Steingrímur J Sigfússon getur vissulega vitnað til þess að hann eins og margir aðrir tortryggðu góðæri byggt á spilaborgum. Ef einhver talaði af efasemdum um fjármálastöðuna var það hrópað niður sem óábyrgt tal sem auðveldlega gæti eitt og sér fellt stoðir efnahagslífsins - svo flestir þögðu eða í besta falli bara hvísluðu um það - þannig þurfti heldur enginn að hlusta.
En nú ræðst Steingrímur á þá sem vefengja mátt krónunnar okkar til að standa stöðug undir þessu öllu eins og áður var ráðist á hann og þá sem vöruðu við skýja- og spilaborgunum og segir okkur tala niður krónuna.
Ef við höfum eitthvað lært á því sem hefur gerst þá er það kannski það helst að við verðum að mega tjá sannfæringu okkar og skoðanir á stoðum efnahagslífsins hvort sem um er að ræða einkavæðingu og gengi verðbréfa eða krónur og Evrur. Allar skoðanir verða að fá að koma svo skýrt fram sem efni standa til. Steingrímur ætti síst að banna mönnum það og reyna segja það efasemdamönnunum að kenna nú að krónan svigni nú og láti undan byrði sinni. - Við höfum margir lengi varað við því að hún gæti ekki risið undir því sem á hana væri lagt og eigum fullan rétt á að bera fram þá skoðun okkar eins og Steingrímur sínar.
Því fer fjarri að allt væri í himnasælu ef við værum með evru, jafnvel kreppu-stormurinn úti væri sá sami og nú geisar -en jörðin væri þó kyrr undir okkur á meðan hann gengi yfir.
Það á að boða okkur til fundar og læsa okkur inni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 2. október 2008 (breytt 3.10.2008 kl. 04:35) | Facebook
Athugasemdir
Ég er frekar hlynntur krónunni en þú hefur nokkuð til þíns máls. En ef eitthvað þjóðfélag ætti að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil er það veiðimannaþjóðfélag eins og Ísland. Það er einkum tvennt sem ég hef við málflutning evrusinna að athuga. Þeir tala sumir gjarnan eins og að þá gætum við sett á sjálfstýringu í efnahagsmálum. Þetta er ekki rétt eins og þú veist. Hitt atriðið er að það er billegt að kenna krónunni um slaka efnahagsstjórnun.
Sigurður Þórðarson, 5.10.2008 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.