100 milljarðar til hlutafjárkaupa án lagaheimildar

Mynd 2008 06 24 22 28 38Sá sem eitt sinn gat ekki sem forsætisráðherra framkvæmt einfalda þjóðaratkvæðagreiðslu sem tilskilin er í stjórnarskrá því ekki hefðu áður verið sett lög um framkvæmdina ráðstafar nú sem seðlabankastjóri án lagaheimildar eða aðkomu alþingis tæpum 100 milljörðum króna (gengi í dag) af opinberu fé í áhættuhlutfé í banka.

Það undarlega er að á blaðmannfundi um málið kvað hann bankann vel rekinn og með öflugt og gott eignasafn en sagði svo að bankinn hefði orðið gjaldþrota og ekki krónu virði ef ekki hefði verið gripið til þessarar aðgerðar þennan t.t. mánudagsmorgun.

Hér er allt fullt af óskýrðum mótsögnum.

Ég ætla ekki að láta sem ég viti hvað  réttast hefði verið að gera í málinu enda líklega aðeins framtíðin sem getur skorið úr um það, en augljóslega virðist undirbúningi ákvörðunarinnar vera ábótavant jafnvel svo að ekki standist lög.

Skimað eftir fylginuHvergi heimild til Seðlabankans til hlutfjárkaupa
Kristinn Gunnarsson upplýsir í grein sinni um málið að samkvæmt 7. grein laga um seðlabankann sé seðlabankanum heimilað að veita viðskiptabanka í erfiðleikum lán eða ábyrgð fyrir láni - en hvergi sé til lagabókstafur sem heimilar bankanum að kaupa svo mikið sem eitt lítið hlutabréf - hvað þá fyrir 600 milljón evrur.

Tilboð seðlabankastjóra og skilmálar til Glitnis voru samkvæmt Sigurði G Guðjónssyni lögmanni og stjórnarmanni í Glitni aðeins bornir fram munlega og lögfræðingar Glitnis þurftu að punkta efni þeirra niður til að geta borið undir eigendur bankans. - Þ.e. ekkert skriflegt tilboð var lagt fram af hálfu Seðlabanka, - hvernig gátu þá ráðherrar og ráðuneyti Samfylkingarinnar hafa yfirfarið málið af einhverju viti ef skilmálar og efni tilboðs voru ekki settir á blað áður en það var lagt fram?

Mér finnst afleitt hvað Björgvin G Sigurðsson gengur langt til að taka á sig og Samfylkinguna ábyrgð á málinu og meðferð þess. Það minnir á það versta sem sást til Framsóknarflokksins til að vera þægar undirsátur við hirð Davíðs.
Þeir Össur voru kallaðir til síðdegis á sunnudag til að standa frami fyrir orðnum hlut og fengu ekkert tækifæri til sjálfstæðrar könnunar og upplýsingaöflunar um málið með t.d. samtölum við Glitnismenn sjálfa og/eða sjálfstæða yfirferð og upplýsingaöflun sinna sérfræðinga og viðskiptaráðuneytisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skipta lög einhverju máli þegar sumir menn eiga í hlut?

Sannaðu til Samfylkingin opnar munnin og gleipir allt sem Davíð segir þeim nú þegar Össur ræður ferð og ISG er frá. 

Á morgun verður Börgvin og Samfylkingin með sama áframhaldi búin að taka á sig ábyrgð á Íraksstríðinu líka.

Gunnar (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 14:37

2 identicon

Úr frétt mbl.is:

“Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Glitni, segir að stjórn Glitnis hafi verið stillt upp við vegg í samskiptum við Seðlabankann.
...
„Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að gera tilboðið skriflega. Lögfræðingar stjórnarinnar og stjórnarformaður þurftu að koma á fund stjórnarinnar með munnlegt tilboð. Í 84 milljarða króna samningi hlýtur það að hljóma nokkuð einkennilega.““

Gunnar (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband