Myndir: Ungarnir fengu aðeins marflær og hrognkelsaseiði

Þriðja árið í röð hrynur kríuvarpið á Álftanesi.

Hér má sjá röð af myndum úr kríuvarpinu á Álftanesi sem svo stóð autt og yfirgefið skömmu seinna. Myndirnar sýna kríupar reynir að næra ungana sína á annarri fæðu en sílum. Fyrst með pínulítilli marfló og svo með hnöttóttu hrognkelsaseiði sem fullvaxnar kríur geta vart gleypt en ekki litlir ungar. Ungarnir geta hinsvegar tekið við og gleypt síli sem jafnvel eru lengri en unginn (sjá mynd frá 2005) - en hrognkelsaseiðið er einfaldlega of svert fyrir ungann. Þegar svo kríu-„mamman“ gleypir hrognkelsaseiðið sést hve vel að unginn gæti það vart.

Þessar myndir eru teknar á Álftanesi um viku áður en kríubyggðin þar stóð auð og yfirgefin og öll egg og ungar voru horfin - nóg af svartbak til að gera sér þau að góðu þegar krían gafst upp. Án sílanna gat krían ekki nært ungana. Öllu jafna sporðrenna þeir mörgum heilum sílum á dag og vaxa mjög hratt. Þeir halda til í varpinu og eru háðir foreldrunum um alla fæðu þar til þeir ná flugi.

Smellið á myndirnar og svo aftur og aftur til að stækka þær.  

Mynd 2008 06 23 17 31 52

Mynd 2008 06 24 12 15 31

Mynd 2008 06 24 12 15 56

Mynd 2008 06 24 12 19#E6298

Mynd 2008 06 24 12 22 18

Mynd 2008 06 24 12 22 19

Mynd 2008 06 24 12 22 20

Mynd 2008 06 24 12 22 21

Mynd 2008 06 24 12 18#E625Eungarnir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Foreldrarnir höfðu ekki nóg að borða fyrir sig eða ungana þegar sílið var horfið eina ferðina enn. 

8. júlí 2008 - Kríuvarpið á Álaftanesi

Kríubyggðin á Álftanesi auð og yfirgefin 8. júlí 2008 - engir ungar komust upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband