Það er merkilegur fréttaflutningur dana og nú líka breta af íslenska bankakerfinu og undarlegt ef þær fréttir eru svo ekki studdar traustum staðreyndum þ.e. byggja á slúðri og illvilja jafnvel einfaldlega aðgerð samkeppnisaðila í þessum löndum gegn aðkomandi samkeppni íslensku bankanna.
Það þarf afar öfluga banka til að fara ekki á hausinn við svona fréttaflutning. Því var lýst best í Mary Poppins þar sem barnið heimtaði tví-penníið sitt sem pabbinn Mr Banks bankastarfsmaðurinn vildi leggja inn. Þegar fréttist út að bankinn (pabbinn) hefði tregast við að láta af hendi peninginn við barnið breiddist fréttin út eins og eldur um sinu og allir vildi taka út sinn pening strax til vonar og vara - og bankinn fór saklaus á hausinn á einum degi. Svona fréttir eru því dauðans alvara fyrir banka og séu þær ekki því betur rökum studdar ætti að krefjast svimandi hárra skaðabóta.
Svo er aftur hitt að það er langt frá því að ég gæti ekki sett eitt og annað út á íslenska banka en ekkert af því er að þeir taki ekki sitt og vel það.
Biður Kaupþing afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 13. febrúar 2008 (breytt kl. 13:45) | Facebook
Athugasemdir
Athyglisverð viðvörun sem í þessari samlíkingu felst
Gunnar Þór (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.