Björn velur enn að Ísland lúti öðrum án áhrifa og aðildar

HPIM0732Það er merkilegt með þessa menn sem hæst bera við rökum úr smiðju innilokunar- og þjóðernishyggjumanna að velja svo alltaf leið örþjóðanna og algers áhrifaleysis. Og nú vill Björn frekar taka upp Evru einhliða án áhrifa eða aðildar að myntbandalaginu. Að evra sé bara útlend mynt notuð hér í stað þess að hún sé okkar mynt sem aðilar að myntbandalaginu sem notar hana. Þeir vilja að við séum áfram áhrifalausir aukaaðilar að ESB í gegnum EES án þess að koma að því borði þar sem ákvarðanir eru mótaðar áður en þær eru teknar - og svo nú þetta að vilja við tökum upp annan gjaldmiðil án þess að gerast aðilar að myntbandalaginu sem stýrir honum.

- Aftur að taka bara upp það sem ESB ákveður án aðildar eða nokkurra möguleika um áhrif.

- Slíkt er ekki leið alvöru ríkja heldur leið örþjóðanna Mónakó, Andorra, Monte-Carlo Lichtenstein, San Marino,  ...

Þannig flokka ráðamenn Sjálfstæðisflokksins Ísland ekki meðal fullburða alvöru þjóða heldur sem eina af örþjóðunum, óburðuga  og vanmegnuga um að setjast til borðs með alvöru ríkjum Evrópu.

Með fullri aðild að ESB og myntbandalaginu með öðrum fullvalda þjóðum Evrópu aukum við áhrif okkar og vald yfir okkar málum og þeim málum sem okkur varða í heiminum, en missum ekki vald - ekki einu sinni í reynd yfir fiskimiðum okkar heldur fengjum við aðgang að nýjum svæðum kvótum sem ESB kaupir í dag t.d. af Grænlendingum.

Leiðin sem forráðamenn Sjálfstæðisflokks vilja fara með Davíð Oddsson í broddi fylkingar hefur sýnt sig vera hið fullkomna fyrirhyggjuleysi og leið algers áhrifaleysis - svo láta þeir sem þeir séu að verja fullveldi okkar, fátt er þó fjær sanni en það því nú erum við í raun á valdi annarra erum eins og leiksoppur í höndum risabraskara og vogunarsjóða heimsins og þurfum að lúta ákvörðunum ESB án áhrifa eða þess bakstuðnings sem aðild veitir.


mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það góða við þessa yfirlýsingu Björns er að hún er viðurkenning  á því að íslenska krónan er ónýtur gjaldmiðill. En svo er það sér kapítuli af hverju Björn vill ríghalda svo "fullveldið" að fórna megi bæði völdum og áhrifum fyrir það... er þetta ekki hundalógík.

Atli Hermannsson., 13.7.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Við urðum „fullvalda“ þjóð þann 1. desembar árið 1918 þess minnumst við ár hvert á fullveldisdaginn 1. des. Þó réðum Danir áfram utanríkismálum okkar og Danakonungur var áfram þjóðhöfðingi okkar og þurfti að staðfesta lög svo þau tækju gildi.

Túlkun ESB-andstæðinga á orðinu „fullveldi“ er ekki bara óljós heldur einfaldlega áróðursmerki án innihalds.

Með ESB aðild aukum við völd okkar og áhrif á þau mál sem okkur snertir bæði innanlands og utan.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.7.2008 kl. 20:26

3 identicon

Hvernig aukum við völd okkaryfir eigin málum með því að undirgangast tolla-, landbúnaðar-, og sjávarútvegsstefnu ESB?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 22:14

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Tollar myndu í heild sárlítið breytst með fullri aðild að ESB í stað EES.
GATT stjórnar í raun framtíðinni um viðskipti og tolla með landbúnaðarvörur hvort sem við verðum utan eða innan ESB. Og um það efni telja margir að ESB geti þjónað íslenskum landbúnaði betur en einvera á hjara veraldar. Bæði við samningaborðið gagnvart GATT og með eigin reglum ESB, jafnvel fulltrúar ísl. landbúnaðar eru margir þeirrar skoðunar. Í það minnsta er það GATT og WTO sem setur viðskiptum og innflutningi landbúnaðarvara reglur framtíðar en ekki ESB -og við erum skuldbundin GATT og WRO þó enginn hafi talað um fullveldisafsal í þeim efnum.

Um sjávarútveginn væri bæði fiskvinnslu og útgerð betur borgið með aðild en utan ESB. Að einhverjir aðrir komist hér að til fiskveiða eru bara ljótar Grílusögur til að hræða börn.  Eigin reglur ESB ættu að leiða til þess að opna okkur aðgang að fiskimiðum þar sem ESB kaupir kvóta utan bandalagsins - og einnig að veita okkur einhvern aðgang að fiskimiðum ESB fremur og í meira mæli en að þeir fengju aðgang hér.

- Grundvallar hagsmunir aðildarríkja er ekkert sem ESB gengur gegn, ESB gæti hinsvegar gengið gegn grundvallarhagsmunum okkar í dag verandi utan ESB.

Í raun eru meiri líkur á að Sameinuðu þjóðirnar feli öðru ríki full yfirráð yfir íslandi þar sem þær hafa þó gert viðlík áður annarstaðar í heiminum en að ESB gangi gegn grundvallarhagsmunum aðildarríkis síns, því slíkt hefur ESB aldrei gert. Þvert á móti er það talið grundvallarregla um að halda bandalaginu saman að það gangi aldrei gegn grundvallarhagsmunum neins aðildarríkis, -og sjávarútvegur eru okkar grundvallarhagsmunir.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.7.2008 kl. 22:48

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Við og við eru teknar ákvarðanir í ESB sem hitt okkur mjög illa. Ákvörðunartökuferlar eru þar þó alltaf langir til a tryggja bestu niðurstöðu og að allir innan bandalgsins komi að sínum sjónarmiðum og ekki sé gengið gegn grundvallarhagsmunum aðildaríkis. - Innan ESB getum við komið okkar sjónarmiðum að í ákvörðunatökuferlinu áður en niðurstað formast skýrt, erum örugg um að frétta af málum og geta upplýst um okkar sjónarmið á réttum stöðum, utan ESB í EES hefur þegar sýnt sig að ef okkar menn frétta af slíkum málum er það á göngum eftir að tillögur formast og þeim er dreift til samþykkis, og verða þá að reyna hafa áhrif með því að sitja fyrir fulltrúm ESB á göngum. Um þetta eru þegar fræg dæmi.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.7.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það má deila um það hvort forræði í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum sé betur borgið í höndum íslenskra yfirvalda eða brusselskra.

Eitt er alveg víst:

Fólkið í landinu ræður nákvæmlega engu um stefnuna í hvorugum málaflokknum.

Búið er að afhenda allan fiskinn í sjónum nokkrum ríkisbubbum, sem fara með hann eins og þeir vilja og liggja margir hverjir í sólinni á Flórída, meðan leiguliðar þeirra berjast við að gera út, drukknandi í okurvöxtum af lánum vegna kvótakaupa.

Landbúnaður er bundinn í höft ofurtolla og styrkjakerfis sem kostar skattgreiðendur tugi milljarða á ári hverju. Fyrir utan að bitvargurinn sauðkindin er að éta landið undan fótunum á okkur, svo ekkert vex þar.

Theódór Norðkvist, 14.7.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband