Ég hef sem ljósmyndari verið viðstaddur allmarga atburði síðustu mánuði og vægast sagt undrast hvernig tekið hefur verið á málum við suma atburðina. Munurinn á því hvernig lögregla tekur á málum milli atburða er reyndar svo mikill að er eins og dagur og nótt. Þegar skynsamlega er tekið á málum og friður helst finnst mér ég alltaf sjá Geir Jón fara fyrir en þegar allt fer í handaskolum og óþörfu lögregluofbeldi er beitt sé ég önnur andlit stjórna sveitunum, þau sömu og ég sá fyrst uppá Norðlingaholti andspænis vörubílsstjórum.
Kvöldið í kvöld er skýrt dæmi um það seinna.
Fólkið var mjög stillt en bjó til saklausan hávaða minni en áður því enginn var t.d. með trommur eða neina verulega hávaðagjafa, - aðeins potta skálar og ausur, þ.e. með sín eldhúsáhöld og framleiddi hávaða. - Fyrst framan við húsið handan gulu borða lögreglunnar, þá var ákveðið að marsera kringum húsið en við það var eins og lögreglan hefði ekki haft hugmyndflug eða fyrirhyggju til að ímynda sér að fólkið væri ekki bara kyrrt á einum bletti svo allt fór í panik hjá lögreglunni þar sem engir borðar voru strekktir til að afmarka öryggissvæði aftan við húsið.
Þó lögregluþjónar væru líklega tvöfalt fleiri en mótmælendur fóru þeir á taugum við þetta. - Ótrúlega hræddir, annað getur ekki skýrt hegðun þeirra en hræðsla, það beitir enginn fólki meisi, ógnar með kylfum og neitir yfirburða aflsmunar til að handtaka um 20% friðsamra mótmælenda sem eftir voru nema vera virkilega hræddur.
Lögreglan strengdi nú snarlega borða þvers og kruss um bílastæðið en af svo miklum flumbrugangi að einhver hópur lokaðist inni og komst ekki neitt án þess að fara undir eða yfir borðann. Ég varð þó ekki var við að neinn bryti viljandi fyrirmæli lögreglunnar - sem voru reyndar óskiljanleg.
Það þurfti afar einbeittan ofbeldisvilja lögreglu til þessarar hegðunar að handtaka 6 manns af kannski 30 mótmælendum sem þá voru eftir. - Mér er virkilega ofboðin framkoma lögreglu.
- Ótti hennar við svo fátt fólk með eldhúsáhöld, hroki hennar og yfirlæti er yfirgengilegur. Lögreglan kallar janfvel fólk öllum illum nöfnum og virkilega ljótum orðum og ógnar því yfir gulu línurnar sínar að engu tilefni - nema finnst kannski einhver óþolandi, og handtekur fólk með þeim skýringum að það sé vegna þess að það sé óþolandi.
Siðað samfélg tók pískinn af kennurum fyrir 100 árum - líkamleg refsing er bönnuð til að aga börn eða fólk.
Við tókum pískinn af kennurum fyrir 100 árum nú verður að taka réttin til að beita kylfum og meis af lögreglu - nema þegar um augljósa sjálfsvörn sé að ræða. Lögregla notar hinsvegar kylfur og meis sem písk til tyftunar fyrir óhlýðni og stundum bara pirring en enn hef ég ekki séð þessum tólum beitt til raunverulegrar varnar. Í raun er þá í besta falli um kvalarfulla refsingu að ræða fyrir meinta óhlýðni án dóms og laga - en oft ekki einu sinni fyrir óhlýðni.
Við erum öll sammála um að ekki eigi að flengja börn, og langt síðan pískurinn var tekinn af kennurum og við erum öll ásátt um að beita engan líkamlegum refsingu sem agaviðurlögum og beita aldrei hvert annað ofbeldi, - en afhverju eru þá svona margir sáttir við að lögregla ógni og berji með kylfum og piparúða og beiti aflsmunar við handtökur fólks sem aðeins tjáir skoðanir sínar með mótmælum?
Ég myndi giska á að löggur hafi alls verið um 100 vel búnar kylfum, vöðvum og piparúða en mótmælendur um 50 með trésleifar og dollulok.
Sex voru handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 29. janúar 2009 (breytt kl. 06:58) | Facebook
Athugasemdir
Hvaða sterka Vald hilmir yfir með ofbeldis-löggunum? Eru þessir einstaklingar "studdir fjárhagslega" af einhverjum - utan frá ? Auð-Vald er ekkert grín.
Hlédís, 29.1.2009 kl. 07:18
Já, það er það sama að kennarar berji börn og að lögreglumenn úði smá piparúða á óeirðarseggi. Gáfulegur. Þessir sex sem voru handteknir eiga þá væntanlega vona á summu frá ríkinu fyrir ólöglega handtöku ef þetta var allt svona friðsamt.
unnar (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:43
Þetta Natólið er nú á ábyrgð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur Utanríkisráðherra. Einhverjir eru á því að mótmæli fyrir utan Hótel Nordica séu ekki beint tilhlýðileg, þar sem slíkt gæti m.a. truflað svefn einhverra hótelgesta. Aðrir segja að tilgangurinn helgi meðalið og nú sé bara finna upp hvar Ingibjörg Sólrún er og berja trumbur og potta. Einhverjir ganga lengra og þá munt þú sjá til þess að þeir fái að gera það óáreittir. Síðan ef Ingibjörg Sólrún er ekki búin að segja okkur úr Nató, þá er bara að fylgja henni upp á Landsspítala og mótmæla þar, þá gefst hún örugglega upp, fyrrr eða síðar!!!
Sigurður Þorsteinsson, 29.1.2009 kl. 08:44
Þetta var kannski hræðsla en það útskýrir þetta í raun ekki. Það sem þarna gerðist var það að lögreglan fékk þau fyrirmæli að vera extra hörð þetta kvöld og leyfa hvorki eitt né neitt. Hef fengið það staðfest. En ég var þarna og þetta var kjánalegt og öfgakennt. Algjör óþarfi.
Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:47
Mótmælin stóðu frá kl 18:30 til kl 21:30 svo varla hafa þau haldið vöku fyrir neinum.
Hef nú heyrt þá skýringu lögreglu á handtökum að fólk hafi verið handtekið fyrir að kveikja í sínum eigin NATO-fána og svo við þær handtökur hafi einhverjir ekki vikið eins greiðlega og lögreglna vildi og því handteknir fyrir að hindra lögregluna - pottþétt uppskrift fyrir fjöldahandtökur.
Mér er hinsvegar spurn hvernig það getur verið ólöglegt og reyndar svo ólöglegt að sæti umsvifalsuri handtöku að brenna sína eigin dulu þó hún sé blá og með stjörnu NATO. í Bandaríkjunum hafa fallið hæstaréttardómar sem túlka það sem grundvallar mannréttindi að mega brenna þjóðfána USA þ.e. sem hluta tjáningafrelsisins, hvað þá heldur dulu einhvers hernaðarbandalags.
Hér virðast hinsvegar ekki gilda almenn mannréttindi fólks andspænis kylfu- og piparúðavaldinu.
Helgi Jóhann Hauksson, 29.1.2009 kl. 15:21
Helgi! Ætli Nató-merkið sé heilagt í augum löggu-mannvitsbrekkunnar sem stjórnaði þarna? Orðinu heilagt þetta og heilagt hitt, bregður oft fyrir í varnarþulum fyrir athæfi lögreglu nú um stundir. Var ekki heilagt Alþingi skýringin er vígbúinn lögreglumaður hratt þér harkalega í götuna. aftan frá, óvörum, þar sem stóðst aleinn á bílastæði á Alþingis og stilltir myndavél 20. janúar sl. uppúr hádegi? Leiðréttu mig ef þetta er misminni.
Hlédís, 29.1.2009 kl. 18:03
Það þarf að fara að lögsækja embættið fyrst Stefán Eiríksson ætlar ekki að gera neitt.
Það er verið að reyna að skapa ofbeldi, ekki koma í veg fyrir það...
Haraldur Davíðsson, 29.1.2009 kl. 19:47
Jú, það passar Hlédís, „Alþingi er heilagt og hver sem kemur nærri Alþingi við mótmæli verður að reikna með að geta orðið fyrir lögreglunni“ - eins og að verða fyrir náttúruhamförum sem enginn hefur stjórn á. - Það verður að fara gefa út lista um hvað er heilagt í þessum skilningi í augum lögreglunnar.
Annars heyrði ég unga konu segja við lögreglumann í gær sem var að skipa henni til eftir að annar hafði skipað henni þangað: „segið mér bara hvar ég má vera og ég skal fara þangið“ sagði unga konan - „þú átt bara að fara heim til þín“ sagði þá lögreglumaðurinn, en gat ekki sagt henni hvar á svæðinu hún mætti vera.
Það virtist því, líkt og við Alþingi, vera hugmynd lögreglu að bara við það að mæta við mótmæli væri fólk vanheilagt og réttlaust.
- Og svo eru þessi heilögu tákn sem þeir ættu að lista upp fyrir okkur:
NATO-fáninn
Alþingishúsið
...
...
...
Helgi Jóhann Hauksson, 29.1.2009 kl. 20:02
Helgi mig rámar í að það sé ólöglegt hérlendis að brenna fána og stofnana. Ef svo er, er full ástæða til þess að handtaka viðkomandi, lög Bandaríkjanna skiptir engu máli hérlendis.
Mér er kunnugt um að fólk sem ætlar að fljúga kl. 7 að morgni frá Keflavík getur verið farið að sofa kl. 21,30. Heimsóknir frá Nató eru á ábyrgð Ingibjargar Sólrúnar. Megum við eiga von á að þið mótmælið henni fyrir utan Alþingi á morgun, og síðar fyrir utan Landspítalann?
Hitti góðan vin minn úr Samfylkingunni í morgun í heita pottinum, og spurði hann út í síðustu mótmæli. Hann svarði, þetta eru helvítis kommúnistar úr VG. Ég sagði honum að ég hefði grun um að meðal mótmælenda væru líka Samfylkingarfólk. ,, Það eru til fábjánar í öllum flokkum". Þetta er sennilega alveg rétt hjá honum.
Sigurður Þorsteinsson, 29.1.2009 kl. 22:50
Sigurður og Unnur: Af hverju þurfa þeir sem tala gegn mótmælum að rökstyðja mál sitt með orðum eins og "fábjánar", eða vísa í heimsku á annan hátt? Er það málefnanlegt? Hafið þið ekkert annað til málanna að leggja? Engin rök? Engin alvöru orð?
Þessi setning frá Samfylkingarmanninum, og samsæriskenning hans um að VG standi að þessum mótmælum, dæmir sig bara sjálft: Hann er í afneitun og vill ekki horfast í augu við brestina í eigin flokki.
Bryndís (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 01:07
Sigurður, á engum stigum þessarar mótmælaöldu hafa menn farið að heimilum fólks eða einkalífi, hvorki í hópum eða stakir og t.d. hvorki að heimili Davíðs né Geirs eða neins annars. Ég reikna ekki með að annað eigi við gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu.
Hvorki lögreglan eða aðrir báru við ró hótelgesta við fyrirmæli sín eða aðgerðir.
Skoðanir mínar á því sem ég verð vitni að hjá lögreglu byggja á starfi mínu annarsvegar að mannréttindamálum og hinsvegar sem kennari þar sem ég hef þurft að fást við agamál hópa lengi (og lært um þau) og sé hve sorglega rangt lögreglan fer að þegar hún beitir ofbeldi sínu nánast af handahófi og geðþótta, bæði varðandi hvað hún umber og hverja hún umber og hvenær hún umber hvað.
Helgi Jóhann Hauksson, 30.1.2009 kl. 01:52
Sigurður, aðeins meira.
Það er allvegana skýrt bannað að lögum kalla menn ónefnum og breiða út óhróður um þá, og það er líka sérstaklega í lögum og öllum helstu mannréttindasáttmálum bannað að lítilsvirða hópa fólks fyrir skoðanir, trúarbrögð, ... og sv frv. Svo þegar þú nefnir fólk hér í innleggi þínu „helvítis kommúnistar“ og „fábjánar“ er það lögbrot og þú skilur hér eftir borðleggjandi sönnun um lögbrot þitt.
- Á þá ekki lögreglan umyrðalaust og að koma og handtaka þig? - Núna?
Helgi Jóhann Hauksson, 30.1.2009 kl. 02:06
Loks, þá snertir spurning mín um réttmæti valdbeitingarnnar á engan hátt málsstað mótmæla eða mótmælenda. Athugasemdir mínar og athafnir lögreglu eru nákvæmlega þær sömu hver sem málsstaður mótmælanna er.
Helgi Jóhann Hauksson, 30.1.2009 kl. 02:08
Fánabruni hlýtur að vera varin af Stjórnarskrá, sem er æðri öllum öðrum lögum landsins. Og fáni NATO er ekki verndaður neitt sérstaklega, heldur aðeins þjóðfánar. Þau lög myndu aldrei standast fyrir dómi, enda veit ég ekki til þess að slíkt mál hafi farið fyrir dóm. Kannski kominn tími til.
Lögreglan hefur stundað ofbeldi í mörg ár; ég hef reynt að vekja athygli á því, en fólk vildi ekki trúa því. Þess vegna fáum við að sjá núna, þann ruddaskap sem notaður hefur verið gegnum árin á þá sem samfélagið hefur leift að fara illa með. Ég varaði ykkur við - nú fær fólk að komast að því að "lögreglan má allt". Vel varin af saksóknara.
Skorrdal (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 05:02
Sigurður Þ., Skorrdal og fleir! Jafnvel þó ég tryði sögum um lögreglu-fantaskap. er óneitankega annað að reyna hann á eigin skrokk og horfa á úr nálægð.
Hlédís, 30.1.2009 kl. 08:47
Neðst eru hlutar 73. og 74. greina stjórnarskrárinnar. Stjórnarskrána í heild má finna hér:
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html
Það er gott að hafa nokkra þekkingu á henni.
Í Bandaríkjunum hafa fallið hæstaréttardómar sem byggðir eru einungis á fyrsta viðauka þeirra stjórnarskrár, þ.e. um tjáningarfrelsið. Dómar sem segja m.a. að fólk megi brenna bandaríska fánann og megi hafa við hávær mótmæli, í nafni tjáningarfrelsisins og jafnvel að sum eignaspjöll séu varin af réttinum til tjáningarfrelsis. Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera neinn sérstakur vinur Bandaríkjanna en þetta má þó telja virðingarvert, sérstaklega í landi þar sem lögregluofbeldi og mannréttindabrot hafa oft verið áberandi.
Tjáningarfrelsið er ekki nógu í hávegum haft á Íslandi, það er að vísu „tryggt“ með stjórnarskrá en ég verð að segja að höfundar stjórnarskrárinnar hafa leyft sér að skilja við fullvíða spássíu þar. Aftur á móti, þá hlýtur í öllu falli að teljast langsótt að fánabruni teljist ógna allsherjarreglu eða öryggi, heilsu eða siðgæði(?) manna.
Stjórnarskráin er mikilvæg en sá skilningur sem ég hef yfirleitt lagt í tilgang stjórnarskrár er annars vegar sá að ríkisform sé skilgreint og hins vegar - og það sem mikilvægara er - að tryggja réttindi almennings gagnvart ríkisvaldinu. Víða í stjórnarskránni eru málsgreinar sem leyfa sérstaklega ríkisvaldinu að takmarka það, líkt og þriðja málsgrein 73. greinarinnar gerir. Hvað má ríkisvaldið telja vernda allsherjarreglu eða siðgæði? Þetta er að sjálfsögðu matsatriði og leyfir valdsstjórninni nær hvað sem er í þeim efnum, reyndar fyrir atbeina löggjafarvalds en oft skarast þau tvö atriði, sbr. Björn Bjarnason, sem setið hefur í þingmeirihluta auk þess að vera æðsti yfirmaður lögreglunnar.
Tjáningarfrelsi ættu mann alltaf að bera fyrir sig þegar við á en löggjöfin er samt meingölluð. Þetta er eitt af því sem laga þyrfti með stjórnarskrárbreytingu/-samningu. Tjáningarfrelsi
73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)
74. gr. 3.mgr. Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.]1)
(þessar greinar, utan tálmanir í neðstu málsgrein 73. greinar, mynda saman viðlíka lagasetningu og fyrsti viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna)
Einar Axel (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 11:44
Sigurður Þorsteinsson: "Einhverjir eru á því að mótmæli fyrir utan Hótel Nordica séu ekki beint tilhlýðileg..."
Ótrúlegt en satt Siggi minn þá eru mótmæli einmitt ekki til þess gerð að vera tilhlýðileg!
"Mér er kunnugt um að fólk sem ætlar að fljúga kl. 7 að morgni frá Keflavík getur verið farið að sofa kl. 21,30" ...og hvað??? ég er líka viss um að það eru helv. margir sem missa eitthvað miklu verra en svefn fyrir tilstilli NATO, eins og heimili, útlimi, líf og ástvini. Fyrir utan að það er ágætt að hótelið fái þau skilaboð að þeirra viðskipti og viðskiptavinir verði fyrir óþægindum af völdum tengsla þeirra við NATO og annað spillingarlið. Og viðskiptavinirnir eiga líka rétt á því að vita hvurslags fyrirtæki þeir eru að versla við þegar þeir borga fyrir gistingu á hóteli sem hýsir NATO.
http://visir.is/article/20090130/FRETTIR01/301329189P.S. Það má brenna fána NATO:
Siggi (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 00:40
Einhverra hluta vegna fæ ég aldrei neina meldingu um að þú sést búinn að skrifa nýjan pistil sem mér finnst verulega súrt þar sem mér finnst þú skrifa alveg fantagóða pistla um afar brýn málefni! Eitt þeirra er lögregluofbeldið sem hefur fengið að þrífast innan raða lögreglunnar í Reykjavík.
Fannst þessi sérstaklega athyglisverður vegna þess að ég hef oft sett starf mitt sem kennara og starf lögreglunnar í samhengi þegar ég hef lesið og orðið vitni af viðbrögðum höfuðborgarlögreglunnar við engu öðru en mannfjölda sem hefur hátt! Það er í raun ótrúlegt að einhver skuli geta réttlætt ofbeldi lögreglu!
Kennarar hafa sumir hverjir, einkum grunnskólakennarar, orðið fyrir ofbeldi nemenda sinna í skólum landsins. Þetta hefur ekki farið neitt sérstaklega hátt en þetta er staðreynd, því miður. Ég reikna þó ekki með að neinn gæti liðið það að grunnskólakennarar beittu ofbeldisseggina og/eða aðra líkamlegum refsingum.
Ég sé ekki hvað réttlætir það að lögreglan hafi vald til að beita líkamlegu ofbeldi og hvað þá efnavopnum. Að það skuli vera látið viðgangast hlýtur að stjórnast af stórhættulegum fordómum þeirra sem er enn alvarlegra að sé leyft að þrífast innan lögreglunnar. Það að einhverjir innan raða hennar geti réttlætt slíkt ofbeldi og persónulega meiðandi svívirðingar gegn mótmælendum er auðvitað grafalvarlegt!
Slíkir eru lögreglunni og orðspori hennar auðvitað stórhættulegir svo og öllum öðrum almenningi og þá samfélaginu í heild! Þess vegna tel ég að það verði að fara að gera eitthvað meira en blogga um þessa hluti... þ.e.a.s. ef þeir halda áfram.
Það kemur e.t.v. í ljós á morgun/dag hvort lögregluofbeldi heyri sögunni til eftir að BB yfirgaf Dómsmálaráðuneytið!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.2.2009 kl. 03:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.