Á vefritinu Nei. er nú á forsíðu afbragðs gott margmiðlunarband um atburðina við Borgina. Slóðin er hér.
Þar er m.a. bent á í frábærum textanum að okkur er bannað að persónugera afglöp stjórnvalda - en sömu stjórnvöld heimta að fá að persónugera skoðanir og mótmæli mótmælenda - heimta að sjá andlitin, heimta að geta skráð þátttakendur - þá sem ekki fá að vera þjóðin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 6. janúar 2009 (breytt kl. 16:05) | Facebook
Athugasemdir
Mjög gott hjá þér Helgi Jóhann að skoða þessi mótmæli dýpra og viðbrögð við þeim með talsvert öðrum hætti en margur smáborgarinn gerir.
Fyrir mér var þetta fólk að mótmæla óréttlæti og rangindum á kraftmikinn hátt, kanski full kraftmikinn, en engan veginn þannig að hér væri um einhver meiriháttar skemmdarverk eða ofbeldisverk að að ræða eins og sumir fullyrða án þess reyndar að vita.
Fyrst og fremst var verið að ögra stjórnvöldum sem hafa svikið okkur og jafnframt algjöru getuleysi valdsins !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 16:58
Takk Gunnlaugur
Það er ágætt að það komi fram að ég er ekki samþykkur öllu sem mótmælendur gera og gerðu og ég hef séð lögregluna margoft standa sig afar vel þessar 13 vikur í ólgusjónum sem yfir okkur hefur gengið sérstaklega þegar Geir Jón hefur verið til staðar.
Það breytir þó ekki því að á gamlársdag voru gerð alverlega mistök af hendi lögreglu og Stöðvar 2 m.a. um fyrirhyggju og skipulega og svo aðgerðir og viðbrögð.
Mér blöskraði mjög ákvarðanir og gerðir lögreglu og stöðvar2 sem ég varð vitni að á Gamlársdag og á þeim tímapunktum sem þær voru framkvæmdar.
Ég lít á það sem mjög hættulegt ef ekki er dreginn af þessu réttur lærdómur um fyrirhyggju, þrautseigju og staðfestu lögreglu og yfirvalda. T.d. ef lögregla hefði haft sömu þrautseigju á Gamlársdag og í Seðlabankanum og eftir að hún mætti við lögreglustöðina, hefði fólk einfaldlega farið skömmu seinna en eftir að á það var ráðist með „varnarúðanum“. - Svo bíta menn höfuðið af skömminni með því að ljúga uppá mótmælendur sjálfum sér til réttlætingar.
Ég tel miklu alverlegra að lögregla og yfirvöld geri afglöp og mistök í þessari stöðu en ef mótmælendur gera afglöp og mistök í þessari stöðu, en bersýnilega líta Ari Edvald og Stöð 2 og svo því miður yfirvöld sjálf þver öfugt á það.
Helgi Jóhann Hauksson, 6.1.2009 kl. 17:10
Þetta er snilld
Takk fyrir enn og aftur
Sigurður Þórðarson, 6.1.2009 kl. 18:42
Smart stöð tvö ...Sigmundur Ernir les fréttirnar og kynnir frétt þar sem Geir forsætisráðherra talar um ofbeldi mótmælenda og líkamsmeiðingar á starfsfólki stöðvar tvö..halló!!! Það er fyrir löngu búið að leiðrétta málið og alþjóð veit núna að líkamsmeiðingarnar voru hald af blysi sem lenti í starfsmanni og eignaskemmdirnar litlar. Það hefði verið nær að spyrja Geir um hvað honum finnist um vin sinn Ólaf Klemens og bróður hans svæfingalækninn og þeirra ömurlegu framkomu á gamlársdag. Og þessir menn eru enn að vinna fyrir okkur!!!!
Þetta land er fokkt..svo maður noti nú vinsælasta mótmæla orðbragðið.
Það er ekkert annað hægt að segja. Mann skortir orð yfir fáránleikann.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.1.2009 kl. 20:39
Stórkostlegt myndband Helgi. Sektarkenndin er mjög rík hjá því fólki sem var framarlega í froðufylleríinu, í Desember komst það þó ekki hjá því að líta aðeins í eigin barm og milli jóla og nýárs þá vaknaði skömmin heldur betur en til þess að kæfa hana og dylja, reynir það í örvæntingu að ljúga upp á þá sem standa í mótmælum með því að yfirfæra eigin innri drullu á aðra.
Góður punktur hjá þér Katrín. Ég sá þetta viðtal fyrr í kvöld. Sigmundur ætti bara að hætta...hans tími er liðinn og ekki Meir Geir....... Mér dettur helst í hug gjörningar Da Daista á fyrri hluta 20. aldar eða abzúrd leikhús. En þessir menn trúa rullunni en t.d. leikari í leikhúsi veit að þetta er bara rulla. Hann er meðvitaður um það en þeir ekki. Við munum skrifa söguna því við erum sigurvegararnir. Hvað annað, því annars sekkur skerið með öllu því margra metra þykka lagi af óhreinindum sem undir því er. Við verðum bara að lyfta teppinu og svo er bara að leggja parket he he
Máni Ragnar Svansson, 6.1.2009 kl. 22:35
Frábær punktur og gott myndband. Kærar þakkir fyrir færsluna og ábendinguna.
Tek svo líka undir með Katrínu.
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.1.2009 kl. 23:46
Þetta myndband fyllir mig sorg en stolti um leið. Ótrúlega vel gert. Frábærir listamenn þarna á ferð. Kærar þakkir fyrir að vekja athygli á því.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.1.2009 kl. 03:52
Takk fyrir þetta. Áhugavert myndband sem eflir andann.
Haukur Nikulásson, 7.1.2009 kl. 08:22
Og já myndbandið er yndislega fallegt..hreyfir við manni.
Já ég segi fallegt þó það sé margt ljótt þar undirliggjandi. En það er gott að sjá andóf geng fáránleika og firiingu. Gott að það er til fólk sem sér í gegnum ruglið og þorir að gera eitthvað í því.
Hugsaði einmitt með mér að ef ég væri enn í englandi þá myndi ég ekki trúa mínum eigin augum yfir fréttum og myndböndunum hér.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.1.2009 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.