Bæjarstjórinn gerir ekkert einn. Þeir bæjarfulltrúar sem samþykkja eða sitja hjá gera honum það kleift og bera ábyrgðina - sendið þeim tölvpóst og bréf og bendið á að betur verði fylgst með hverjir samþykkja og sitja hjá við afgreiðslu illa ígrundaðra og vafasamra mála sem "braskarar" en ekki bæjaryfirvöld bera fram. Þeir hljóta að vakna og ræða málin í sínum hópi ef nægilega er ýtt við þeim.
Gunnar Birgisson er sjálfum sér samkvæmur - hann vill byggja og vill byggja mikið og hratt. Það er það sem Gunnar stendur fyrir og kann vel og allir hafa vitað lengi. -Og hann hefur komið mörgum mikilvægum hlutum í verk.
Þegar honum hinsvegar sést ekki fyrir og lítur ekki upp og sér því ekki heildarmyndina og hagsmuni núverandi Kópavogsbúa í ákafanum við að byggja undir nýja Kópavogsbúa, þá ber hver og einn fulltrúi í bæjarstjórn sem ekki hefur tekið skýra afstöðu gegn málinu og greitt atkvæði í samræmi við það fulla ábyrgð.
Þó Kópavogsbúar hafi kosið að virkja aflið í Gunnari þá verða bæjarfulltrúarnir og félagar hans að hemja það þegar það fer úr böndum og stýra því í réttan farveg. E.t.v. var það mikilvægasta hlutverk Sigurðar heitins Geirdal að hemja náttúraflið Gunnar I Birgisson svo best nýttist í þágu Kópavogsbúa, en íbúarnir þurfa að minna bæjarfulltrúana á að þeir bera ábyrgðina og geta ekki lengur falið sig bak við bæjarstjórann.
Kópavogshöfn verður ekki stækkuð gegn vilja íbúanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 16. ágúst 2007 (breytt kl. 22:25) | Facebook
Athugasemdir
Sæll Helgi.
Nú segi ég eins og uppljóstrarinn í Watergate: Follow the money.
Er það hægt?
Ólafur Þórðarson, 17.8.2007 kl. 04:56
Þ:egar þú segir það þá er það örugglega rétt hjá þér kæri vefari að ekkert væri eins upplýsandi í þessum málum og það, - en einmitt er það hægt?
Helgi Jóhann Hauksson, 17.8.2007 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.