Eru konur lausnin? Eða anarkistar? Munur á gerning og ofbeldi

Mynd  2008 11 22 15 31 02„Neyðarstjórn kvenna“ stóð fyrir „mótmælagerning“ og klæddi Jón Sigurðsson í bleikan kjól á mótmælafundinum sl. laugardag.

Það kryddaði tilveruna og skaðaði engan en skýrum skilaboðum var komið á framfæri með „gerning“.Það skaðaði heldur engan þó Bónusfáninn héngi nokkra mínútur yfir Alþingi - þó ég mæli ekki með slíkri athöfn.

 Kreppa 2008 11 08 15 36 58++

--Nú þegar gengur á ýmsu í mótmælum er afar brýnt að allir geri skýran greinarmun á ofbeldi og saklausum „gerningum“ sem er athöfn til tjáningar hvort sem er til mótmæla, til að koma skoðun á framfæri eða vekja spurningar - í raun listform án ofbeldis.

Anarkistar nota m.a. gerninga til að tjá sig, þ.e. þeir eru aktívístar. Margir halda að anarkistar hylji andlit sín til að geta falið sig fyrir lögum - svo er alls ekki. Mynd  2008 11 22 14 54 06Þeir klæða af sér persónuna til að aðskilja hana skilaboðunum. Venjulegir pólitíkusar gera allt til að koma andliti sínu í sviðsljósin og fjölmiðlana en hugsjónaríkir anarkistar vilja láta skilaboð, málefni og sjónarmið standa ein án andlits eða persóna. Það er það sem liggur að baki svartra klæða með svartan höfuðklút um hár og andlit, -að fjarlægja persónuna úr skilboðunum. 

Vilmundur heitinn Gylfason vakti mig til umhugsunar með merkum útvarpsþáttum um að frumkvöðlar anarkismans byggðu á fögrum hugsjónum. Það má þó segja að hugsjónin um foringjaleysi hafi skapað svo margskonar anarkisma að undir þeim hatti er nært allt til - gott og slæmt, hægri og vinstri - og þar innan um afar fögur sýn á manninn og mannkynið. - Það má hafa það í huga.
Mynd  2008 11 22 15 19 02AMynd  2008 11 22 15 19 50[Fleiri myndir smella og fletta hér - Smella ítrekað til að stækka]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna gefur að líta grófa vanvirðingu við Jón Sigurðsson.

Jón Valur Jensson, 25.11.2008 kl. 01:58

2 identicon

Vanvirða Jón Sigurðsson ?? Þetta er bara hallærisleg stytta sem búið er að setja í huggulega kápu. Hvaða væl er þetta ?

Finnur (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 17:43

3 identicon

Engin vanvirðing í þessu, aðeins ykkar skekkta kynjasýn. Hefði Jón Sigurðsson verið minni maður (því konur eru líka menn) ef hann hefði fæðst kona? Segir þetta ekki bara meira um álit ykkar á konum? Að karli sem við dáumst að sé það minnkun að vera klæddur upp sem kona. Út frá því leiði ég það að þið teljið konur minna virði en karlar sem er sama viðhorf og stjórnvöld hafa því sannið til, þegar aðgerðir til að sporna við atvinnuleysi verða kynntar verða það aðgerðir í hinum klassísku karlageirum. Auk þess sem heilbrigðisþjónusta sem beinist að konum verður það fyrsta sem er sparað. 

Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband