Kveð að sinni - er fluttur á Eyjan.is

Slóðin er http://blog.eyjan.is/hehau/  - Bið að heilsa vinum sem enn eru hér eftir og vel má vera að ég kíki á þá stöku sinnum en því miður er Morgunblaðið, Mbl.is og Mogga-bloggið nú í hjartastoppi. Blóðið sem enn rennur er kalt og helblátt.  Þeir sem annast sjúklinginn neita þó að horfast í augu við að sjúkdómurinn á rætur í græðgi, stolti og stjórnlyndu einræði og er náskyldur fasisma og öfgaþjóðernishyggju. - Ég bara vona að sem fæstir smitist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skil ekki svona öfgar. Og ekki   tæknilegar. Því þegar ég blogga hér á Mbl.is
fer það sjálfkrafa á Eyjan.is . Vissi ekki Helgi að þú værir í þessum fámenna
vinstri-öfgahópi hér á Mbl.is.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.10.2009 kl. 01:49

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk fyrir kveðjuna Guðmundur.

Ætli við eigum ekki öllu sterkar meiningar á einhverjum sviðum og stundum skiptum við um skoðun eða þá okkur misbýður eitthvða þegar við kynnum okkur málin vel.

Um sumt hefur farið þannig fyrir mér. Ég t.d. kynnitst málum hælisleitenda af hreinni tilviljun og sumu af því prýðisfólki sem leitað hefur ásjár hjá okkur. Ég   var lengi meðtaka þá einföldu staðreynd að enn er verið að leggja fyrir þetta fólk skjöl og skýrslur á íslensku og synja þeim um þýðingu á mál sem þau skilja - hvað þá annað. - Ég hélt við værum fyrir mörgum áratugum komin úr því ástandi.

- Ég lít ekki á mannúð sem hægri eða vinstri og ekki á mannúðarsjónarmið sem öfga.

Ég er Evrópusinni en Evrópumál eru heldur hvorki hægri eða vinstri, en auk þess er ég „samfélagssinni“ þ.e. styð samfélagslegar launsir á samfélagslegum vandmálum og tel samfélagið grundvöll allra varanlegra verðmæta sem maðurinn hefur skapað.

Helgi Jóhann Hauksson, 18.10.2009 kl. 02:22

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Ekki sá fyrsti sem heldur að Mbl. bloggið verði svipminna við brottför sína. En ekki hefur farið enn einhver sem skiptir máli, hvorki héðan né þar.

Yngvi Högnason, 18.10.2009 kl. 10:53

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eyjumenn eru eurosálir, þangað til gengið fellur. Þeir hverfa á braut til að verða að teiknimyndaköllum og hirðfíflum Egils Helgasonar. Svo leið þeim illa meðan þeir notuðu Moggabloggið ókeypis. Við þekkjum Helga á hattinum, ef við álpumst inn á Eyjuna. En betra er að halda sig í landi. Áróðurinn fyrir Stórevrópu er svo svæsinn á Eyjunni, að fýluna leggur á haf út.

Ég hef annars heyrt að Eyjan eigi við fjárhagsvandamál að stríða. Þá kemur Helgi aftur í helbláan veruleikann.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.10.2009 kl. 11:04

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Gangi þér vel á nýjum vettvangi minn kæri. Sjálf ætla ég að reyna að halda uppi áróðri hér á mbl.is hvort sem það er í sátt og samlyndi við nýja stjórnarherra eða ekki. Mér finnst svo andsk. erfitt að gefast upp - neita hreinlega að játa mig sigraða - en það fækkar í hópnum það er greinilegt.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 18.10.2009 kl. 15:40

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Skil þig algerlega Ingbjörg. Þessi sjónarmið vógu salt hjá mér þar til ég tók ákvörðun sem stendur um sinn í það minnsta. Ég ætla þó ekki að segja meira en það. - Heimurinn breytist svo hratt. :)

Helgi Jóhann Hauksson, 18.10.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband