Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Horfir vel um næsta forseta USA

art.dems.apMál hafa þróast þannig í Bandaríkjunum við val forsetaframbjóðenda að allar mögulegar niðurstöður við kjör forseta úr þessu tel ég mikil og góð tíðindi og stórkostlega framför frá því ástandi sem verið hefur. John McCain, Hillary Clinton og Barach Obama eru allt slíkir úrvals kostir að ég yrði fullsáttur við hvert þeirra sem er og það þó þau keppi ekki öll fyrir sama flokk.

Fyrir utan að John McCain er einstakur mannvinur á mælikvarða  Republicana og alger andstæða núverandi forseta þó hann tilheyri sama flokki. Þá er ekki verra að McCain er einn þeirra sem hafa heimsótt okkur íslendinga heim og látið hlý orð falla í okkar garð. Reyndar kom hann hér líka á sínum tíma einmitt í fylgd Hillary Clinton vegna loftslagsnefndar sem þau sitja í saman en þau lýsa sér sem góðum vinum, og það var reyndar þá sem maður Hillary hann Bill kom til móts við þau hingað til Reykjavíkur og keypti sér pulsu á Bæjarins bestu og lenti í hjartaáfalli nokkrum dögum eftir pulsuna. Þannig að Hillary er líka Íslands-vinur.

Mikið ævintýri er í uppsiglingu ef annað þeirra og þá hvort sem er Hillary Clinton eða Barach Obama yrði kosið forseti fyrir Demókrata -eða jafnvel þau saman sem forseti og varaforseti.

Svo þannig stefnir um prófkjör í Bandaríkjunum að mér lýst sérlega vel á öll líklegustu forsetaefnin hjá báðum flokkum. 


mbl.is Spennandi forkosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband