Í hvaða veruleika lifir Steingrímur Joð?

Orð, yfirlýsingar og hegðun Steingríms Joð verða sífellt óskiljanlegri og ógerningur að átta sig á í hverskonar samhliða veröld hann hrærist þessa dagana, í það minnsta ekki í nútímanum eða þeirri sem við hin lifum í.

Nú bregður svo við einnig að Jón Sigurðsson gerist stórorður og greinilegt að akkúrat ekkert hefur verið að marka yfirlýsingar Valgerðar Sverrisdóttur fyrir kosningar um að Framsókn myndi ekki halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi ef flokkurinn yrði fyrir áfalli í kosningunum. Valgerður sagði þá aðspurð hvort ekki væri bara um hótanir að ræða til að hræða stuðningsmenn ríkistjórnarinnar til að kjósa Framsókn fremur en Sjálfstæðisflokk að svo væri alls ekki heldur einföld staðreynd. - En svo eru þeir að rifna úr fýlu blessaðir Framsóknarmennirnir þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þeim eftir áfall þeirra. - Það eina sem þó hefði getað leitt til annarrar niðurstöðu en þessara hefði verið að svipta Geir frumkvæðinu með því að Framsókn hefði haft manndóm til að standa upp strax eftir kosningar og kveðja Geir og standa þannig við yfirlýsingar sínar.


mbl.is Steingrímur: Ingibjörg hefur afsalað sér umboðinu til stjórnarmyndunarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

BLOGGVINIR: Vegna góðra viðbragða við birtingu á þýðingu á smásögu eftir Tolkien (Laufblað eftir Nostra) á blogginu mínu hef ég ákveðið að birta frumsamda smásögu eftir sjálfan mig (sic!) á blogginu. Sagan er hér ef þið hafið áhuga:

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband