Hverjir hafa gleymt flóttamönnunum og hælisleitendunum sem lögreglan réðst inná í haust og gerði upptæka aleiguna hjá? - Fólkið var grunað um að hafa unnið viðvik í láglaunavinnu fyrir nokkrum þúsundköllunum. Ljóst er að allir fjármunir sem fundust voru teknir og kyrrsettir. - Allt frá nokkrum þúsundundum króna til 200 þúsund sem í öllum tilvikum var aleiga fólksins og var tekin af þeim á meðan málið yrði rannsakað. Leitin náði til um 50 manns en aðeins nokkrir þeirra höfðu handbært fé.
Örvæntingafullur hælisleitandi settist fyrir framan lögreglustöðina í Keflavík og sat þar í slagviðri yfir nótt og fram á næsta kvöld. Dómsmálaráðherra upplýsti okkur um að svona alvarleg mál yrðu bara að fara sína leið enda mjög tortryggilegt þegar fólk sem hér hefði þurft að bíða svara yfirvalda í mörg ár ætti nokkra þúsundkalla og allt uppí 200. Það gæti bent til þess að einhverjir hefðu unnið einhver viðvik og þegið laun fyrir í bið sinni, einsemd og einangrun í Njarðvík. - En féð skyldi kyrrsett þar til tilvist þess yrði upplýst.
Slíkir glæpir eru náttúrlega mikið alvarlegri en að setja Ísland á hausinn og kröfðust því úrræða sem dómsmálaráðaherra og flokksbræður hans segja stjórnarskrá ekki leyfa gagnvart minniháttar brotum eins og þeim að breytta Íslandi í spilavíti og moka hundruðum eða þúsundum milljarða króna af þjóðarauðnum úr landi og á leynireikninga á leynieyjum.
Ef við nú virkjuðum sem hlutfall af fjármunum sem í húfi eru aðeins hundraðasta part af þeim mannafla sem beitt var á hælisleitendur fyrir meinta vinnusemi til að endurheimta þjóðarauðinn ætli við værum ekki farin að sjá svolítinn árangur jafnvel að eitt og annað hefði endurheimst og rannsókn mála hefði eitthvað miðað?
Mér segir svo hugur að í besta falli séu jafn margir menn á vegum lögreglunnar að rannsaka öll mál vegna bankahrunsins og þeir sem settir voru til að rannsaka þá svívirðu að hælisleitendur hefðu án leyfis en með annars fullkomlega heiðarlegri láglaunavinna mögulega unnið sér inn nokkrar krónur.
Fyrst hægt var að kyrrsetja og gera upptæka aleigu þeirra sem grunaðir voru um láglaunavinnu án annarra sannana en þeirra að þeir áttu nokkra þúsundkalla við húsleit, þá er mér óskiljanlegt hversvegna ekki ætti að mega kyrrsetja eigur auðmanna á meðan rannsakað er hvort þeir hafa tekið þátt í ólöglegum gerningum og peningaflutningum úr landi á leynireikninga og áttu þannig hlut að því að setja okkur öll á hausinn..
Fundað um stjórnarmyndun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 28. janúar 2009 (breytt kl. 17:19) | Facebook
Athugasemdir
þetta var virkilega góð ábending !! og eiginlega töluvert lýsandi fyrir hugsunarhátt varðliða BB.
Óskar Þorkelsson, 28.1.2009 kl. 12:13
Sæll Helgi.
Flott ábending. Réttlætiskennd, hvað er nú það ?
Valdemar, Auðkúlu, LÍF OG LAND........
Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:15
Frábært hjá þér að muna eftir þessu. Virkilega þörf ábending
kveðja Rafn
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:46
Mjög þörf ábending um vinnubrögð og fordæmi - sendið sem flestum ábendingu um þessa grein.
Gunnar (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 13:19
Engar sjálfvirkar varnir hafa verið settar inn í kerfið handa flóttmönnum. Það er hinsvegar nóg af þeim fyrir auðmennina.
Árni Gunnarsson, 28.1.2009 kl. 13:36
Það er ekki sama Jón og Sr. Jón, það höfum við lengi vitað. Takk fyrir þennan vinkil á umræðuna.
Sigrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 14:23
Já, miklu betra að níðast á minnimáttar. Frysta eigur þessara lúða og í gæsluvarðhald með þá svo þeir nái ekki að skaða okkur meira, í bili.
Alexander (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:25
Takk fyrir að benda á þetta
Sóley Björk Stefánsdóttir, 28.1.2009 kl. 14:34
Það er ekki sama hvort maður sé hælisleitandi eða hælismatur!
Góð grein hjá þér, meira af þessu!!!!!!!!!
Konráð Ragnarsson, 28.1.2009 kl. 14:43
Árni hefur svar á reiðum höndum. Góðar ábendingar!
Jón Þór Ólafsson, 28.1.2009 kl. 14:57
Frábær ábending!
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2009 kl. 15:20
Takk Helgi fyrir þessa góðu færslu og nauðsynlegu ábendingu.
Hér er alsiða að slátra lambi fátæka mannsins.
Sigurður Þórðarson, 28.1.2009 kl. 15:29
Frábær færsla félagi.
Sennilega finnst ekkert samfélag í álfunni þar sem fjárglæframönnum tryggara að böðlast áfram en á Íslandi.
Dunni, 28.1.2009 kl. 16:46
Svei því attan!
Hlédís, 28.1.2009 kl. 16:58
Nú vitum við hverju við eigum að mótmæla á laugardaginn.
Kyrrsetning eigna auðmanna og og þeirra ofurlauna manna bankanna og það ekki seinna en í DAG!!!
Brynjar Hólm Bjarnason, 28.1.2009 kl. 17:44
Sæll Helgi,
þessi færsla hjá þér var tímabær og frábær. Takk fyrir. Bandaríkjamenn hafa átt í vandræðum með Afganistan og er landlæg spilling hluti af skýringunni. Þeir fyrirhuga mikla hreinsun þar. Spurning hvort þeir geti ekki millilent hjá okkur.
Gunnar Skúli Ármannsson, 28.1.2009 kl. 19:53
Hagsmunir auðmanna ofar hagsmunum þjóðarinnar? Hér þarf stjórnarskrá sem setur hagsmuni þjóðarinnar í forgang og ver þjóðina fyrir yfirgangi stjórnmálastéttarinnar og auðvaldsins! Það virðist ekki vera raunin í dag. Einkaeignarrétturinn virðist vera æðst mannréttinda á Íslandi í dag!
Auðun Gíslason, 28.1.2009 kl. 20:25
Frábær punktur.
En sé byrjað að kanna og jafnvel frysta eignir manna, þá er líklegt að það breiði fljótt úr sér og leiði athyglina að pólitíkusum (sem peningar og ruslpóstur lugu inn á oss eins og aðra mishandónýta söluvöru). Þess vegna er okkur sagt að málið snúist ekki um að finna sökudólga og helst á þetta þjóðargjaldþrot að vera einhvern veginn öllum að kenna sem að sjálfsögðu þýðir að það er engum sérstökum að kenna. Þetta er mjög lúmsk svæfing og kemur frá sömu maskínu og vann skipulega að því að halda fólki sofandi á meðan það var rúið inn að skyrtunni.
Baldur Fjölnisson, 28.1.2009 kl. 20:46
Takk takk takk,,,er ekki hægt að koma eintaki af þessu á skrifborðið hjá BB áður en honum verður hent út.
Julius kristjansson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:19
Hver er auðmaður, hvað þýðir frysting og hvað er eign?
Ingi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:43
Snilldar ábending Helgi. Takk fyrir það
Máni Ragnar Svansson, 28.1.2009 kl. 23:37
Halda sofandi - þú segir nokkuð! Er ekki litli Klemm. - þessi þarna á gamlársdag - svæfari? je sei-ji bara sona
Hlédís, 28.1.2009 kl. 23:38
Gáðu að því, að flestir "auðmennirnir" eiga ekkert hér á landi.
Þeir eiga hluti í fjárfestingarfélögum, skráðum erlendis í "skattaparadísum", en eru sjálfir "eignalausir" hér á landi. Bölvaðir hrapparnir !
Börkur Hrólfsson, 29.1.2009 kl. 00:50
Þetta er náttúrulega svo fáránlegt óréttlæti að mann setur fyrst hljóðan svo verður maður arfavitlaus og vill rjúka út í að gera eitthvað
Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.1.2009 kl. 01:18
Svo ruglað, ekki sama Jón og séra Jón
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 29.1.2009 kl. 01:53
Það veit öll þjóðin þetta nema þeir innmúruðu,sjálstæðisflokkurinn rústaði sjálfum sér vegna skulda við auðmenn landsins.
klakinn, 29.1.2009 kl. 02:27
Nei nei! Ég er búin að vera með könnun á blogginu mínu hvort fólk vill láta frysta eignir auðmanna meða bankarannsókn á sér stað eða ekki. Og ætla að láta hana standa áfram.
Það er ekkert mál að finna eignir auðmanna. Þeir eru bara verndaðir af fullt af fólki.
Ein af aðferðum þeirra er svona:
Helgi Jóhann! Þú ert bankastjórinn og ég er "auðmaðurinn" eða peningaróni. ég segi við þig. " Lánaðu mér 10 milljarða, og ég set inn 2 milljarða á þitt nafn á pottþéttum stað."!
Þetta eru auðæfi sem ekki einu sinni bankastjóra hefur dreymt um. Og hann freistast. Veðið er "fyrirtæki" skráð í útlöndum með Panamaflaggi.
Ég hef hlustað á aðalstjörnuna sem aldrei er nefndur á nafn í fjölmiðlum, monta sig af því að hafa "keyrt út úr kerfinu á Íslandi síðustu ár" meira enn 5000 milljarða.
Þekki hann mjög vel. Hann kemur vel fyrir. Getur umgengist jafnt aðalsmenn sem og handrukkara. Hann er kókanísti og það eru margir vbúnir að falla fyrir "kynlífsveislum" hans sem eiga sér stað bæði á Íslandi og útlöndum.
Hann er einn af þeim sem er búin að vara mig við og þeigja. Og ég geri það. Enn ég er búin að espa hann. Hann lét mig hafa 40 milljónir í projekt sem mér er mjög hugleikið.
Hann gefur til góðgerðarmála. Sami maður myndi ekki hika við að setja á mig "samning" (kúla í hausinn) og ég myndi ekki hika við það heldur.
Hvað heldur fólk að gangi á þegar svona hrikalegar upphæðir eru í veði?
Heldur fólk að menn haldi fundi eða komist að samkomulagi? Aldeilis ekki.
Ég lýsi þessum karakter í einni færslu á blogginu. Ég er ekki hræddur við hann, og hann ekki við mig.
Hann er psykopat af verstu gerð. Grimmur, svikull og undirförull. Tilfinningalaus og stórhættulegur.
Helgi Jóhann! Þegar er búið að múta öllum sem einhver völd hafa með þessum hætti, og þig með, myndir þú nokkuð tala um þennan mann?
Konunni þinni hótað, og kanski allri fjölskyldunni. Ég hef unnið með svona fanga bæði utan og innan fangelsa.
Stundum eru engin úræði enn að skjóta þá, og það er oftast leyniþjónusta þess ríkis sem viðkomandi er staddur í sem tekur að sér svoleiðis mál.
Þetta er raunveruleikinn. Blaður og "allir hneykslaðir" eru bara grímur fyrir kellingar. Ég tek svona til orða þó ég virði konur MEIRA enn karla. Amen
Óskar Arnórsson, 29.1.2009 kl. 02:31
takk fyrir að minna fólk á það hrópandi ósamræmi sem við búum við hér. vanvirðingin við mannréttindi er sorgleg en ef til vill skiljanleg miðað við þá stefnu sem hér hefur verið rekin áratugum saman...
þú hefur gott lag á að setja hlutina í samhengi...
Birgitta Jónsdóttir, 29.1.2009 kl. 05:44
Óskar! takk fyrir innleggið! Hér er við verri öfl að etja en bara stefnu á Íslandi - þótt hún hafi ýtt undir rán og gripdeildir valda-gírugs geðvillings og fleiri spilltra aðila. Möguleikinn á að koma lögum yfir mann sem búinn er að stela slíkum auðævum - er á við möguleika "snjóbolta í helvíti" Hann getur jú keypt lögmannaher og sitthvað fleira.
Veislurnar umræddu voru sko engin barnaboð - nema að einu leyti - sem var/er versta ógeðið við þær. Þeir skilja sem vilja.
Gott að þú gefst ekki upp fyrir "mafíunni" og þegir þunnu hljóði, Óskar!
Hlédís, 29.1.2009 kl. 06:46
Af hverju að eyða tíma í að sekta menn sem aka á 110km hraða þegar margir eru á 140km hraða. Af hverju að taka einhverja með nokkrar hassplöntur þegar verið er að rækta mörg hundruð á sumum stöðum. Lögbrot er lögbrot, hvort sem það er eitthvað ólöglegt sem hvítflibbar hafa aðhafst eða innflytjendur. Ég vænti þess að verið sé að rannsaka bankahrunið á mörgum stöðum. Væntanlega eru bankamennirnir með aðeins fleiri lögfræðinga á sínum snærum sem eru búnir að sjá til þess að erfiðara sé að finna eitthvað "ólögelgt", og lögreglan hefur ekki heimild nema rökstuddur staðfestur grunur sé um ólögleg athæfi. Ef við viljum breyta lögum þá það.
En varðandi þessar "harkalegu" lögregluaðgerðir gegn innflytjendum að þá vil ég bara benda fólki á aðstöðu flóttamanna í öðrum löndum. Yfirleitt fara flóttamenn í nokkurskonar fangelsi og fá jafnvel bara þurrmat en gista ekki á gistiheimili eins og hér og fá dagpening og fleira. Þegar kemur að flóttamönnum eru lögin og reglurnar ekki settar með mannvonnsku að sjónarmiði heldur til þess að halda uppi ákveðinni reglu og hafa stjórn á málum sem auðveldlega gætu orðið stjórnlaus. Persónulega finnst mér t.d. ekki mjög spennandi að hugsa til þess að einhver geti komið til landsins án þess að gera nokkra grein fyrir sér og um leið og hann segir orðið flóttamaður er hann frjáls og haldið uppi af mér. Hann gæti verið hryðjuverkamaður eða fjöldamorðingi, hvað vitum við.
Unnar (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:18
Ef dæmdum manni fyrir morð í Texas tekst að flýja til Íslands eða maður sem sannarlega hefur verið staðin að verki fyrir fjöldamorð, kemst til Íslands, má ekki senda hann tilbaka samkv. lögum. Það má ekki dæma hann hér fyrir neitt.
Hann fær bara að vera í friði og þú gætir verið með honum í biðröðinni á "Bæjarins best" þessvegna!
Þannig eru lögin. Það má ekki senda mann til síns heimalands ef það er pottþéttur dauðadómur fyrir það sem viðkomandi gerði.
Óskar Arnórsson, 29.1.2009 kl. 08:39
Hlédís G. "Bankaránin" eru miklu stærri enn kemur fram í fjölmiðlum. Þeir eru bara svo sniðugir og láta sérfræðinga í hagfræði og lögum rugla málin þannig að erfitt er að komast að þeim.
Svo rændu þeir ekki bara einhvern banka. Þeir rændu öllu sem til var af peningum á Íslandi. Það er smá munur. Með penna.
Óskar Arnórsson, 29.1.2009 kl. 08:44
Minn reikningshaus er kominn að sömu niðurstöðu, Óskar!
Hlédís, 29.1.2009 kl. 09:27
Flottur pistill.
Billi bilaði, 29.1.2009 kl. 09:31
Gott mál Hédís G.! ;) 5000 milljarðar eru miklir peningar.
Óskar Arnórsson, 29.1.2009 kl. 09:43
Góð ábending!!!!
Matthildur Kristmannsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:05
Þörf ábending, en verð að viðurkenna að ég kveiki ekki á nokkurn hátt td við hvern Óskar á við.
Hefur einhver heyrt hvernig málið fór í sambandi við hælisleitendurna? Fáranlegt ef miklum tíma hefur verið eytt í að finna hvaðan svona smáupphæðir koma en engum tíma eytt í að finna hvernig ansi margir geti td ekið um á rándýrum bílum en sýna engar tekjur eða hvernig stendur á því að það eru svo til litlir peningar eftir í landinu.
Kidda (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:12
Peningum hælisleitenda var skilað eftir mótmælasetur fyir utan lögreglustöðina í Keflavík ,og mikið japl og fuður. Nú hafa vondar fréttir borist (í dag), að nú eigi að vísa öllum útlendingum með skammtímadvalarleyfi úr landi jafnskijótt og leyfið rennur út! Spurning hvort racistinn BB lætur það einnig ná til þeirra hælisleytenda, sem eiga dauðan vísan, auk pyntinga og misþyrminga, verði þeir sendir til heimalands síns, t.d. Írans. Og hvort hann nær að klára málið, áður en hann missir embættið.
Auðun Gíslason, 29.1.2009 kl. 14:39
Takk allir fyrir innlegg og undirtektir.
Unnar, ég vil vísa á greina mín „Við gætum öll orðið hælisleitendur“ sem rituð var fáum vikum fyrir bankahrunið. Þess utan vil ég segja þér að víðasta í Norður-Evrópu og Kanada er betur tekið á móti flóttamönnum en hér. Það þykir t.d. hin versta ógæfa fyrir flóttamann sem millilendir í Keflavík á leið til Kanada að vera stöðvaður eða tekinn hér fyrir ógild skilríki og þurfa því að sækja hér um hælisvist í stað Kanada. Ástæðan er að hér fær innan við 1% jákvæða afgreiðslu sinna mála en um þriðjungur í Kanada. Þar er einnig ágætlega búið að fólkinu og afgreiðsla tekur til muna skemmri tíma en hér.
- Megin punkturinn fyrir okkur er þó sá að þetta er alheimskerfi sem komið er á undir þeim formerkjum að við vitum aldrei hvenær eða hversvegna við eða okkar afkomendur gætu þurft að leita á náðir annarra þjóða.
Helgi Jóhann Hauksson, 29.1.2009 kl. 17:16
Ég kem einhventíma til Íslands og kveiki á "nafninu" Kidda. Engar áhyggjur.
Óskar Arnórsson, 29.1.2009 kl. 23:10
Læst hjá Kiddu, Óskar! Kidda hlýtur að vera með kaldhæðni-tal er segist ekki skija hvað þú sért að fara, Óskar! Hver hálfvita maður skilur það!
Hlédís, 29.1.2009 kl. 23:22
Ég ætla nú bara að setja athugasemd hér svo ég hafi tengil á þessa færslu, og hann Óskar...
Jón Ragnarsson, 30.1.2009 kl. 00:58
Gott hjá þér Helgi.
Hörður Þórðarson, 30.1.2009 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.