Umhverfisstofnun segir nauðsynlegt að uppræta lúpínuna sem fyrst og hindra frekari útbreiðslu hennar á Eldfellshrauni. En hversvegna?
Allur gróður í nýja hrauninu er aðkominn, var þar ekki 1973.
Vikurinn hefur verið græddur upp með innfluttu grasfræi og innlendri lúpínu til að þarna sé hægt að búa fyrir vikurfoki. AÐ sá gróður dreifist út í hraunið er ekkert nema náttúrlegt ferli þ.e. ef gróð'urinn getur vaxið þar. Reyndar er engin planta sem þrífst á Íslandi jafn dugleg að leggja jarðveg fyrir allar aðrar háplöntur og íslenska lúpínan sem eins og allur annar íslenskur gróður barst hingað frá öðrum löndum með vindum og lifandi verum.
Lúpína hefur með sér í rótum sínum lifandi niturbindandi ábuðarverksmiðju sem gerir henni kleyft að vaxa og dafna þar sem engin næring er og svo eftir að hún hefur lagt jarðveginn, öðrum plöntum að þrífat í hennar stað án þess að burðast með áburðarverksmiðju með sér og þá vegna þess forskots að þurfa ekki að hafa áburðarverksmiðju með sér eins og lúpínan, að víkja lúpínnu í burtu.
Annars þrífst Lúpína ekki í mosbreiðum einfaldlega vegna þess að þar er ekki rými fyrir rætur hennar. Dæmigert er eins og á þessari mynd að hún sest í vegkanta meðfram heilum vegi og þar sem jarðvegi hefur verið raskað mikið og borin lausari jarðvegur í veginn, en að hún nái sér á strik í hraunmosa væri alveg nýtt og andstætt þekktri náttúru lúpínunnar.
Þetta er þroskað hraun á myndinni, nokkurra þúsunda ára gamalt en þarna dreifir lúpína sér ekki út i hraunið nema í mesta lagi einstöku palnta og ungplöntur sem ekki hafa reynt að koma fullburða rótum sínum fyrir.
Eins er lúpína líkleg til að græða upp annars næringasnauðar vikurbreiður en ekki hraun.
Lúpína breiðist út á Eldfellshrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 13. mars 2021 (breytt kl. 18:08) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.