Má hælisleitandi ekki eiga peninga? - Og ekki vinna fyrir þeim?

 Mynd 2008 09 12 14 22 28+Fréttaflutningur fjölmiðla og sjálf aðför lögreglu að hælisleitendum og heimilum þeirra er í hæsta máta gagnrýniverð.
Það er spurning hvort ekki verði að tryggja öllum og ekki síst hælisleitendum að til staðar sé talsmaður þeirra m.a. gagnvart fjölmiðlum við aðfarir og fullnustu ákvarðanna yfirvalda. Lögreglan ákveður og framkvæmir og skammtar sjálf upplýsingar til almennings í gegnum fjölmiðla m.a. til að réttlæta ákvarðanir sínar, og í þessu tilviki taka fjölmiðlar allir sem einn við upplýsingunum hráum og mata almenning en spyrja einskis. Mynd 2008 09 12 14 04 36
- Af hverju stimplar lögrelga, jafn ólíkan hóp og hælisleitendur eru, alla sem einn og kyndir þannig undir fordómum og brýtur mannnréttindi?
- Af hverju er það saknæmt að hælisleitendur eigi einhverja peninga?
- Á hvaða forsendum var allt lausafé fólksins gert upptækt?
- Af hverju var ekki bara leitað hjá grunuðum einstaklingum? Mynd 2008 09 12 14 38 33+
- Má eiga von á því framvegis að þegar  einn maður við götuna er grunaður um eitthvað ólöglegt að þá sé ráðist inná heimili allra sem búa við sömu götu?
- Hvernig eru peningar fyrir „svarta vinnu“ merktir þannig að lögreglan þekki þá þegar hún sér þá? Mynd 2008 09 12 14 32 35+ 
- Hvernig veit lögreglan að handhafar tiltekinna peninga hafi unnið fyrir þeim með „svartri“ vinnu?
- Hversvegna kvarta stjórnvöld yfir kostnaði af hælisleitendum en leyfir þeim ekki að vinna fyrir sér á meðan aðrir útlendingar eru fluttir til landsins til að vinna? Mynd 2008 09 12 14 39 30+
- Albönsk fjölskylda er sögð hafa framið versta glæpinn með því að halda leyndum pappírum sem gerðu hana löglega á Shengnesvæðinu og þar með á Íslandi í gegnum Grikkland, en er víst að fjölskyldan þekki Shengenreglurnar? og viti að hún varð lögleg á Íslandi með því að fá stimpil á Grikklandi?  - Hversvegna ætti fjölskylda sem er hér í raun löglega að þykjast vera án slíks leyfis - nema vegna ókunnugleika? Mynd 2008 09 12 14 42 15+
- Hvað fá hælisleitendur mikinn pening í sínar hendur á meðan þeim er neitað um atvinnuleyfi og tækifæri til að sjá um sig sjálfa? Er það eftirsóknarverð fjárhæð?
- Er kostnaður okkar ekki kostnaður af því að neita fólkinu um að fá landvist og neita því um að vinna fyrir sér á meðan yfirvöld leita leiða til að reka það úr landi?
- Myndi ekki sparast mest með því að leyfa fólkinu að sjá um sig sjálft og vinna fyrir sér?
- Eiga ekki allir menn rétt á mannréttindum? - hvað kennum við um „vestræn“ gildi - mannréttindi, lýðræði og réttlæti með framkomu okkar og aðförum?
- Virðum við mannréttindi og manngildi? Umgöngust við fólk eins og manneskjur?
- Er það einhvern tíman réttlætanlegt að refsa öllum bekknum fyrir sök eins?
- Getum við farið okkar fram gagnvart útlendingum og svipt þá mannréttindum sem við gerum sjálf skilyrðislausa kröfu um? 

 Mynd 2008 09 12 14 24 43- Gerum við okkur grein fyrir afleiðingum svona aðfara. Það heyrðist talað um það að í morgun hefði verið veist að konum og börnum úr þeirra hópi í sundi og meðan ég staldraði við hjá þeim en eftir að sjónvarpsvélar voru farnar hrópaði fólk úr bílum sem keyrðu framhjá „Immigrants go too hell“ - og einn á stórum vörubíl flautaði hátt og þungt og rétti fingurinn útum gluggann í átt að fólkinu. - Það var eðlilega reitt og sárt, og einhverjum varð að orði að það má berja hvaða rakka svo að hann glefsi að lokum til baka.

Lögreglan og fjölmiðlar hafa nú enn aukið á fordóma í garð útlendinga með því að stimpla alla hælisleitendur einhverkonar glæpamenn og þannig bætt í þjáningar saklausra sem þarfnast hælis. Mynd 2008 09 12 15 18 42+

 

Þessir sátu áfram og biðu svara.


mbl.is Hælisleitendur mótmæla aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst þessi aðgerð í lagi, er þetta fólk allavega sumt af því að villa á sér heimildir?  Fela persónuskilríki, viljum við fá óþekkta einstaklinga sem eiga kannski slæma fortíð sem glæpamenn eða morðingjar að flýja réttlætið í heimalandinu.  Ég vil fá að vita um svoleiðis mál.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.9.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jóna, ef nágranni þinn villir á sér heimildir má þá gera þér hvað sem er?

Helgi Jóhann Hauksson, 13.9.2008 kl. 01:11

3 identicon

Sæll.

Eins og ég heyrði fréttirnar. Þá finnst mér ekkert að því að hælisleitandi eigi peninga. En stóra málið er það að vera með fullgilt vegabréf og segjast vera vegalaus er stórt mál í mínum augum.

Albanska fjölskyldan til dæmis með réttindi í Grikklandi er búin að kosta ríkið margar milljónir. Ég er viss um að Öryrkjar og margir aðrir í þessu þjóðfélagi hefðu getað þegið þessa SKATTPENINGA.

Ég tjái mig aðeins eftir þeim fréttum sem ég heyrði,hvort þær eru réttar eða ekki er svo annað mál.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 01:25

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Á neðri hæðinni hjá mér eru 12 Litháar skráðir með lögheimili.  Ég vil vita ef þekktir glæpamenn eru þar á meðal.  En ég á engann rétt.  Þeir eru að leggja undir sig mitt einka bílastæði, og innkeyrslu fyrir framan bílskúrinn minn.  Ég þarf að standa í stappi á hverjum degi.  En ég er bara íslendingur með engan rétt.   Ég vil vita meira.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.9.2008 kl. 01:36

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Flestir hættulegir glæpamenn sem ganga lausir eru „óþekktir“, hvort sem þeir eru íslenksir eða útlenskir.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.9.2008 kl. 01:40

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

En hvers vegna ætti fólk að leyna löglegum inngangi að Shengensvæðinu og þar með að vera löglega á Íslandi nema vegna ókunnugleika? - Að það vissi ekki að stipill á Grikklandi gilti á Íslandi? - Þetta er eitt af því sem fjölmiðlum láist að spyrja um í þessu máli? - Það er líka undarlegur afrakstur þessarar „glæpaleitar“ að finna út merkilegast að fjölskylda „leyni því“ að hún sé hér í raun fullkomlega lögleg og frjáls ferða sinna. - Vel að merkja þá fær þetta fólk frá okkur ekki nema 2500 krónur á viku. - Keflavíkurrútan fram og til baka í eitt skipti klárar það.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.9.2008 kl. 01:42

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo það nýjasta nýtt, þeir eru farnir að draga ógangfæra bíla hingað og stunda viðgerðarvinnu í innkeyrslunni sinni, eru búnir að búa til pall úr spýtum sem þeir keyra bílana uppá til viðgerðar.  Núna eru allavega 6 bílar á þeirra vegum sem teppa bílastæði í götu þar sem bílastæði voru of fá fyrir.  Allir nágrannar mínir eru brjálaðir, þetta er orðið lögreglumál. þeir eru að stunda atvinnurekstur í íbúðarhverfi.  Náttúrulega án allra leyfa, og ætli þeir borgi skatta af þessum heimilisiðnaði?  Mér er spurn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.9.2008 kl. 01:48

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þú átt rétt og við eigum rétt og útlendingar eiga rétt - við erum öll manneskjur og okkur ber mannréttindi.

Þú ert að tala um löglega búsetta nágranna þína. Hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlendinga þá leitar þú til réttra yfirvalda ef þeir brjóta á þér rétt. - Það er hinsvegar spurning hvert hælisleitendur geta leitað ef lögregla og yfirvöld brjóta á þeim rétt.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.9.2008 kl. 01:55

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Núna er ég hætt að væla um nágrannana, en samt stendur eftir að margir af þessum hælisleitendum reyna að villa á sér heimildir, skítt með svörtu vinnuna.   Þarf ekki að vita deili á fólki til þess að geta greitt úr málum þeirra.  Einhver sem lýgur um þjóðerni og eða nafn, er ekki betra að vita hver maðurinn eða konan er.  Áður en þessu fólki er veitt hæli, eða vísað burt úr landinu.  Ég segi bara góða nótt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.9.2008 kl. 02:05

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég verð að segja Helgi, að mér finnast allar spurningar þínar í pistlinum fullkomlega réttmætar og eðlilegar, við eigum að spyrja þessara spurninga og ganga eftir svörum. Ekki bara það, ég er á þeirri skoðun að svona vinnubrögð undir kastljósi fjölmiðla sé algerlega óásættanleg.

Þáttur fjölmiðla, sem í þessu máli virka eins og deild hjá lögreglunni, er ekki til mikillar fyrirmyndar og þar hefur algerlega klikkað að kafa í hlutina og leita svara án þess að vera mataðir af lögreglunni.

Ég ætla svo að leyfa mér að ætlast til þess að þessi forstjóri útlendingastofnunar, hvern ég heyrði mæra þessar aðgerðir allar fyrir hvað þær hafi farið hljóðlega og fagmannlega fram, verði sem allra fyrst látinn finna sér eitthvað að gera sem betur hentar siðfræðihugmyndum hans. Maðurinn er gersamlega útá túni í hverju einasta máli sem þarna kemur upp. Ekki bara bullar hann útí eitt, heldur hefur hann orðið uppvís að hreinum ósannindum um aðalatriði, eins og varðandi mál Cumara hér í þorlákshöfn. Það eitt er ólíðandi, eftirleiðis veit t.d. ég aldrei hvenær hann lýgur og hvenær hann segir satt?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.9.2008 kl. 07:45

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vel saman settur pistill.

Erfitt að átta sig á hvað er eiginlega í gangi.

Svo þegar lögregla og fleiri opinberir aðilar koma fram og tala með þeim hætti sem raunin var í umræddu máli... meina, bara olía á fordómaeld.  Ekki aðeins hælisleitenda, heldur útlendinga almennt.

Eg er alveg hættur að botna í sumum íslendingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.9.2008 kl. 09:38

12 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég get nú ekki annað en verið nokkuð hissa á þessum pistli þínum. Mér finnst eins og þú skiljir ekki alveg hugtakið "mannréttindi" og sleppir alveg hugtaki siðfræðinnar um heimamann eða gest.

Það er of langt mál að fjalla um öll þín spursmál, en þó vil ég sérstaklega víkja að lýsingum þínum á framkomu Íslendinga gagnvart því fólki sem þú ræðir um, bæði á sundstað og eins nefndan vörubílstjóra. Framkoma þessa fólks hefur ekkert með flóttafólk eða aðra innflytjendur að gera. Þau eru einungis að lýsa eigin innra ástandi, siðferði og kurteisi; og því fyrst og fremst slæm auglýsing fyrir þjóð okkar.

Af skrifum þínum má merkja að þér finnist stjórnvöld hér bera sömu skyldur gagnvart útlendingum sem hingað vilja flytjast, eins og þau bera gagnvart þeim sem í landinu búa. Þetta er mikill misskilningur, því þeir sem hingað koma, án dvalarheimilda, eru ÓBOÐNIR GESTIR. Ég býst ekki við að þú teljir þig bera sömu skyldur gagnvart þeim sem koma á heimili þitt, eða setjast að á lóð heimilis þíns, eins og þú berð gagnvart meðlimum fjölskyldu þinnar. Þú vilt áreiðanlega að aðkomufólkið sýni kurteisi, valdi ekki spjöllum á eignum fjölskyldunnar, og víki sjálfviljugt af vetvangi þegar fjölskyldan getur ekki haft gestina lengur. Vilji þeir ekki fara. Kallar þú til lögreglu til að fjarlægja þá af heimilinu.

Mér sýnist þessi pistill þinn hugsaður út frá lítt grunduðum forsendum, og af þeim litlu fréttum sem ég hef haft af þessum aðgerðum, þá er heift út í lögreglunar líklega byggð á of lítilli hlustun á það sem raunverulega gerðist og sagt var frá. 

Guðbjörn Jónsson, 13.9.2008 kl. 10:44

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Guðbjörn, öllum ríkjum sem eiga aðild að sameinuðu þjóðunum eru lagðar ríkar skyldur á herðar vegna hælisleitenda og vegna mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna, meðal annars um að mismuna ekki fólki.

Þar er í raun gert ráð fyrir að hvaða Jarðarbúi sem er, -við öll gætum einn daginn orðið hælisleitandi þ.e. að þurfa að nauðug að flýja eigin heimkynni vegna stríðs eða náttúrhamfara eða annarra óáran og eiga hvergi höfði okkar að að halla og þurft að leita á náðir annarra þjóða og ríkja um skjól („hæli“).

Líklegasta ástæðan fyrir því að það gæti hent okkur Íslendingar eru stórkostlegar náttúrhamafarir, það eitt er víst að nóg vitum við um landið okkar til að vita það að það gæti gerst. Sum bláfátæk ríki hafa veitt hundruðum þúsunda og jafnvel milljónum manna skjól og hæli undir þessum skyldum allra ríkja við alla íbúa jarðar.

Það er ekki merkilegt eða mikið þó við virðum okkar skyldur í þeim efnum, og hefur ekkert með óboðna gesti að gera.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.9.2008 kl. 11:07

14 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Eitt það merkilegast sem ég er að uppgötva við skrifin hér og svör við þeim sem og umfjöllun um þetta mál almennt er að fólk virðist ekki vit hvað orðið „hælisleitandi“ merkir. Augljóslega enn eitt sem fjölmiðlar hafa brugðist um að upplýsa fólk um.

Hælisleitendur eru meðal tuga milljóna manna um allan heim sem hafa vegna stríðsástands, náttúrhamfara, ofsókna og annarra óáran neyðst til að leggja allt sitt að baki og leita á náðir annarra þjóða og ríkja. - Við höfum ekki þurft að taka á okkar herðar stórna hluta þess sameiginlega vanda mannkyns hér einangruð á Ballarhafi en hann er svo sannanlega raunverulegur.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.9.2008 kl. 11:21

15 identicon

Takk fyrir frábæra færslu.

Haukur Már Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 14:35

16 Smámynd: Paul Nikolov

Takk fyrir þetta, Helgi minn.

Ég skal segja ykkur sögu frá mín eigin líf. 

Ég bjó einu sinni í Hafnarfirði, í húsnæði sem var fullt af útlendingum - það var fólk frá Kína, Peru, Póllandi, og ég, frá Bandaríkjunum. Það kom einn dag lögreglan, sem bankaði á hurðinni, og baðu okkar að sýna þeim vegabréf og skilríki. Aðgerðin fór fram kurteislega og án nokkra vandamál, ef ég man rétt. Mín reynslu varðandi lögreglan hefur alltaf verið jákvæð.

En að ráðast inn með hundum í miðjum nóttina, að reyna að hræða fólki, og taka peninga og skilríki frá fólki?  Var allt þetta nauðsynlegt?

Paul Nikolov, 13.9.2008 kl. 15:10

17 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Þótt lönd séu í sameinaða gríninu (þjóðunum) þá komast þau upp með að taka fáa flóttamenn eins og Japan

Alexander Kristófer Gústafsson, 13.9.2008 kl. 15:30

18 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Góður og þarfur pistill hjá þér Helgi.

Jóna Kolbrún, þessi athafnasömu menn munu plumma sig ágætlega sem innflytjendur.  Mér heyrist þeir hafa sjálfsbjargarviðleitni. Það er fólk sem ógnar öryggi okkar,  rænir og ruplar, selur dópi og treður sjálfan sig út af dópi og áfengi sem við eigum að hafa áhyggjur af.  Ekki fólki sem kemur sér upp smáiðnaði í innkeyrslunni hjá sér.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.9.2008 kl. 18:14

19 identicon

tjah ég væri alveg til í að ríkið borgaði heimili undir mig og rétti mér 2000 krónur á dag eða hvað það er og svo gæti ég unnið mína vinnu án þess að borga skatta...  Helgi...  hugsa fyrst..

steinar (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 19:33

20 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir þessi orð þín Jóhann Haukur.

Ég sá færsluna þínar vonum seinna, var rétt í þessu að setja inn mína eigin færslu um málið, eftir kvöldfréttatímann. Hún er efnislega samhljóða þinni, bara ekki eins ítarleg.

Kær kveðja.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.9.2008 kl. 20:03

21 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Paul Nikolov, takk fyrir þessa sögu um  lögregluna í Hafnarfirði. Það er gott að það fór kurteislega fram. Ég held að við áttum okkur alveg á því að lögreglan þarf stundum að rannsaka mál varðandi búsetu og lögmæti til dvalar en hvernig þetta var gert og hvernig lögreglustjóri og forstjóri útlendingastofnunar tjá sig er eins og þetta hafi verið gert til að hræða fólk og ógna því. 

Ég hef skrifað tvö blogg um þetta:

Útlendingahatur blossar upp

 Siðlaus ummæli lögreglustjóra um hælisleitendur í Reykjanesbæ

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.9.2008 kl. 20:59

22 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hárrétt Helgi, þetta eru Gestapó aðferðir sem eiga ekki að sjást til okkar hér á landi.

Vissulega þurfum við að vita hverjir eru að koma hingað, en til þess þarf ekki hund, ekki vopnaða lögreglu, ekki næturheimsóknir og það þarf ekki að terrorísera fólk....það þarf ekki að ganga útfrá því að allir útlendingar séu með illan ásetning.

Haraldur Davíðsson, 13.9.2008 kl. 22:49

23 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Sæll Helgi, ég verð að vera sammála þér að fjölmiðlarnir er skelfilega slappir! Og þeir eiga mikla sök á því hvernig staðan er á Íslandi í dag! Þeir eru ekki að sinna vinnunni sinni nóg vel.

En ég ætla að reyna að svara þessum spurningum sem þú settir fram í blogginu þínu.

"- Af hverju stimplar lögrelga, jafn ólíkan hóp og hælisleitendur eru, alla sem einn og kyndir þannig undir fordómum og brýtur mannnréttindi?"

Það eru svartir sauðir alls staðar, líka meðal hælisleitenda, þeir koma slæmu orði á alla aðra í sömu stöðu.

"- Á hvaða forsendum var allt lausafé fólksins gert upptækt?"

Ég veit það ekki, en ég býst við að fólkið hafi ekki getað (eða ekki viljað) sagt frá því hvernig það eignaðist þennan pening. Ef fólkið getur gefið skýringu á peningunum, og skýringin felur ekki í sér lögbrot, þá fær fólkið peninginn aftur!

" Af hverju er það saknæmt að hælisleitendur eigi einhverja peninga?"

Það er ekki saknæmt að eiga peninga og hefur aldrei verið, en ef þú ert með mikið reiðufé og getur ekki gert grein fyrir því hvernig þú eignaðist það. Þá er sjálfkrafa grunur um hið versta. - Þetta á jafnt við um hælisleitendur og alla aðra.

"- Af hverju var ekki bara leitað hjá grunuðum einstaklingum?"

Kannski voru allir grunaðir? En sumir hreinsaðir af grun, sem er bara mjög gott mál. Þá eru þeir ekki að skemma fyrir öðrum saklausum einstaklingum á meðan.

"- Má eiga von á því framvegis að þegar einn maður við götuna er grunaður um eitthvað ólöglegt að þá sé ráðist inná heimili allra sem búa við sömu götu?"

Ég vona svo sannarlega ekki!

"- Hvernig eru peningar fyrir „svarta vinnu“ merktir þannig að lögreglan þekki þá þegar hún sér þá? - Hvernig veit lögreglan að handhafar tiltekinna peninga hafi unnið fyrir þeim með „svartri“ vinnu?"

Ef þú ert með 200 þúsund kall í reiðufé heima hjá þér og þú getur ekki gert grein fyrir því hvernig þú fékkst þá, þá er gert ráð fyrir því að þeir séu tilkomnir vegna ólöglegs athæfis. Það sama á við um 4 manna fjölskyldu sem er með milljón í reiðufé...

"- Hversvegna kvarta stjórnvöld yfir kostnaði af hælisleitendum en leyfir þeim ekki að vinna fyrir sér á meðan aðrir útlendingar eru fluttir til landsins til að vinna? "

Ætli þetta sé ekki til að koma í veg fyrir að fólk sé að koma hingað á fölskum forsendum. komi frá láglaunalöndum og sæki um hæli til að fá atvinnuleyfi, sem annar fengist ekki hér. Ég held nú reyndar að þetta séu alþjóðlegar reglugerðir að verki þarna.

"- Albönsk fjölskylda er sögð hafa framið versta glæpinn með því að halda leyndum pappírum sem gerðu hana löglega á Shengnesvæðinu og þar með á Íslandi í gegnum Grikkland, en er víst að fjölskyldan þekki Shengenreglurnar? og viti að hún varð lögleg á Íslandi með því að fá stimpil á Grikklandi? - Hversvegna ætti fjölskylda sem er hér í raun löglega að þykjast vera án slíks leyfis - nema vegna ókunnugleika?"

Hvernig stendur á því að þessi Albanska fjölskylda framvísaði ekki vegabréfum sínum þegar þau sóttu um hæli hér á landi? Gæti svarið verið á þá leið að þeim yrði sagt að þau þyrftu ekki hæli, þeim væri frjálst að koma og fara eins og þeim sýndist... Ég held það, en þá hefðu þau ekki fengið FRÍTT fæði og húsnæði!

"- Hvað fá hælisleitendur mikinn pening í sínar hendur á meðan þeim er neitað um atvinnuleyfi og tækifæri til að sjá um sig sjálfa? Er það eftirsóknarverð fjárhæð?"

Hver hælisleitandi kostar íslenska ríkið/skattgreiðendur 7.000 krónur á dag! Margfaldaðu þetta með stærð fjölskyldunnar og fjölda mánaða þá kemur óhugnaleg tala í ljós. Hversu margar íslenskar fjölskyldur hafa MINNA en 7.000 krónur á dag til framfærslu? MARGAR fjölskyldur.

"- Er kostnaður okkar ekki kostnaður af því að neita fólkinu um að fá landvist og neita því um að vinna fyrir sér á meðan yfirvöld leita leiða til að reka það úr landi?"

Eflaust er þetta rétt, en lestu svarið við spurningunni um leyfi til að vinna hér að framan.

"- Myndi ekki sparast mest með því að leyfa fólkinu að sjá um sig sjálft og vinna fyrir sér?"

Jú, en lestu svarið við spurningunni um leyfi til að vinna hér að framan.

"- Eiga ekki allir menn rétt á mannréttindum? - hvað kennum við um „vestræn“ gildi - mannréttindi, lýðræði og réttlæti með framkomu okkar og aðförum?"

Vonandi kennum við að ef þú brýtur af þér, þá er þér refsað.

"- Virðum við mannréttindi og manngildi? Umgöngust við fólk eins og manneskjur?"

Það er stefna flestra sem ég þekki að gera það, Útlendingastofnunar líka eflaust, en við væntu þess sama af öðrum, sem og heiðarleika. Því miður eru ekki allir heiðarlegir, né heldur virða önnur réttindi.

"- Er það einhvern tíman réttlætanlegt að refsa öllum bekknum fyrir sök eins?"

Nei!

"- Getum við farið okkar fram gagnvart útlendingum og svipt þá mannréttindum sem við gerum sjálf skilyrðislausa kröfu um?"

Nei, það er heldur ekki gert. Þó hælisleitendur geti ekki unnið, þá í staðinn er þeim haldið uppi meðan umsókn þeirra er í vinnslu. Það er heldur ekki öruggt að ef hælisleitandi kemur til landsins og eigi að sjá um sig að hann muni geta það, það er ekkert öruggt um að hann fái vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldunni sinni. Hvað á þá að gera? Á þá ríkið að fremfleyta þeim? En ekki þeim sem fá vinnu...

"- Gerum við okkur grein fyrir afleiðingum svona aðfara. Það heyrðist talað um það að í morgun hefði verið veist að konum og börnum úr þeirra hópi í sundi og meðan ég staldraði við hjá þeim en eftir að sjónvarpsvélar voru farnar hrópaði fólk úr bílum sem keyrðu framhjá „Immigrants go too hell“ - og einn á stórum vörubíl flautaði hátt og þungt og rétti fingurinn útum gluggann í átt að fólkinu. - Það var eðlilega reitt og sárt, og einhverjum varð að orði að það má berja hvaða rakka svo að hann glefsi að lokum til baka."

Þetta er ekki gott! Þetta segir meira um heimsku þeirra sem gerðu þetta en annað.

Hallgrímur Egilsson, 14.9.2008 kl. 08:46

24 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk fyrir þessa frábæru færslu... og myndskreytinguna...

Birgitta Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 09:05

25 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Ein spurning: Af hverju ætti hælisleitandi sem á nægan pening að vera á framfærslu skattgreiðenda/ríkisins?

Hallgrímur Egilsson, 14.9.2008 kl. 11:32

26 identicon

Kærar þakkir fyrir að setja þetta saman, Helgi. Vonandi verður þessi pistill til þess að einhver kveiki á gagnrýninni.

Hildur Lilliendahl (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:00

27 identicon

Eins og venjulega, þegar rætt er um mál útlendinga, þá er hópur fólks sem talar út um afturendan á sér.

Það gilda lög og reglur um meðferð flóttamanna, m.a. um framfæŕslu þeirra. Þeir hafa ekki atvinnuleyfi á meðan mál þeirra eru skoðuð og því óheimilt að vinna fyrir tekjum.Þegar þeir eru skráðir hér er peningaleg eign þeirra könnuð m.t.t. getu þeirra til framfærslu og hvort og þá hvað mikið þarf að koma þeim til aðstoðar meðan mál þeirra eru skoðuð. Það að peningar finnist í fórum þeirra bendir óhjákvæmilega til að unnin sé svört vinna og það er einfaldlega lögbrot.

Þetta er það nákvæmlega það sama sem gert er þegar Íslendingar sækja um framfærslu hjá Félagsþjónustunni, peningaleg staða er skoðuð og aðstoð er miðuð út frá henni. Sá sem á fé þarf ekki framfærslu. Sá (Íslendingur) sem leynir Félagsþjónustunni upplýsingum er lögbrjótur, á nákvæmlega sama hátt og þeir útlendingar sem vinna svarta vinnu.

Og þá að aðalmálinu. Svo virðist sem lögreglan og Útl hafi fundið nokkra sem sigla undir fölsku flaggi og misnota gróflega þann rétt sem fólk hefur sem er sannarlega flóttafólk. Ég lít á þetta fólk sem hreina ótínda og ómerkilega glæpahunda og svoleiðis fólki á að vísa strax úr landi með fótaförum á afturendanum. Þessi lýður skaðar stöðu raunverulegra flóttamanna gríðarlega mikið.

Að auki, þá virðist svo vera sem aðgerðirnar hafi komið í veg fyrir mansal í einu tilviki a.m.k.

Ég verð reiður þegar ég les eða heyri þessa bölvuðu þvælu um "fasisma"  "Gestapó" og annað viðlíka rugl. Venjan er sú að það fólk sem tjáir sig svona hefur ekki hugmynd um hvernig aðgerðirnar fóru fram. Þessi skítlega framkoma er einungis til að rýra álit á fólki sem er bara að vinna vinnuna sína, og reynir að gera það á sómasamlegan hátt. 

Reiður (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:55

28 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Kærar þakkir Helgi fyrir góðan og vandaðan pistil. Því miður fer útlendingahatur vaxandi hér á landi og það endurspeglast í sumum ummælum hér.

Svala Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 22:23

29 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar fá hælisleitendur sem bíða afgreiðlsu sinna mála allir sömu upphæð eða 10 þúsund krónur á mánuði og matarpakka frá Rauða krossinum 2svar í viku og verða að búa í Njarðvík. „Félagsþjónustan“ kemur þar hvergi nærri.

Helgi Jóhann Hauksson, 14.9.2008 kl. 23:37

30 identicon

Ertu lesblindur Helgi, eða fannstu ekkert skárra til að snúa út úr?

Hvar er sagt að flóttamenn séu á framfæri Félagsþjónustunnar? Hið rétta er, svo ég aðstoði þig aðeins, að þetta sé SAMBÆRILEGT við framfærslu Félagsþjónustunnar.

Hvað segja Íslendingar annars um landa sína, sem þiggja framfærslu hins opinbera og vinna svart? 

Flóttamennirnir fá ÖLLUM sínum þörfum fullnægt, mat, fé og húsaskjól, jafnvel þó það sé bara í Njarðvík. Ekki veit ég hvort þú ert svona mikið snobb, en það er töluverður slatti af Íslendingum sem lætur sér það vel líka að búa í Njarðvík.

Reiður (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 01:11

31 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Vinna hefur ekki sannast á neinn hælisleitanda, þess utan veit ég um verri glæpi en þann.

Spurningin er svo ekki um hvort gott er eða slæmt sé að búa í Njarðvíkum heldur að þegar þú færð 10 þúsund krónur á mánuði þá kostar sitt að rækja erindi sín til Reykjavíkur þegar rútugjaldið eitt er 2400 kr fyrir eina ferða fram og til baka.

- Lögregla er ekki send til að brjóta upp  hurðir, handjárna, gera húsleit og allt fé Íslendinga upptækt sem þyggja félagsþjónustu.

- Ef nafnlausir menn fara hér með róg og ósannindi um fólk sem ekki getur varið sig verð ég að loka á að þeir stji inn texta á mína ábyrgð á mitt blogg.

Helgi Jóhann Hauksson, 15.9.2008 kl. 01:28

32 identicon

Blessaður góði, lokaðu bara á commentin, þú ert hvort eða er ekki maður til að standa í rökræðum.

Húsleitin var EKKI gerð til að gera peninga upptæka, hún var gerð til að finna út hverjir LUGU til um sín mál, og finna skjöl og skilríki sem sanna það. Haldlagning á 1.600.000 kr er fullkomlega réttlætanleg aukageta við husleitina, enda eiga viðkomandi aðilar möguleika á að gera grein fyrir því hvernig þessi upphæð er tilkomin. Ljóst er þó að þeir sem telja sig eiga þessa upphæð hafa ekki gert grein fyrir þeim, og þ.a.l. logið til um sín mál.

Þeir sem hingað koma og gefa sig upp við yfirvöld og vilja fá stöðu flóttamanna  ganga allir í gegnum sama ferlið. Þeir eru beðnir um að gefa þær upplýsingar sem að gagni kunna að koma við meðferð málssins, einnig er óskað eftir fjárhagslegri stöðu, m.a. hvaða fé þeir kunna að hafa með sér. Þeim er einnig gerð grein fyrir því að þeir MEGA EKKI vinna á meðan á ferlinu stendur. Þetta eru nákvæmlega sömu lög og flest önnur vesturlönd hafa. Hvort sem þér kann að líka betur eða verr, þá eru þetta lög, og ef einhverjir af þessu fólki telja sig ekki þurfa að fara eftir þessu (og þar með að brjóta loforð sem þeir gefa) þá eru þeir ekki þess verðir að fá dvöl hér.

Að auki, allir flóttamenn eða þeir sem telja sig til þeirra geta fengið úrlausn sinna mála ÁN þess að fara til Reykjavíkur.

En nú vandast hjá þér málið Helgi minn, núna hefur þú verið uppvís að því að ljúga upp á yfirvöld og þá einstaklinga sem koma að þessum málum, er ekki kominn tími til að loka á sjálfan þig.

P.s.

Áður en þú lokar á þig, hvar er þessi meinti rógur og ósannindi?

Reiður (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 01:59

33 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þú þarft nú aðeins að anda í gegnum nefið Reiður, þín orð hér ofar eru þessi:

„Þetta er það nákvæmlega það sama sem gert er þegar Íslendingar sækja um framfærslu hjá Félagsþjónustunni, peningaleg staða er skoðuð og aðstoð er miðuð út frá henni. Sá sem á fé þarf ekki framfærslu. Sá (Íslendingur) sem leynir Félagsþjónustunni upplýsingum er lögbrjótur, á nákvæmlega sama hátt og þeir útlendingar sem vinna svarta vinnu.“

 Þeim svara ég með þessum:

- Lögregla er ekki send til að brjóta upp  hurðir, handjárna, gera húsleit og allt fé Íslendinga upptækt sem þiggja félagsþjónustu.

Um erindi til Reykjavíkur má t.d. benda á að lögreglan í Keflavík sagði við fjölmiðla í tilefni að mótmælasetu Íranans fyrir utan lögreglustöðina þar að þeir sem gætu svarað manninum sem og fé hans væru í Reykjavík en enginn í Keflavík eða Njarðvík hefði neitt með málið að gera. - Sama á við um flesta aðra stjórnsýslu sem þetta fólk vildi leita til að eigin frumkvæði að hún er í höfuðborginni.

- Annars ert þú hér nafnlaus og skrifar því á mína ábyrgð - ef þú setur fullt nafn þitt undir skrifin með netfangi eða sannanlegri staðfestingu tekur þú sjálfur ábyrgð á skrifum þínum.

Helgi Jóhann Hauksson, 15.9.2008 kl. 03:10

34 identicon

Ég sé hér að ofan að þér Helgi og fl. finnst hart að peningar voru gerðir upptækir, en það var í einhverjum fréttatímanum sagt frá því að þessir einstalíngar höfðu skrifað það í sinni beiðni um hæli ,að það ÆTTI EKKERT FÉ til að framfleyta sér. Nú mér segir þá svo hugur að einhver hafi ekki farið með rétt mál, eða hvað???  Íþessu tilfelli finnst mér ekkert að aðgerðum lögreglu, en er samála um forstöðumann útlendingastofnunnar, að honum er einkar lagið að klúðra öllu sem hann kemur nálægt, og ætti að leyta sér að vinnu þar sem hann þarf ekki að segja mikið.

(IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 08:52

35 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvað kostar að framfleyta sér á Ísland? t.d. í þessi 3 ár sem þessi Írani hefur beðið eftir svörum - eru þessir peningar til þess fallnir?

Hælisleitendur fá 10 þúsund krónur á mánuði sem sumir nota fyrir tóbaki, símakorti og stöku ferðum til Reykjavíkur (rúta 2400 kr fram og til baka), en aðrir safna því í stærri hluti eða í allsleysinu til að eiga eitthvað þegar og ef þeim verður hent úr landi.

Á þeim þremur árum sem þessi Írani hefur þurft að bíða gæti hann þess vegna hafa safnað 360 þúsund krónum með þeim hætti, en hann var staðinn af því að eiga 200 þúsund krónur. - Einnig hafa stöku Íslendingar lagt þeim óbeðið til pening til stuðnings og til að sýna mannúðarhug Íslendinga í raun, það hefur þá verið gert upptækt og valdið þessu fólki ómældum vanda.

Lögreglan kveðst hafa fundið 1.600 þúsund og þar af milljón hjá einum aðila afgangs er því 600 þúsund í eigu 40 aðila (Rauði krossinn segir þessa upphæð vera 490 þúsund alls) - er mögulegt að þessir 40 gætu framleitt sér á Íslandi af því fé í þann tíma sem þeir bíða afgreiðslu - án þess að mega vinna fyrir nýjum eða frekari tekjum?

Gæti einhver hafa framfleytt sér á Íslandi samfellt í þau 3 ár sem Íraninn hefur beðið með þeim 200 þúsund krónum sem hann átti? 

Helgi Jóhann Hauksson, 15.9.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband