Var engin alvöru „krísuáætlun“ til í Seðalbankanum?

Löggur 2008 04 23 15 21 30++Nú þegar líður frá atburðum helgarinnar undrar mig mest að svo er sem engin krísuáætlun um vinnubrögð og aðgerðir hafi verið til ef svo færi að stór viðskiptabanki þyrfti verulega aðstoð. Þar liggja þó hinir raunverulegu varnarhagsmunir þjóðarinnar.

Slík áætlun hlyti að fela m.a. í sér módel fyrir samráð og ákvarðanatökuferli og mismunandi fyrirfram kannaðar niðurstöður eftir mismunandi forsendum sem búið væri að forma og prófa í líkani m.a. fyrir dómínóáhrif. Allt  eins og um hverja aðra hernaðaráætlun til varnar landinu væri að ræða. Nonh_Jokull_01MEinnig og ekki síður hvernig gætt væri trúnaðar um það sem leynt þyrfti að fara þar sem farið væri með hagsmuni sem jöfnuðust á við mikilvægustu öryggishagsmuni ríkisins og ríkisleyndarmál eins og nú hefur komið í ljós þar sem mesta ógnin aðfararnótt mánudags var að þegar hefði spurst út hvað væri í gangi og því engra kosta völ.

Því hefur nú verið spáð í a.m.k. 2 ár að að því kynni að koma að íslenskir bankar lentu í alvarlegum erfiðleikum. Allt þetta ár hefur verið augljós hætta á að Seðlabankinn og ríkisstjórn myndu standa frami fyrir máli eins og máli Glitnis eða öðru verra. Augljóst er virðist þó af því sem frést hefur af vinnubrögðum við úrvinnslu málsins að engin strategía eða áætlun um viðbrögð, vinnubrögð og vinnulag var til staðar þegar formaður bankaráðs Glitnis bað um kaffibolla hjá Davíð Oddssyni.

Öryggi um leynd yfir brýnum ríkishagsmunum voru í húfi

Slík áætlun hlyti að byggjast á aðgerðum sem skýr lagagrundvöllur væri fyrir, aðkomu ríkisstjórnar og viðskiptaráðuneytis og sjálfstæða upplýsingaöflun þeirra og öryggi um leynd yfir brýnustu ríkishagsmunum sem berlega voru hér í húfi. Ef það þess hefði verið gætt eins og vera bar hefði fyrir það fyrsta verið rýmri tími til stefnu, það hefði ekki verið hætta á að „fréttin“ springi út á mánudagsmorgni, og ekki léki vafi á að Glitnir hefði sætt meðferð á jafnræðisgrunni þar sem hliðstæðar upplýsingar um annan banka hefðu leitt til sömu niðurstöðu, og sú niðurstað hefði verið fyrirfram nægilega vel könnuð til að lítill vafi léki á að ekki væri önnur betri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband