Opinberir aðilar þ.e. ríki og sveitarfélög ætla ófaglærðum konum ótrúlega lág laun. Ófaglærðar konur og fólk sem starfar t.d. við heimaþjónustu sveitarfélaganna, á leikskólum, hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum er með lítið yfir 100 þúsund krónur í heildar laun fyrir skatta. Það er þó þetta fólk ekki síður en faglærðu stéttirnar sem halda uppi þjónustunni og starfsemi stofnanna.
Það er heldur ekki auðvelt fyrir sjálfstæðar stofnanir á þessu sviði t.d. Hrafnistu þar sem starfsemin er borin uppi af þessu starfsfólki að hækka laun þeirra þar sem daggjöld hins opinbera þ.e. greiðslur til hjúkrunarheimilanna reikna með þessum lágu launum.
Sérstaklega sú ríkisstjórn sem nú situr ætti að leggja mikla áherslu á að bæta kjör þessa starfsfólks sem svo dyggilega þjónar okkar minnstu bræðrum og systrum. Ekki að eins er það réttlætismál gagnvart verst launuðu kvennastéttunum sem oftast gleymast þegar talað er kvennastéttir heldur er það réttlætismál fyrir alla sem þurfa slíka þjónustu, - til að halda henni opinni og gangandi, og til að skapa lágmarks stöðugleika um hana.
Á föstudaginn var sagt frá því í einu dagblaðanna að einn einstaklingur sem þarfnaðist heimaþjónustu fékk til að þjónustu sig 70 starfsmenn á aðeins 50 dögum og öllum þeim þurfti hann að leiðbeina og kenna á sínar þarfir.
- Líklega má þakka fyrir að fá einhvern eins og laun Þessa fólks hafa verið en eigum við að sætta okkur við það?
Gengið frá síðustu sérkröfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 16. febrúar 2008 (breytt kl. 14:34) | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir Ólafur :)
En jú ætli það sé ekki einmitt vandinn - í það minnst er látið sem hann sé jafn óleysanlegur og ef það þyrfti að bæta hálfum metra við hæð þeirra.
Helgi Jóhann Hauksson, 16.2.2008 kl. 15:29
Það rifjast upp fyrir mér við að lesa þetta að meðan ég var í sjúkraliðanámi fauk einu sinni í mig þegar kall einnar konunnar sem var með mér í náminu stakk inn nefinu þar sem við sátum að spjalli í eldhúsinu þeirra til þess að láta okkur vita að fyrir þau laun sem við fengjum sem stæði, og kæmum áfram til með að fá að námi loknu, myndi hann ekki stinga litlutá út fyrir sæng!
Þvílíkt! Reyndar held ég ekki að þessi karlmaður hafi verið neinn hátekjumaður, þar sem hann var einhvers konar húsvörður í Skagfirðingabúð þegar þetta var...
Þetta er hárrétt athugað hjá Ólafi, þessar stéttir eru alltof hógværar, enda þjónustulund því fólki sem vinnur þessi störf eiginlegri en að gera kröfu. Það er grátlegt að gengið sé á það lag í þjóðfélaginu, í stað þess að gera vel við fólk sem er tilbúið (ég ætla ekki að segja lætur sér lynda) að vinna þessi störf, í lanflestum tilvikum af mikilli alúð og umhyggju.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 20:25
Þó það hafi nú víst ekki verið alveg það sem Ólafur átti við, - fattaði ekki brandarann fyrr en ég endurlas fyrirsögnina þína rétt í þessu!
...en eins og ég sagði áðan, þá mál alveg til sanns vegar færa að konur mega í ríkari mæli rétta betur úr sér og sýna raunverulega hæð sína, í kjaramálum sem öðrum!
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 22:26
Takk fyrir skrif og svor
Helgi Jóhann Hauksson, 22.2.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.