Hve oft gerist það ekki að íþróttaviðburðir sem í sjálfu sér hafa enga þýðingu utan keppninnar sem fram fer, ryðja dagskrá Útvarps og Sjónvarps. Fyrirvaralaust er fréttum og helstu dagskrárliðum vikið til hliðar fyrir íþróttakappleik. Í því ljósi verður það að teljast sérstök ákvörðun hjá yfirmanni eða yfirmönnum ríkisfjölmiðlanna að sýna ekki beint frá opnum borgarafundum um þá djúptæku kreppu og vandamál sem við okkur blasa, bæði á Austurvelli og í Háskólabíói.
Reyndar gengur Ríkisútvarpið svo langt að skrökva stórkallalega til um fjölda þátttakenda í mótmælum á Austurvelli. Á íslandi er trölla trú að gildi þess að tala upp eða niður hin ýmsu mál - en ekki að leita allra sjónarhorna og byggja á leit að raunveruleikanum.
Það sem nú skortir mest af öllu er traust
Össur, Ingibjörg og Geir Haarde ættu ekki að reyna að segja okkur að vandinn framundan sé ekki eins stór og við blasir. - Það er enginn sem tekur mark á því. Það sem nú skortir mest af öllu er traust.
Án þess tekur hvort sem er enginn mark á orðum ykkar. - Segið okkur satt um efni og staðreyndir sama hve sárt það er, hafið raunveruleg allt uppi á borðum - og þá mun traustið koma smá saman til baka. - Ef þið snúið útúr og bullið í okkur fjarar það litla sem eftir er af trausti í burtu.
Sá tími er liðinn að hægt sé að banna umræðu á þeim grundvelli að umræðan sé skaðleg. Jafnvel skaðleg umræða verður alltaf gagnleg að lokum ef hún byggir á frjálsri, opinni og upplýsandi samræðuhefð.
- Það er eitt það skaðlegasta sem hefur yfir okkur gengið að menn tóku að trúa því að hagt væri og jafnvel ganglegt að tala upp efnahagsástandið með blekkingartali og jafn rangt væri að tjá svartsýni og áhyggjur og það var kallað að tala efnahaginn eða krónuna eða eitthvað annað niður.
Tali, tali, tali, ...
Ekki skal efast um að Davíð Oddssyni tókst bæði að tala upp góðærið og traustið á að raunveruleg innistæða væri fyrir góðærinu - eyðslunni, ofur-offjárfestingum og bruðlinu - og að umræður um að krónan stæði kannski ekki undir þessu öllu hefði áhrif á tiltrú á krónuna. - En hvers virði er góðæri sem grundvallast á blekkingatali upp eða niður og hafnar viðvarandi alvöru samræðum um viðfangsefnin? Þar sem bannað er að gagnrýna eða láta í ljós áhyggjur því þá hrynji, efnahagurinn, krónan eða lánstraust bankanna.
- Hverskonar efnahagskerfi höfðum við byggt upp þar sem helstu aðdáendur þess trúa því enn og vita að það standi á slíkum brauðfótum að neikvæðar vangaveltur geti talað það um koll - og ásaka menn fyrir það.
Við þurfum að tala frjálst um efnahagsmál og við þurfum að fá að heyra aðra tala frjálst og óþvingað um allar hliðar efnahagsmála, sé um það hefð vex efnahagslífið á traustum grunni og sveiflur bæði upp og niður verða líka stilltari en annars og innistæða verður miklu fremur raunveruleg fyrir uppsveiflum.
Kreppan getur dýpkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 13. janúar 2009 (breytt kl. 19:00) | Facebook
Athugasemdir
Sæll. Það er reyndar ekki alveg tvennu saman að líkja að tala um útsendingar frá íþróttaviðburðum áður en starfsemi RÚV var skorin niður og bera það saman við útsendingar núna. Ég efa að það verði send út sekúnda (beint) af íþróttum í bráð.
íþróttastjórnmálaáhugamaður (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 18:24
Ekkert er mikilvægara en íþróttir. Það er ekki hægt að ryðja þeim út fyrir einhvern borgarafund þar sem fólk kemur bara til að þusa um óánægju sína með stjónvöld. Þau sem hafa staðið sig svo einstaklega vel bæði við að koma þjóðinni í kreppu og ekki síður við að gera ekki neitt til að koma þjóðinni út úr kreppunni svo hún geti farið að leggja drög að nýrri kreppu.
Allt annað gildir um íþróttirnar. Þar safnast menn saman fyrir framan skjáinn og ærast af fögnuði yfir glæstum sigrum en fara í óstjórnlega fýlu við óverðskulduðu jafntefli eða tapi. Þá berja menn stundum hvern annan og gætu átt það til að fara í mótmælagöngu eða kannski frekar á fund þar sem þeir þurfa ekki að hreyfa sig svo mikið.
En mundu það félagi að þu sest fyrir framan skjáinn þann 24. jan og styður frænku þína dyggilega. Hún systir þín er búin að senda mér skilaboðin og þau eru meðtekin og verður hlýtt.
Þú skilar kveðju til skólastjórans.
Dunni, 13.1.2009 kl. 18:28
Segir það ekki ýmislegt um þessa fundi?
Guðmundur Björn, 13.1.2009 kl. 22:38
Í gegnum tíðina hef ég fyllst ákveðnum fordómum gagnvart bæði íþróttum og Sjálfstæðisflokknum. Ég fordæmi líka allt trúarostæki en það eru einmitt þeir „tendensar“ sem minna á trúarofstæki í málflutningi þeirra sem tala fyrir hvoru tveggja sem hafa grundvallað fordóma mína í garð íþrótta og Sjálfstæðisflokksins.
Flottur pistill hjá þér Helgi Jóhann!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.1.2009 kl. 00:54
Frekar kýs ég góðan kappleik heldur en þessa fundi og mótmæli. Það eru allir komnir með uppí kok af þessu krepputali og betra er að bretta upp ermar og vinna sig útúr þessu, vera j ákvæð og brosa. Kappleikur léttir lund.
Baldur (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 11:20
þetta er nú bara rangt hjá þér - rúv lét texta fundinn og það tekur þennan tíma. Fundurinn verður sendur út í kvöld. Síðan hafa verið fréttir af fundinum í hverjum fréttatíma frá borgarafundinum... þessar samsæriskenningar eru glataðar.... nb.það er búið að skera niður sportið í ekki neitt... og ath.. hvernig hefði fundurinn komist til skila í beinni - ótextaður... með þul gjammandi ofan í ræðumanninn?
ble (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 14:54
Get ekki hugsað mér ömurlegra sjónvarpsefni en þennan borgarafund sem ég lét mig hafa að horfa á, fundastjóri var alltaf að koma sér á framfæri og grípaframí fyrir þeim sem voru að svara fyrirspurnum. Það kom hreinlega ekkert fram sem bitastætt var.
Ragnar Gunnlaugsson, 14.1.2009 kl. 16:25
Í raun er ótrúlegt hvað þessir borgarafundir nokkur hundruð reiðra einstaklinga sem endurtaka sömu einhæfu upphrópanirnar viku eftir viku fá mikið plás í fjölmiðlum. Fundir sem virðast hafa þann eina tilgang að auka á reiðina og neikvæðnina og eru ræðumenn sérstaklega valdir í þeim tilgangi. Persónulega er ég gersamlega búin að fá nóg af þessum fundum í fjölmiðlum.
Rakel talar um trúarofstæki í sjálfstæðisflokki og íþróttum en henni finnst þessir fundir ekki ofstækisfullir. Dálitið mótsagnarkenndur málflutningur, eða hvað?
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 16:57
Stefán: Það sem hefur furðað mig mest í mótmælum haustsins er í raun hið stóíska æðruleysi sem einkennir velflesta mótmælendur. Hef aldrei orðið vör við neitt sem mætti heimfæra upp á ofstæki. Ég get alls ekki tekið undir að mótmælendur eða fundargestir hafi almennt gert sig seka um yfirgang, ákefð eða einstrengni sem eru þeir þættir sem einkenna ofstæki.
Ef þú ert að reyna að heimfæra skiljanlega reiði mótmælenda yfir á ofstæki þá verð ég að benda þér á að það heitir mótsagnakenndur málflutningur. Ég vil þó taka fram að mér finnst mótmælendur almennt sýna ótrúlega stóíska yfirvegun miðað við þá grófu aðför sem stjórnvöld hafa gert að lífskjörum þjóðarinnar. Nú eru t.d. rúm 10.000 atvinnulausir og á eftir að fjölga enn!!
Kannski rétt að ég bendi þér á að mér leiðist samræður sem byggjast á hártogunum og útúrsnúningum þannig að ef þú hefur áhuga á að ræða þetta frekar þá þarftu að temja þér að nota orðin í réttu samhengi.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.1.2009 kl. 19:33
Undarlegt hvernig menn geta fundið að því að einhverjir skuli rísa upp og mótmæla þegar hundruð eða jafnvel þúsund milljarða hefur verið stolið af þjóðinni. Þegar forsætisráðherra og aðrir valdhafar eru með störu og virðast hafa uppi litlar ráðagerði um að bæta ástandið.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.1.2009 kl. 20:25
Sammála síðustu ræðumönnum. (Þ.e Rakel og Jakobína)
Hulla Dan, 15.1.2009 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.