Leggur Illugi Gunnarsson grunn að uppbygglegra stjórnmálalífi?

Landsfundur Sjálfstæðisflokks 01Á sama tíma og sumir stjórnmálamenn hafa óvænt kastað grímunni og sýnt verri hliðar en nokkurn óraði fyrir að þeir ættu, hefur Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrum aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar gengið fram fyrir skjöldu í því tómarúmi sem vissulega er aðeins til staðar eftir kosningar áður en ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og dregið fram hvernig hægt er að byggja upp miklu jákvæðara, betra og gagnlegra stjórnmálalíf á Íslandi en verið hefur (smellið á línuna til að sjá grein Illuga) . Það hefur Illugi bæði gert með sinni eigin framgöngu og svo með beinum tillögum í grein í Fréttablaðinu í dag sunnudag. Þar leggur Illugi áherslu á að styrkja faglega stöðu stjórnarandstöðunnar hver sem hún er. - Þetta eru hugmyndir og tillögur mikillar athygli virði studdar af eigin framgöngu Illuga sem hefur verið í alla staða til fyrirmyndar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband