5.2007 kl. 21:35

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta verður spennandi og sögulegt hvernig sem fer

Helgi Jóhann Hauksson, 12.5.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband