Lögbrjótar: Davíð, Moggi, máttarstólparnir eða mótmælendur?

mynd_2008-11-24_16-50-26.jpg

Nú hefur mótmælendum almennt og ekki síst anarkistum bæst öflugasti stuðningur við sín sjónarmið sem völ er á á Íslandi. Jafnt Davíð Oddsson seðlabankastjóri og forsætisráðherra í 13 ár sem og virtasti fjölmiðill landsins Morgunblaðið hafa fært fyrir því sterk rök og sýnt það í verki að engin ástæða sé til virða tiltekin lög við þær ástæður sem nú ríkja.  Hin háheilögu lög um bankaleynd eigi t.d. ekki við núna að mati Mogga og Davíðs og því til áréttingar hefur Morgunblaðið brotið þau með afgerandi hætti.

mynd_2008-11-24_17-17-18b.jpgÞetta er sama hugsun og liggur að baki hjá „aktivistum“ að brjóta viljandi óréttlát eða óviðeigandi lög. Þetta var líka inntak baráttu Mahatma Gandhi sem t.d. stofnaði til skilríkjabrenna í Suður-Afríku, einnig þegar hann fór gönguna miklu á Indlandi niður að strönd til að búa til smávegis af salti, þar sem lög veittu Bretum einkaleyfi á framleiðslu salts. Þannig sýndi hann fram á fáránleika laganna. Fyrir það galt hann með fangelsun í allnokkur skipti.

Gandhi var löglærður og beitti aldrei ofbeldi og bar ekki hönd fyrir höfuð sér, hann vildi engan mann skaða þó auðugu bresku einokuninni hafi vafalaust fundist hann ræna spóni úr sínum aski, og yfirvöldum þótt hann óþolandi.

Þegar Bónusfánamaðurinn var handtekinn heyrði ég alloft „hann braut lög“.

Mynd  2008 11 22 15 10 26

Ef kemur til frekari mótmæla og „gerninga“ sem þó skaða ekki líf og limi verður íslenska valdastéttin, lögreglan og yfirvöld að hafa það í huga að máttarstólpar valdastéttarinnar Davíð Oddsson og Mogginn og fleiri hafa eindregnast fært fram rökin fyrir því að nauðsyn brjóti lög. - Þingmenn og ráðherrar réttlæta það jafnvel að ný lög sem þeir nú setji séu mögulega handan ystu marka stjórnarskrár og mannréttindasáttmála með sömu rökum. Einnig brýtur lögreglan sjálf „óvart“ lög eins og boðun til afplánunar og fl.

- Hvernig ætla þessi aðilar að hafna rökum mótmælenda um að „nauðsyn brjóti óréttlát lög“?

Ég vil þó eindregið mæla með að öll stjórnvöld og máttarstólpar samfélagsins virði sjálf lög og mannréttindi almennings og tjáningarfrelsi mótmælenda í víðum skilningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband