Fleiri fá kaffibolla hjá Geir en bara Björgólfar

bilde1_af_visir.isJæja það er þá ekki hægt að segja að jafnræðis sé ekki gætt. Fyrst Björgólfur yngri  fékk kaffibolla í gærkvöldi hjá Geir Haarde varð að veita Kaupþingsmönnum kaffi í kvöld ... - en auðvitað var ekki rætt um neitt sem skipti máli - „með formlegum hætti“.

 

.MYND/Stöð 2 - af visir.is


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Afleiðing af ESB og EES.  Til hamingju kallinn.  Vonandi eru öll börnin þín í útlöndum.

Björn Heiðdal, 2.10.2008 kl. 00:52

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ja, það væri nú óskandi að menn hefðu átt þann vott af fyrirhyggju að ganga í ESB strax eftir að hin EFTA-ríkin gerðu það. Það hefði meira að segja dugað ef menn hefðu vaknað þegar Valgerður Sverris skrifaði sína frægu grein.

Ekki að allt væri þá í himnasælu eða að allt sé gott sem ESB gerir, en það væri mikill munur að standa á traustri jörð þegar stormur skellur á í stað þess að grundvöllurinn undir okkur er ekki kjurr eitt augnablik og stormurinn eftir sem áður sá sami.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.10.2008 kl. 01:03

3 Smámynd: corvus corax

Ég óttast að kaffikostnaðurinn sé að fara úr böndunum í Bleðlabankanum!

corvus corax, 2.10.2008 kl. 01:22

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Já, ef Glitnir setur okkur ekki á hausinn gerir kaffikostnaðurinn hjá Geir það.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.10.2008 kl. 01:26

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ef kostnaðurinn við kaffið væri það eina....þá...!!!!!

Takk fyrir bloggvináttuna.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 2.10.2008 kl. 08:51

6 Smámynd: Dunni

Ef marka má skrif fjármálablaða á Norðurlöndum er hætt við því að Geir hafi þurft að gefa bæði Björgólfum og fleiri bankaeigendum eitthvað styrkjandi út í kaffið líka.  Sjálfum veitti honum ekki af minnst tveimur glösum af gaddavír því samkvæmt pressunni eru bæði Landsbanki og Kaupþing í hinu mesta basli. Og það sem er verst er að sjálft ríkið stendur verst að vígi í baráttunni við egfnahagsstöðugleikan.Eingin vill íslenskar krónur, engin vill íslensk verðbréf, engin vill neitt af Íslandi vita í þeirri krepu sem Seðlabankinn hefur leitt þjóðina í.

Geir karlinn ræður engu. Hann er bara eins og spottajólasveinn sem maður hengir upp i barnaherbergjumúm jól og krakkarnir hljægja ógurlega þegar þau kippa í spottan og sjá júlla sprikla.

En það eru ekki börnin sem hlæja  í þetta skipti heldur Davíð Oddson, Seðlabankastjóri.

Dunni, 2.10.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband