Halldór Sævar Guðbergsson formaður Blindrafélagsins var kjörinn nýr formaður Öryrkjabandalagsins undir kvöldmat í dag. Hann var einn í kjöri. Halldór er magnaður fulltrúi öryrkja. Hann er blindur og íþróttakennari að mennt. Sl. sumar réri hann t.d. með öðrum blindum manni og tveimur sjáandi norður eftir austurströnd Grænlands á kajökum. Hann tók sig vel út sem formaður og er sérlega glæsilegur fulltrúi öryrkja. Hann er hrópandi dæmi um mann með fötlun en ekki fatlaðan mann þ.e. að hver og einn er fyrst og fremst mikilsverður maður og fötlun breytir því ekki.
Halldór hefur undanfarið búið á Akureyri (en flytur suður) ég geri mér því vonir um að hann hafi skilning á hugmyndum mínum um miklu öflugri notkun á vefnum og heimasíðu bandalagsins til að varpa sem víðast fjölbreyttu fræðsluefni með hljóði, mynd, grafík og texta sbr t.d. FAAS á www.alzheimer.is nema Öryrkjabandalagið hefur afl til að gera það miklu betur. Einnig að bandalagið geri samhliða því átak í fræðslumálum sínum um allt landið með ráðstefnum og umræðu- og fræðslufundum sem svo aftur yrðu grunnur að virku og lifandi fræðsluefni á netinu með vídeó-upptökum aðgengilegum hverjum sem er, hvenær sem er og hvar sem er. Með áframhaldandi slíku fræðslustarfi bætist svo sífellt í sarpinn þar sem ÖBÍ ætti að hafa burði til að halda úti nægilega öflugum netþjóni fyrir slíkan þekkingarsjóð. Þá ætti bandalagið að sækjast eftir slíku fræðsluefni frá aðildarfélögum sínum þ.e. upptökum og hverskyns vídeóefni sem félögin hafa gert í fræðslu og upplýsingaskyni.
Þekking og fræðsla er forsenda gagnlegra skoðanaskipta sem aftur er forsenda réttra ákvarðanna og virkrar og árangursríkrar hagsmunagæslu í þágu öryrkja.
Halldór Sævar Guðbergsson kjörinn formaður ÖBÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 15. febrúar 2008 (breytt kl. 00:19) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.