Monsanto: „Höfundaréttur“ á öllu sáðkorni á einni hendi

Mynd 2008 07 08 19 01 10Jafnvel í svæsnustu vísindaskáldsögum hefur mönnum ekki hugkæmst þetta. Monsanto notar erfðaverkfræði til að stjórna framboði og rukka „höfundaþókknun“ af öllu sáðkorni sojabauna og fjölda fleiri ræktartegunda. Framleiðir svo eitur (Roundup) sem drepur allar plöntur nema þær sem hafa erfðaþáttinn þeirra. - Þetta er ekki skáldskapur heldur brot af skugglegri veröld Monsanto fyrirtækisins bandaríska, þess sama og fann fyrst upp PCB, DDT, NutraSweet og svo Orange agentinn til gróðureyðingar í Víetnam og sagði þá að díoxín í honum væri væri skaðlaust þrátt fyrir eigin rannsóknir sem sýndu það sem eitt hættulegasta efni heims.

Ég sá afar merka Kanadíska fræðslumynd  í Háskóla Íslands í dag; „The World According to Monsanto".

Erfðamengun frá erfðabreyttri ræktun er að valda hamförum á landbúnaðarsvæðum heimsins því nú rukkar Monsanto helsta glæpafyrirtæki heims á þessu sviði höfundaréttarskatt (royalties) af t.d. allri sojabaunaframleiðslu heims, eins og höfundur tónverks á rétt á við flutning þess. Tollurinn sem þeir vilja taka af t.d. öllum sojabaunum sem ræktaðar eru í Argentínu hvort sem sáðkorn kom frá þeim eða ekki er $15 dollarar af rúmmetra (smella hér og hér og hér og Google)

Monsanto sendir genalöggu á bandaríska bændur sem voga sér að taka til hliðar eigið sáðkorn í stað þess að kaupa það af Monsanto með hárri „höfundaréttarþóknun“ til viðbótar söluverði og gerir þá gjaldþrota borgi þeir ekki, og fær að rukka skatt á tonnið frá þeim löndum sem ekki viðurkenna einkaleyfi þeirra og höfundarétt ef sojafarmar fara um þar sem einkaleyfið er viðurkennt.

Þeir telja sig eiga „höfundrétt“ á allskonar sáðkorni öðru ef í því finnst breyttur erfðaþáttur þó slíkt korn hafi aldrei verið keypt eða leyft til landsins sem þeir rukka og eru grunaðir af mörgum um að dreifa því sjálfir með þeim afleiðingum sem það hefur til að rukka svo ef og þegar það finnst.

Þó náttúran sjálf hafi skrifað alla þá sinfóníu sem eitt sáðkorn er en Monsanto aðeins flutt til einn hljóðfæraleikara í því tónverki til að slá einn tón, rukka þeir fyrir allt verkið eins og þeir væru höfundar kornsins sem náttúran skóp í milljónir ára og byggði á allri þróunarsögu lífsins, og milljónir bænda hjálpuðu svo með náttúrulegum kynbótum og vali í þúsundir ára. - Af öllu því tekur Monsanto nú höfundaréttargjald og hefur einkaleyfi á uppskrift sojabaunarinnar eins og hún leggur sig og annars sáðkorns einnig ef splæsti þátturinn sem Monsanto stal tilbúnu úr öðru tónverki lífsins og splæsti inní í sojabaunina finnst í uppskerunni.

Monsanto er nú skuggalegasta birtingamynd kapítalismans og sem slíkt á það sér uppruna í USA en er helst veitt viðspyrna í dag af ESB. Það er að nota erfðaverkfræðina og einkaleyfaformið til að geta rukkað „höfundagjald“ og stýrt framboði á sáðkorni af allri ræktun heims af tilteknum tegundum og stefnir berlega að því sama um allar aðrar. Á meðan USA bannar að merkja hvort matvæli eru erfðabreytt eða ekki og skilgreinir erðabreytt matvæli í engu frábrugðin öðrum, bannar ESB slíka ræktun og skyldar að merkja innflutta vöru sem erfðabreytta sé hún það.

Með aðferð Monsanto væri eins og ef við hefðum allt ritverkasafn Halldórs Laxness en ég rifi eina blaðsíðu úr einu verka Gunnars Gunnarssonar og setti hana einhversstaðar inn í einhverja bóka Laxnes og fyrir það ætti ég eftirleiðis rétt á öllum höfundalaunum fyrir allar seldar bækur Laxness. 

Það má ekki verða að menn geti eignast og haldið höfundarétti alls sáðkorns og stýrt sölu þess og framboði með einkaleyfum. Við verðum að rísa gegn þessu.

Hér er svo linkur að  annarri mynd um Monsanto en þeirri sem sýnd var í HÍ. Sú er í 7 hlutum á Google hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn einn auðhringurinn!

Kolla (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sá al versti og hættulegasti.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.5.2009 kl. 23:50

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

... Og við Íslendingar vitum vart að þetta er til

Helgi Jóhann Hauksson, 28.5.2009 kl. 23:50

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um þetta skelfilega fyrirtæki sem í dag á einkaleyfi á nærri 11000 lífverum og fræjum þeirra í USA en þar má nú taka einkaleyfi á hvaða sáðkorni og lífverum sem er ef ekki er þegar búið að skrá það fyrir og rukka svo alla notendur um höfundaréttargjöld. - Þá þarf ekki einu sinni að hafa lagt neitt til þess nema lýsinguna eina.

Raunverulega andófið gegn þessu skelfilega fyrirtæki og erfðatækni þess er innan ESB og í Kanada, en það stendur í miklu málferlum gegn ESB til að knekkja takmörkunum á græðgi sinni og til að rukka höfndaréttargjöld af fræi, - Suður Ameríka hefur gefist upp og borgar nú sin skatt til Monsanto.

Á Íslandi heyrist ekkert eða sést um þetta. RÚV eða aðrir fjölmiðlar hér hafa hreinlega ekki fjallað um þetta mikla stríð um einkaréttinn á lífverum heimsins þó talsvert vandað sjónvarpsefni hafi þegar verið gert um það sem kostað hefur heimsþekkta fréttamenn vinnuna fyrir að segja sannleikann, stríð sem getur kostað okkur öll það að lokum að þurfa að borga skatt til Monsanto með hverjum munnbita og geta ekki ræktað eitt eða neitt nema með leyfi og höfundaréttargreiðslum til Monsanto, og lífríkið og landbúnaðinn fjölbreytileika sinn, og þar með möguleika ræktarplanta til að lifa af plágur og sveiflur.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.5.2009 kl. 00:11

5 identicon

Þakka upplýsandi blogg.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband