Dýrmætir vinir sem þora að gera vilja manns að manni látnum

Hvaða skyldur getur nokkur átt æðri við látinn vin sinn en að virða vilja hans um útför og hinsta hvílustað?  -  Það hefur komið mér undarlega fyrir sjónir að sjá hina ýmsu aðila fjargviðrast yfir því að ósk Róbert Fishers um þessi atriði væri uppfyllt. - Ég skil ekki hvers vegna ekki ætti að virða vilja hans í þeim efnum eða hvernig það var hægt með öðrum hætti en gert var. Vilji hans er svo aftur nákvæmlega sá sami hvort sem hjónaband hans var formlega rétt skráð eða óskráð. SJÁ FRÉTT MOGGA HÉR.

Þá er ekki síður undarlegt að jafnvel hér á Íslandi þar sem allir þokkalega upplýstir menn ættu að muna þá atburði þegar Fischer var fangelsaður í Japan og hetjulega baráttu eiginkonu/unnustu hans þar skuli vera til þeir sem véfengja rétt hennar.

Þeir sem muna og þekkja þá atburði þegar Robert Fischer var handtekinn í Japan vegna framsalskörfu bandarískra yfirvalda muna vel eftir því að þá kynnti hann japanska skákkonu sem sambýliskonu sínatil margra ára og ástæðu dvalar sinnar í Japan, einnig að japönsk stjórnvöld reyndu að leggja stein í götu hjónabands þeirra og formlegrar skráningar þess.

Mikið væri ég þakklátur ef ég ætti vini sem þyrðu að gera vilja minn við svo erfiðar aðstæður að mér látnum þó svo heiminn langaði til að þeir brytu gegn mér og hefðu útför mína aðra og hvílustað minn annan en ég óskaði mér. 

 


mbl.is Minningarbók um Fischer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband