Er 40% feitt „Létt & laggott“ hollt og grennandi?

Árum saman höfum við horft á auglýsingar frá Mjólkursamsölunni og Osta og Smjörsölunni um hollustu unninna mjólkurvöru - Jógúrt með meiri viðbættum sykri en er í sætu Kóki er auglýst sem hollustuvara, og drykkjarskyr og jógúrt með álíka miklum viðbættum sykri sögð grennandi. 

Árum saman höfum við svo horft á „Létt & laggott“ auglýst vera megrunarvara. Nú síðast með auglýsingum þar sem tágrönn kona birtist úr smjörinu.  Í raun  hef ég aldrei velt þessu fyrir mér, auglýsingarnar líða gagnrýnislaust um augu, eyru og undirvitund - þar til einhver benti mér á að 26% feitur ostur þykir alls engin megrunarvara og 17% feitur ostur telst svo sem engin megrunarvar heldur  - en „Létt & laggott“ er yfir 40% feitt viðbit og er sífellt auglýst sem hollustu- og megrunarvara. Jafnvel venjulegur rjómi er ekki nema 36% feitur. 

Myndum við líða að einhver önnur matvara með svo hátt fituinnihald sem „Létt & laggott“ hefur væri auglýst grennandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir utan að vera allt of hart til að smurja því á brauð. Brauðsneiðin fer öll klessu.

Auglýsingum á hollustuvörum ber ávallt að taka með sama fyrirvara og auglýsingum stjórnmálaflokka. Þær standast sjaldnast.

Bjarni Þór Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Halla Rut

Hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér undanfarið.

Halla Rut , 11.2.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

nýju L&L auglýsingarnar hleypa í mig illu blóði

Jóna Á. Gísladóttir, 11.2.2008 kl. 01:11

4 Smámynd: Viðar Eggertsson

Einhver fullyrti í mín eyru að Mjólkursamsalan væri stærsti einstaki innflytjandi á sykri hér á landi. Væri gaman að fá að vita hvort það sé staðreyndin! Allavega er meira en dularfullt að Mjólkursamsalan skuli vera hafin yfir samkeppni meira og minna.

Viðar Eggertsson, 11.2.2008 kl. 03:40

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Dapurleg staðreynd um hollustu matvæla... Mjólkursamsalan hefur um árabil ausið sykri í mjólkurvörur og auglýst þær sem hollustuvöru...Og svo öll þessi fita...Af hverju er enginn framleiðandi hérna sem getur framleitt smjör og matarrjóma með 5% fituinnihaldi eins aðrar þjóðir...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 11.2.2008 kl. 06:25

6 Smámynd: Linda

ég fitnaði aldrei meira fyrr en, ég fór að pæla í fitusnauðu, oh já, svo núna nota ég alvöru smjör því það er einfaldlega mun hollara en t.d. smjörvi sem mér skilst sé stór hættulegur æðakerfi líkams sakir fitu sem þeir nota til að gera hann mjúkan.  Ostahnífur svín virkar á smjör kubbinn, ein rönd er mátulegt 2 eru sjúklega góðar en e.tv. græðgi allt er gott í hófi eins og sagt er.

Linda, 11.2.2008 kl. 07:13

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Miðað við auglýsingar ætti L & L að vera álíka grennandi og sellerí! .. Villandi auglýsing - það er víst.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.2.2008 kl. 07:55

8 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Svo er ótrúlegt að í skólunum má koma með skólajógúrt sem er stútfullt af sykri en ekki má koma með K-bar svona kornfexstöng

Svala Erlendsdóttir, 11.2.2008 kl. 10:06

9 identicon

„Skýrt smjör“ var notað í gamla daga en í Ayur-Veda sem er heilsufræði Vedanna er það kallað Gee og talið meinholt í þeim fornu ritum. Það verður til þannig að maður tekur venjulegt en ósaltað smjör þ.e. i grænu pökkunum og setur í pott og hitar undir við hægan hita, lætur það bráðna og síðan malla áfram við rólegan hita, svo allt vatn gufi upp úr smjörinu og rusl úr því botnfellur að hluta og flýtur upp sem froða að hluta sem maður svo veiðir ofanaf og lætur botnfallið sitja eftir.

Svona lætur maður það malla um stund við rólegan hita og gætir þess að það brenni ekki og að það sé tært gullingult og fallegt eða þar til mest allt vatn virðist vera hætt að sjóða úr smjörinu þá hellir maður því í krukkur eða ílát til geymslu. - Og það geymist endalaust með þessum hætti.
- Þetta sannast nú besta steikingafita sem völ er á vegna þess að í þessu skýrða smjöri eða Gee-i myndast minna af transfitum við steikingu en nokkurri annarri steikingafitu, og þolir ótrúlega mikinn hita án þess að brenna þegar ruslið úr smjörinu hefur verið skilið eftir með þessum hætti sem botnfall annarsvegar og veitt ofanaf sem froða hinsvegar og vatnið er gufað upp. 

Samkvæmt Ayur-Veda sem eru þúsunda ára gamlar heilsufræðibækur er þetta líka sérlega góður grunnur fyrir hverskyns heilsusmyrsl.

Það fyrsta sem kom mér á óvart var hve eðlisólíkt skýrt smjör eða gee virtist vera venulegu smjöri að því leiti að það brann ekki við steikingu eftir það var skilið frá „ruslinu“ en mér hafði aldrei gengið vel að steikja með smjöri áður. - Þegar ég svo löngu seinna las um rannsóknir á því að það breytist í minna mæli en önnur fita og olíur í transfitur við steikingu fannst mér það vísindalega staðfest að þessi gamla þekking sem líka var til hér á íslandi (annars ættum við ekki þetta hugtak „skýrt smjör“) hefði rétt fyrir sér, og að það væri ekki magn fitu (eða sykurs) í fæðunni sem skipti máli heldur hitt ruslið sem fylgir með fitunni. - Og það er víst meira af því í Létt & Laggott en öðru viðbiti. Þá verður að jafnaði til meira af „fríum radicölum“ sem er það sem svo skemmir frumur í okkur og við þurfum andoxunarefni til að vinna gegn, við vinnslu fæðu.

Við það ferli þegar bætt er í smjörið meira rusli til að gefa því eiginleika sem það hefur ekki þ.e. eins og Létt & Laggott verður það því ólhollt. - Þannig er Létt & Laggott og Klípa í raun óhollasta form viðbits sem völ er á hér - en ekki hollast.

Gunnar (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 10:09

10 identicon

Svo aðalatriði misskiljist ekki í því sem ég sagði um að magn fitu eða sykurs skipti kannski ekki máli í fæðunni þá meinti ég náttúrlegt magn í náttúrlegri fæðu, - þ.e. ég efast ekki um að viðbættur sykur er eitt það versta sem sett er í unna fæðu. - En Bandaríkjamenn skilja ekkert í því að þeir hafa aldrei fitnað eins hratt og eftir að öll fæða er boðin í fituskertu formi eða fitulausu formi. - Eitthvað virðist samhliða valda meiri skaða en gangi.

Gunnar (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 10:20

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þakka mörg fróðleg svör og innlegg og augljósan stuðning við að málinu sé velt upp.

Upplýsingar virðast allar hníga í sömu átt að stórt spurningamerki hlýtur að verða að setja við að mikið unnin mjólkurvara með viðbættum sykri eða mikið unnar smjörvörur sé hollar, og fráleitt að selja börnum mjólkurvöru sætari en sætt Kók og þó nokkuð sterk rök virðast fyrir því að „Létt og Laggott“, Klípa og Smjörvi sé einfaldlega óhollari vara en hreint smjör, og skýrt smjör eða gee sem Gunnar fræðir okkur um og kennir að búa til er afar athyglisvert.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.2.2008 kl. 12:55

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

því meiri fita, því betra. það er mitt mottó

Brjánn Guðjónsson, 11.2.2008 kl. 14:15

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Fita og fita er bara alls ekki það sama - svo ekki sé talað um draslið sem er í fitunni. Holl fita er lífsnauðsynleg frumuhimnurnar eru bara form af olíbrák og ef ekki er næg holl fita til staðar skemmast frumurnar og líkaminn á ekki efnivið til endurnýjunar fruma. - Eins þá hjálpar holl fita til við að eyða áhrifum ohollrar fitu. - Svo að því leiti er það rétt Brjánn.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.2.2008 kl. 14:29

14 identicon

Ég var í Danmörku um daginn og fór auðvitað að á borða á Det lille apotek, og þar fengum við nú alvöru svínafitu til að smyrja á brauðið, með svínakjötinu og það var nú algjört lostæti. Held að það sé í lagi svona einu sinni . Annars heyrði ég frá mjólkurfræðingi einu sinni að til þess að viðbitið héldist saman þá þyrfti að vera í því amk 40 %fita, eða eitthvað svoleiðis. Kannski er ég að steypa, það er þá svínafitunni að kenna sem er þá búin að blokkera einhverjar mikilvægar æðar til heilans

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:15

15 identicon

Maður fitnar ekki af fitu. Maður fitnar af kolvetnum. Ég borða þess vegna smjör, bara venjulegt og gott (sleppi brauðinu).

Gaui (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:07

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Det er smörret som gör´et.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband