Eru réttar upplýsingar réttar? - Eða er verið að blekkja?

Réttar Upplýsingar???3Mörgum til mikillar undrunar auglýstu KS-verktakar með hálfsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í gær með mynd af bákninu á Nónhæð, "þitt álit skiptir máli" sem auðvitað er alveg rétt hjá þeim, en engan grunaði að þeir væru beinlínis hreyknir af steypubákninu sem þeir vilja setja á og ofaní Nónhæð, auk þess sem það eru í það minnsta að nafninu til bæjaryfirvöld sem eru að kynna íbúum skipulagshugmyndir "sínar" og leita eftir áliti íbúanna.  Í auglýsingunni segir að "réttar upplýsingar" sé að finna á heimasíðu verktakanna www.ksverktakar.is.

Fyrir það fyrsta verður að taka fram að íbúar taka nú afstöðu til tveggja reita sem liggja saman á Nónhæð þar sem bara annar er á vegum KS-verktaka, þ.e. Arnarsmári 36 en hinn er hugmynd um  8-9 hæða hús á Arnarsmára 32. - KS-verktakar sýna ekki það hús á sínum líkönum þó því hafi verið lofað á fundi með íbúum í Smáraskóla í lok júni að fella saman þessi tvö líkön og sýna heildar útkomuna.

Þá um "réttar upplýsingar". Það virðist vera  orðið sérstakt fag hjá einhverjum verkfræðingum að fela hús á tölvulíkönum sem felld eru að ljósmyndum og videomyndum. Það er t.d áberandi hve þeir nota vítt sjónarhorn með nýbyggingarnar/tölvulíkanði fjærst og smæst. Þá var það t.d. sláandi þegar upplýsingar voru lagðar Kársnesbúa að hærri hús voru jafnan sýnd bera bak við há tré og tölvugerði hlutinn er hafður gráblár svo hann skeri sig lítt frá hafinu þó húsin klippti sjávarsýnina í burtu (sjá myndina).

Það eru örugglega mætustu menn sem standa á bak við KS-verktaka, ég  kann engin deili á þeim, en ég kannast við skakkar upplýsingar þegar ég sé þær. Og vídeóin þeirra á heimasíðunni (hér) eru skakkar upplýsingar - og vart upplýsandi.

Vítt sjónarhorn og mikil fjarlægð frá húsunum gerir myndirnar strax marklausar. Vínkillinn er svo víður að ómögulegt er að sjá hvort raunhæft sé að t.d. 6 hæða tölvugert hús sé sýnt minna en raunverulegt 3ja hæða hús sem stendur þó beint á móti (Nónhæð Gbæ). - Svona upplýsingar eru marklausar og villandi ef ekki rangar.

Geta þessi hlutföll staðist?
Hér að neðan er svo smá greining á "upplýsingum" í vídeói KS-verktaka, (vídeóið sjálft er hér)
.

Réttar Upplýsingar???1

Geta þessi hlutföll staðist?...
... annað dæmi úr sama vídeói KS-verktaka ... þau eru reyndar öll sama marki brennd:RettarUppl2b?

Þrívíddin er notuð til að blekkja
Þrívíddin er notuð til að láta húsin nánast hverfa. Á skjá eða á prenti er hlutfallslegur samanburður nauðsynlegur og miklu meira upplýsandi. Til þess þurfa hlutfallslegar fjarlægðir að vera augljósar og best að geta haft sömu fjarlægð til samanburðarhæfra stærða.

Því fann ég sjálfur mynd sem ég á af hverfinu og tók þar blokk sem er til staðar fyrst óbreytt og fjölfaldaði svo hæðirnar þannig að hver hæð er eftir sem áður jafn stór og fyrr svo hlutfallsega réttur samanburður fengist á sama hús mis hátt og við önnur hús í hverfinu. Hver hæð er jafn stór og fyrr en þeim er bara staflað upp.

Auðsjáanleg  hlutföll eru nauðsynleg

Smellið á myndir og svo aftur til að stækka og skoða betur.

Arnarsmari Turn3Arnarsmari Turn9HvíttArnarsmari Turn14Hvítt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Helgi og þakka þér fyrir frábærar greinar, myndir og hugmyndir.

Það er ótrúlegt hvernig á stöðugt að reyna að blekkja fólk.  Það er ekki aðeins  auglýst  hvar "réttar upplýsingar" sé að fá til að sá tortryggni heldur eru þær upplýsingar að flestu leyti rangar.

  Það er þó bót í máli að verktakinn er svo stoltur yfir "sköpunarverkinu" að þetta sýnir hvílík ferlíki er um að ræða þó svo að hæðin sé sýnd minni en í raun fyrirhugað.  Blái liturinn er notaður og allt er svo létt og leikandi.  Það væri fróðlegt að sjá tölvumynd þar sem horft er upp Arnarsmárann frá Bakkasmára.

Guðrún Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er ótrúlegt að verkfræðingar skuli nota leggja sig niður við að nota öll "trix" til að blekkja og gera sem minnst úr húsunum - velja bara vinkla í þrívídd sem gera nær ómögulegt að sjá hæðina á flötu plani, bæði með því að fella húsin að loftmynd með Garðbæ í baksýn, eins og það sjónarhorn væri það sem skipti mestu máli, og svo þegar húsin eru sýnd af jörðu niðri er vínkillinn svo víður að þau nánst sjást ekki - eins og það sé upplýsandi, auk þess sem vafasamt er að rétt sé að 6 hæða hús eigi að virðsta minna en raunverulegt 3ja hæða hús sem er þar fyrir, en þrívíddin og víður vinkill gerir ómögulegt að vita það fyrir víst.

Helgi Jóhann Hauksson, 20.8.2007 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband