Ekkert verið rætt - „með formlegum hætti“

Sala á Glitni til Landsbanka hefur ekkert verið rædd - „með formlegum hætti“, segir viðskiptaráðherra.  Og forsætisráðherra er ekki að funda með Björgólfum sem heimsækja hann í stjórnarráðið heldur að eiga við þá kaffispjall eins og hann gerir svo oft þegar slíkir menn koma við á Íslandi.
bilde?Site=XZ&Date=20080930&Category=FRETTIR01&ArtNo=335298578&Ref=AR&NoBorder Mynd af Visir.is/Daníel
Sigurður G Guðjónsson hefur upplýst að þegar seðlabankastjóri gerði Glitnismönnum „take it or leave it“ tilboðið undir miðnætti á sunnudag  hafi hann ekki einu sinni haft það skriflegt. Sigurður segir í fréttum:

„Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að gera tilboðið skriflega. Lögfræðingar stjórnarinnar og stjórnarformaður þurftu að koma á fund stjórnarinnar með munnlegt tilboð. Í 84 milljarða króna samningi hlýtur það að hljóma nokkuð einkennilega.“

Ætli þá nokkrar viðræður hafi farið fram milli Seðlabanka og Glitnis vegna yfirtökunnar  - „með formlegum hætti“.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband