Það er óhjákvæmilegt að Samfylkingin sýni gott fordæmi...

Og viðskiptaráðherra axli pólitíska ábyrgð. Það er mikill misskilningur Björgvins G Sigurðssonar að bíða þurfi niðurstöðu rannsóknanefndar til að ráðherra axli pólitíska ábyrgð og segi af sér. Það er algerlega andstætt pólitískri siðmenningu vesturlanda þar sem stjórnmálamenn axla pólitíska ábyrgð með afsögn ef þeirra málaflokkur verður fyrir alvarlegum áföllum.

Althingishusid_f045Í þeim anda krafðist Ingibjörg Sólrún afsagnar stjórnar Seðlabankans og tók fram að hún snérist ekki um t.t. sök.

Ég hef því um hríð vonað að Samfylkingin og Björgvin Sigurðsson væru nógu stór og þroskuð til að sýna það fordæmi að Björgvin stæði upp og segði af sér án þess að sérstök sök væri sönnuð á hann. Þannig væri sýnt það fordæmi sem Samfylkingin þarf nú að sýna þjóðinni og samstarfsflokki sínum.

mynd_2008-11-24_16-59-10b.jpgEnginn vafi er á að eftirá  að hyggja má finna fjölmargt sem viðskiptaráðherra landsins, hver sem hann annars væri, hefði getað gert með öðrum hætti á 18 mánaða valdatíð fyrir svo hastarlega atburði sem þessa þar sem allt fór á versta veg. Bæði krafist meiri og betri upplýsinga sett sig betur inn í hluti og kveikt á perunni í það minnsta fljótlega eftir að allir fjölmiðlar fluttu okkur svartsýnustu fréttir í febrúar, mars og apríl sl. Einnig  krafist gerðar vel prófaðra og yfirvegaðra neyðaráætlana í tíma og mikið fleira.

- Um það dugir ekki að segja „það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá“.  Viðskiptaráðherra eins og aðrir æðstu yfirmenn fá laun fyrir að vita fyrirfram - sýna fyrirhyggju og forsjá.
Fyrst þetta gerðist með svo harkalegum hætti má alltaf finna ábyrgð og sök hjá þeim sem voru yfir málaflokknum þegar þeir gerðust. Þeir bera bæði ábyrgð ef þeir vissu ekkert og líka ef þeir vissu en aðhöfðust of lítið.
Björgvin Sigurðsson er svo ungur og efnilegur stjórnmálamaður að hann á greiða endurkomu aftur síðar í ráðherrastól - en nú er óðum að lokast gluggi hans fyrir afsögn með sæmd og sem lýsandi fordæmi um ábyrgð sem við viljum krefja bankastjóra seðlabankans.

Afsögn Björgvins er óhjákvæmileg, aðeins er spurning um með hve miklum fyrirgangi hún þarf að verða. Björgvin sagði frá upphafi þegar hann var spurður um ábyrgð Seðlabankastjóra að alls ekki væri hægt að leggja ábyrgð á Davíð - þar með tók Björgvin þá ábyrgð líka á sig og Samfylkinguna - nú veður hann að axla hana - með sæmd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt ábending, stjórnmálamenn eiga að vera skrefi á undan, eru til þess kosnir og hafa bæði aðgengi og forgang umfram aðra. 

LÁ 

lydur arnason (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 05:05

2 identicon

Mjog god grein hja ter. Serstaklega vegna tess ad tu ert fylgismadur Samfylkingarinnar.

En mer finnst Samfylkinginn einmitt gjorsamlega hafa brugdist i sidbotinni sem teir svo mjog maerdu fyrir sidustu kosningar, um leid og teir komust i Rikisstjorn med Sjalfstaedisflokknum ta urdi teir nanast eins, nema ad einu leyti og tad er tetta fjandans ESB trubod, sem nanast allt snyst um i tessum fanyta flokki oheilindamanna ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband